Síða 1 af 3

Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Fös 09. Feb 2018 23:08
af ColdIce
Kvöldið. Er að skoða þessar vélar:

https://elko.is/siemens-pvottavel-wm16t4e8dn
https://ormsson.is/product/samsung-thvo ... 8kg-1600sn

Er ekkert inn í þessu svo ég hlusta á öll ráð. Þarf að kaupa hana í fyrramálið. Konan vill þessa Siemens en ég hallast meira að Samsung. Til í að fá meðmæli líka í aðra vél.
Hjálp, hehe.

Edit: þekkiði þessa eitthvað? https://elko.is/samsung-vottavel-a-1400-9-ww90j5426fw

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Fös 09. Feb 2018 23:16
af appel
Konan hlýtur að ráða.

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Fös 09. Feb 2018 23:21
af mercury
fekk mer bosch vél sem er í raun það sama og siemens. mæli klárlega með þeim. hef aldrei átt samsung vél en las hér um daginn að þær væru að bila slatta. þeas heilinn í þeim að gefa sig.

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Fös 09. Feb 2018 23:25
af Tiger
Tæki alltaf Siemens framyfir Samsung. Færi sjálfur í Siemens í dag held ég, eða Miele

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Fös 09. Feb 2018 23:28
af KanDoo
Veit um þrjár mismunandi Samsung vélar sem heilinn hefur farið í og ein þerra er á þriðja heila. Færi sjálfur í Miele ef ég væri að kaupa.

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Fös 09. Feb 2018 23:34
af Televisionary
Þriggja ára gömul Whirlpool dó hérna í haust. Ekki hægt að gera við hana fór í Siemens. En grunar að þú þurfir að fara í Miele eða álíka ef þú þarft meira heldur en þessa klassísku 3-5 ára endingu á þessum tækjum.

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Fös 09. Feb 2018 23:37
af Sallarólegur
Hef heyrt hræðilega hluti um tæki frá Samsung, rámar í nýlegt dæmi þar sem mótorlega var farin eftir 2 ár ish. Ég myndi fara í eitthvað þýskt merki í heimilistækjum ef ég væri að skoða í dag.

Skoðaðu Bosch, Siemens, AEG og Miele.

https://elko.is/bosch-pvottavel-1400sn-wat284e9sn

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Fös 09. Feb 2018 23:40
af ColdIce
Ok...finnst þið lúmskt vera að segja “ekki Samsung” haha

Hef skoðað Miele og til að fá vindu og orkunýtingu í hæsta flokk, þá þarf ég að fara í mjög dýra vél.
Er einhver viss Siemens vél sem þið mynduð mæla sérstaklega með?

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Fös 09. Feb 2018 23:42
af Sallarólegur
ColdIce skrifaði:Ok...finnst þið lúmskt vera að segja “ekki Samsung” haha

Hef skoðað Miele og til að fá vindu og orkunýtingu í hæsta flokk, þá þarf ég að fara í mjög dýra vél.
Er einhver viss Siemens vél sem þið mynduð mæla sérstaklega með?
Búið að skoða þessar?

https://elko.is/heimilistaeki/thvottave ... 792&ps=asc

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Fös 09. Feb 2018 23:48
af ColdIce
Sallarólegur skrifaði:
ColdIce skrifaði:Ok...finnst þið lúmskt vera að segja “ekki Samsung” haha

Hef skoðað Miele og til að fá vindu og orkunýtingu í hæsta flokk, þá þarf ég að fara í mjög dýra vél.
Er einhver viss Siemens vél sem þið mynduð mæla sérstaklega með?
Búið að skoða þessar?

https://elko.is/heimilistaeki/thvottave ... 792&ps=asc
Þessi gæti dugað. Er eitthvað varð í AEG í dag? Man að fólk hélt ekki vatni yfir þessu en svo þegar AEG Electrolux dæmið varð til þá fannst mér það verða lélegt.

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Fös 09. Feb 2018 23:58
af GuðjónR
Hvað sem þú gerir, ekki kaupa Samsung! Bara alls ekki!!
Miele er í raun eina vitið, þú færð mest fyrir peninginn jafnvel þótt þær séu dýrastar.
Siemens væri kostur númer tvö hjá mér ef ég hefði ekki efni á Miele.

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Lau 10. Feb 2018 00:02
af gaurola
Ég var að fá mér Miele eftir miklar vangaveltur. Ég er mjög sáttur :) Hljóðlát, traustvekjandi og þeir "lofa" 20 ára endingu m.v. að þú notir hana einu sinni á dag.

