Síða 1 af 1

copy errorar og bsod errorar

Sent: Sun 27. Feb 2005 02:29
af zaiLex
Ég er með smá vandamál (eins og venjulega :P). Tölvan mín var í fínu lagi þangað til að ég
keypti mér nýtt vinsluminni. Þá fóru að koma errorar í windows í næstum öllum forritum, sem dæmi
þegar ég fór í firefox þá vantaði efstu stikuna (þar sem stendur File og Edit etc), þá ætlaði ég
að reinstalla firefox en í installinum kom error og installið hætti og ég komst ekki inn í
önnur forrit því það koma bara einhver error þegar ég reyndi að keyra þau. Þá prófaði
ég að skipta í gamla minnið en það lagaði ekki neitt! Núna er ég að reyna að installa windows aftur
en þar koma líka error en bara á random stöðum, oftar en ekki kemst ég ekki í gegnum
"copying files from cd" partinn, þar stoppar oftast á modem.sys fælnum sem er í rúmlega 50% hluta installsins
Þá kemur error message sem segjir "could not copy file" eitthvað og maður getur retryað eða
sleppt fælnum og ég hef prófað að retrya en það virkar ekki, og ef maður sleppur fælnum
þá kemur þetta error msg bara á næsta fæl í staðinn og síðan koll af kolli (reyndar eru
sumir fælar eftir 50% sem ná að copyast). Samt er nokkuð random hvenær þetta byrjar að vera
svona því einu sinni byrjuðu errorarnir að koma á 10%. Síðan kemst ég reyndar stundum yfir
þetta stig af installinum þangað sem installin restartar tölvunni actually byrjar að installa
windowsinu, þar kemur oftast bsod (blue screen of death) með 0x0000008e sem á að vera bilað
vinsluminni samkvæmt síðu microsoft sem ætti ekki að vera ef ég er búinn að prófa gamla
og nýja minnið mitt. Einu sinni komst ég það langt að ég náði að installa windowsinu og
komast inn í það.. En síðan eftir að ég var búinn að installa tveim driverum kom bsod, tölvan
rebootaðist og eftir það kom NTLDR is missing þegar tölvan reyndi að boota í windowsið.

Ég er búinn að prófa marga mismunandi windows diska, skipta um diskadrif, skipta um IDE kapal
í diskadrifið og prófa að installa á hinn harða diskinn.

Þetta finnst mér mjög skrítið að skuli gerast þegar eins og sagði lét ég bara nýtt minni í, EN
reyndar þegar ég lét minnið í þá þurfti ég að taka örraviftuna úr því hún
var fyrir, svo þegar ég startaði tölvunni aftur gleymdi ég að tengja
örraviftuna í samband svo ég var með tölvuna í smá tíma án örraviftu svo ég spyr hvort
það hefði kanski geta skemmt örrann eitthvað, samt kíkti ég á cpu temp og örrinn fór bara
upp um 10° eða uppí ca. 47° og það á ekki að skemma örrann! Þess má líka geta að ég
sendi tölvuna í viðgerð fyrir stuttu því hún bootaðist ekki upp (en ég hélt reyndar að
skjárinn væri ekki að sýna neitt útaf biluðu tengi sjá http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=7464)
og vandamálið reyndist að það var botn á einum stað undir móðurborðinu sem átti ekki að vera
þar (Ég hélt að öll móðurborð væru skrúfuð niður eins *roðn*). Sá sem gerði við tölvuna sagði
að ég væri heppinn að móðurborðið væri ekki ónýtt, svo þetta gæti líka eitthvað tengst
vandamálinu mínu núna.

OK EINHVERJAR HUGMYNDIR?

Re: copy errorar og bsod errorar

Sent: Sun 27. Feb 2005 02:57
af MezzUp
zaiLex skrifaði:...sem ætti ekki að vera ef ég er búinn að prófa gamla og nýja minnið mitt.
Ertu sem sagt búinn að taka nýja kubbinn út og hafa vélbúnaðinn alveg eins og áður?

Re: copy errorar og bsod errorar

Sent: Sun 27. Feb 2005 04:06
af zaiLex
MezzUp skrifaði:
zaiLex skrifaði:...sem ætti ekki að vera ef ég er búinn að prófa gamla og nýja minnið mitt.
Ertu sem sagt búinn að taka nýja kubbinn út og hafa vélbúnaðinn alveg eins og áður?

Sent: Sun 27. Feb 2005 04:19
af gnarr
Ónýt minnisrauf? Fáðu annars að prófa minnið í annari tölvu. passaðu bara að vera 100% jarðtengdur meðan þú snerrtir inniskubbana. hafðu tölvukassann í sambandi á meðan þú skiptir á kubbum og ekki vera í flíspeysu eða skómá meðan.

Sent: Sun 27. Feb 2005 13:35
af zaiLex
gnarr skrifaði:hafðu tölvukassann í sambandi á meðan þú skiptir á kubbum og ekki vera í flíspeysu eða skómá meðan.
Hafa tölvukassann í sambandi? Í hvaða tilgangi?