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Lau 10. Feb 2018 00:09
af ColdIce
GuðjónR skrifaði:Hvað sem þú gerir, ekki kaupa Samsung! Bara alls ekki!!
Miele er í raun eina vitið, þú færð mest fyrir peninginn jafnvel þótt þær séu dýrastar.
Siemens væri kostur númer tvö hjá mér ef ég hefði ekki efni á Miele.
Ef það yrði snúið uppá handlegginn á þér, hvor vélin?
https://www.heimkaup.is/miele-thvottavel-7kg-1400-a 10k ódýrari en í Elko
Eða
http://www.eirvik.is/?prodid=1109

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Lau 10. Feb 2018 00:11
af Sallarólegur
ColdIce skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:
ColdIce skrifaði:Ok...finnst þið lúmskt vera að segja “ekki Samsung” haha

Hef skoðað Miele og til að fá vindu og orkunýtingu í hæsta flokk, þá þarf ég að fara í mjög dýra vél.
Er einhver viss Siemens vél sem þið mynduð mæla sérstaklega með?
Búið að skoða þessar?

https://elko.is/heimilistaeki/thvottave ... 792&ps=asc
Þessi gæti dugað. Er eitthvað varð í AEG í dag? Man að fólk hélt ekki vatni yfir þessu en svo þegar AEG Electrolux dæmið varð til þá fannst mér það verða lélegt.
Veit ekki hvernig AEG stendur í dag, en Bosch hefur alltaf staðið fyrir gæði í mínum bókum.
Allir virðast vera að missa sig yfir Miele, þessi er í sama verðflokki og hinar sem þú listaðir:

https://elko.is/miele-vottavel-a-1400-7kg

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Lau 10. Feb 2018 00:29
af GuðjónR
ColdIce skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Hvað sem þú gerir, ekki kaupa Samsung! Bara alls ekki!!
Miele er í raun eina vitið, þú færð mest fyrir peninginn jafnvel þótt þær séu dýrastar.
Siemens væri kostur númer tvö hjá mér ef ég hefði ekki efni á Miele.
Ef það yrði snúið uppá handlegginn á þér, hvor vélin?
https://www.heimkaup.is/miele-thvottavel-7kg-1400-a 10k ódýrari en í Elko
Eða
http://www.eirvik.is/?prodid=1109
Þetta er nákvæmlega sama vélin, einnig sú sem Sallarólegur linkar í hjá elko (WDB020NDS).
Örugglega toppvél.

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Lau 10. Feb 2018 00:53
af Pisc3s
Erum með Miele heimilsvél upp í vinnu. Olíublautir gallar, boltar, rær verkfæri og fleira. Aldrei klikkað! Held hún sé allavega 7+

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Lau 10. Feb 2018 02:38
af Manager1
Ég á yfir 20 ára Miele þvottavél sem er enn í 100% standi, þannig að ef Miele er ennþá sama gæðamerkið og það var þá mæli ég með þeim.

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Lau 10. Feb 2018 07:28
af blitz
Er með c.a. 9 mánaða Samsung vél sem ég hef aldrei verið sáttur við.

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Lau 10. Feb 2018 07:50
af methylman
Buinn að vera með Siemens v´l í ca þrjú á tekur ekki feilpúst, fær mín meðmæli :-) Var með Miele uppþvottavél sem bilaði lítilsháttar, áætlaður viðgerðarkostnaður 85.000 kr. en hún hafði gengið hnörkralaust í 12 ár.

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Lau 10. Feb 2018 08:33
af audiophile
Siemens, Bosch eða Miele.

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Lau 10. Feb 2018 08:57
af ColdIce
GuðjónR skrifaði:
ColdIce skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Hvað sem þú gerir, ekki kaupa Samsung! Bara alls ekki!!
Miele er í raun eina vitið, þú færð mest fyrir peninginn jafnvel þótt þær séu dýrastar.
Siemens væri kostur númer tvö hjá mér ef ég hefði ekki efni á Miele.
Ef það yrði snúið uppá handlegginn á þér, hvor vélin?
https://www.heimkaup.is/miele-thvottavel-7kg-1400-a 10k ódýrari en í Elko
Eða
http://www.eirvik.is/?prodid=1109
Þetta er nákvæmlega sama vélin, einnig sú sem Sallarólegur linkar í hjá elko (WDB020NDS).
Örugglega toppvél.
Nú ok, hélt þetta væri eitthvað annað því önnur er WDB020 og hin WDB030

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Lau 10. Feb 2018 09:56
af ColdIce
Búinn að narrowa niður í þessar 3:

http://www.rafha.is/product/aeg-pakki-1
http://www.eirvik.is/?prodid=1109
https://elko.is/siemens-pvottavel-wm16t4e8dn

Finnst frekar líklegt að ég taki þessa Miele hjá Eirvík, nema einhver hér vilji mótmæla þeirri ákvörðun á næstu 2 tímum :happy

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Lau 10. Feb 2018 11:01
af Klemmi
Mín fyrsta og eina þvottavél er AEG, keypt fyrir 3 árum og hefur ekki verið neitt vesen á henni.

Rosalega einföld í notkun og þvær vel :)

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Lau 10. Feb 2018 11:35
af jonsig
Getur séð þetta á netinu, minnir að milé,electrolux,LG og AEG hafi verið að standa sig vel.

whirpool ,candy og allt þetta rusl sem er vinsælt á klakanum kom mjög illa út.

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Lau 10. Feb 2018 11:41
af jonsig
Here you go,

Hlutlaus áreiðanleika könnun.Mynd