Sent: Sun 27. Feb 2005 13:43
af gumol
Ekki hafa tölvuna í sambandi. Passaðu bara að snerta bakhlið kassans reglulega til að þú sért jafn mikið hlaðinn og kassinn (eða notaðu afrafmagnandi armband sem þú festir í baklið kassans).

Sent: Sun 27. Feb 2005 15:42
af gnarr
jú gumol, maður á að hafa kassann í sambandi og koma við hann á meðan maður snertir "nýjann" hlut í kassanum. Annars er hleðslu munur á þér og kubbnum sem liggur á borðinu, og það getur skemmt hann.

það er best ef maður getur haft kassann í smabandi og "slökkt" á PSU-inu eða þá að slökkva á fjöltenginu sem kassinn er tengdur í, þá er hann jarðtengdur.

Sent: Sun 27. Feb 2005 17:46
af CCR
Til að losna við NTLDR missing dæmið skaltu bara hafa windows diskinn tengdan eða enduraða í boot priority þannig að windows hdd sé tékkaður fyrst

Sent: Sun 27. Feb 2005 20:27
af zaiLex
Ég prófaði að taka eitt minnið úr og ég gat þá installað windows án errora, þegar ég komst inní windows keyrði ég strax
http://hcidesign.com/memtest/ þetta memtest og það náði án allra errora uppí 125%. Síðan lét ég hitt minnið í (ath hitt stykkið af nýja minninu) og strax og ég kosmt inní windows kom einhver registry error.. Ég keyrði síðan memtest og það komu endalausir errorar þar líka strax.. Semsagt eitt minnið er 100% gallað :D, ég skila því bara og fæ nýtt. Takk fyrir hjálpina.

Sent: Sun 27. Feb 2005 23:06
af MezzUp
zaiLex skrifaði:Semsagt eitt minnið er 100% gallað :D
En hefði þá ekki allt átt að vera í lagi þegar þú hafir vélbúnaðinn í upprunalegu ástandi?
zaiLex skrifaði:
MezzUp skrifaði:Ertu sem sagt búinn að taka nýja kubbinn út og hafa vélbúnaðinn alveg eins og áður?

Sent: Mán 28. Feb 2005 00:29
af zaiLex
Jú, ég veit ennþá ekki afhverju það er. Gamla minnið hefur skemmst einhverntíman í ferlinu :S.

Sent: Mán 28. Feb 2005 00:52
af gumol
gnarr skrifaði:jú gumol, maður á að hafa kassann í sambandi og koma við hann á meðan maður snertir "nýjann" hlut í kassanum. Annars er hleðslu munur á þér og kubbnum sem liggur á borðinu, og það getur skemmt hann.

það er best ef maður getur haft kassann í smabandi og "slökkt" á PSU-inu eða þá að slökkva á fjöltenginu sem kassinn er tengdur í, þá er hann jarðtengdur.
Afhverju ætti hluturinn á borðinu að vera "óhlaðnari" en tölvan?

Maður á alls ekki að hafa hann í sambandi ef maður getur ekki slökkt á rafmagninu. Annars er straumur á móðurborðinu og það er möguleiki á að snerta eitthvað sem gæti skemt vélbúnaðinn og/eða gefið þér straum.

Það er kanski í lagi ef maður getur slökt á PSU, en ég treysti aldrei á það.

Sent: Mán 28. Feb 2005 01:03
af MezzUp
gumol skrifaði:Afhverju ætti hluturinn á borðinu að vera "óhlaðnari" en tölvan?
Ég er nokkuð viss um að stöðurafmagn geti „lekið“ af hlutum.

Sent: Mán 28. Feb 2005 01:12
af gumol
Rafmagnið fer nátturlega frá þeim hlut sem er meira hlaðinn og yfir á hlut sem er minna hlaðinn til að ná jafnvægi. Það fer líka eftir leiðni hlutarins sem vélbúnaðurinn liggur á o.fl.

Fá sér bara "afrafmagnandi" mottu líka til að setja hlutina á, þá eruð þið safe ;)

Sent: Mán 28. Feb 2005 01:59
af Ice master
Vitið Hvar ég fæ svona armband og hvað kostar það cirka ?

Sent: Mán 28. Feb 2005 10:18
af gumol

Sent: Mán 28. Feb 2005 19:20
af Ice master
Já já ok ég er búna sjá þetta áður las samt ekki hvað þetta var. :wink: En á mar að hafa þetta á sig eða festa það á kassan var bara að spá. :-k

Sent: Mán 28. Feb 2005 20:55
af gumol
Festir annan endan við handleginn þinn og hinn í kassann.

Sent: Mán 28. Feb 2005 23:09
af Dust
Sniðugt þetta armband, hef aldrei séð þetta áður, maður ætti að fjárfesta í svona víst að maður getur ekki hætt að vera með puttana ofan í öllum kössum :snobbylaugh