Bílakaup - ráð?
-
Höfundur - /dev/null
- Póstar: 1374
- Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
- Staðsetning: 600
- Staða: Ótengdur
Bílakaup - ráð?
Daginn Vaktarar.
Ég fór út um dyrnar á föstudaginn til að kaupa mér 2013 Suzuki Grand Vitara sem ég hafði tuðað niður í 1.749.000 en á leiðinni á söluna fór ég að hugsa hvort betra væri að kaupa nýlegan smábíl fyrir sömu upphæð....eða kannski eldri bíl fyrir mikið minna...og þar sem ég er óákveðnasti maður í heimi þá fór þetta alveg með mig! Needless to say, þá keypti ég ekki bíl á föstudaginn. Ég óska eftir ykkar ráðum(bara fyrir mig til að eiga kannski auðveldara með að velja). Myndi nota hann einn, konan er á Yaris og við erum barnslaus.
2013 Suzuki Grand Vitara. Kostir eru að þetta er jepplingur sem hentar mjög vel þar sem ég keyri mikið reykjanesbraut á veturnar og fer oft til Akureyrar. Gallinn er 1.7 milljón og hann eyðir fáránlega miklu.
2016-2017 Kia Rio. Kostir eru að þetta er "nýtt" og fæ hann á mjög svipuðu verði og 2013 Vitara, 7 ára ábyrgð og eyðslugrannur. Gallinn er að hann fer ekki eins langt og jepplingurinn í snjó....og upphæðin sem hann kostar.
2006 Honda CR-V. Kostur er að þessir bílar hafa löngu sanna sig gæðalega og þetta er jepplingur, eyðir ekkert alltof miklu og get fengið slíkan á ca 700k. Gallinn er að þetta er gamalt með mögulegar bilanir sökum þess(meiri áhætta en hinir tveir bílarnir)
Hvern af þessum "vinnubílum" myndu þið kaupa og af hverju?
Ég fór út um dyrnar á föstudaginn til að kaupa mér 2013 Suzuki Grand Vitara sem ég hafði tuðað niður í 1.749.000 en á leiðinni á söluna fór ég að hugsa hvort betra væri að kaupa nýlegan smábíl fyrir sömu upphæð....eða kannski eldri bíl fyrir mikið minna...og þar sem ég er óákveðnasti maður í heimi þá fór þetta alveg með mig! Needless to say, þá keypti ég ekki bíl á föstudaginn. Ég óska eftir ykkar ráðum(bara fyrir mig til að eiga kannski auðveldara með að velja). Myndi nota hann einn, konan er á Yaris og við erum barnslaus.
2013 Suzuki Grand Vitara. Kostir eru að þetta er jepplingur sem hentar mjög vel þar sem ég keyri mikið reykjanesbraut á veturnar og fer oft til Akureyrar. Gallinn er 1.7 milljón og hann eyðir fáránlega miklu.
2016-2017 Kia Rio. Kostir eru að þetta er "nýtt" og fæ hann á mjög svipuðu verði og 2013 Vitara, 7 ára ábyrgð og eyðslugrannur. Gallinn er að hann fer ekki eins langt og jepplingurinn í snjó....og upphæðin sem hann kostar.
2006 Honda CR-V. Kostur er að þessir bílar hafa löngu sanna sig gæðalega og þetta er jepplingur, eyðir ekkert alltof miklu og get fengið slíkan á ca 700k. Gallinn er að þetta er gamalt með mögulegar bilanir sökum þess(meiri áhætta en hinir tveir bílarnir)
Hvern af þessum "vinnubílum" myndu þið kaupa og af hverju?
Eplakarfan: Apple Watch S6 LTE | iPad Air 2020 | iPad Pro 12.9” | Apple TV 4K | iPhone 13 Pro Max | Airpods Pro
Tölvan: Lenovo IdeaPad L340 | PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro
Útiveran: Ford Kuga | Kangoo | Zero 10X | Bettinsoli | Savage B22 | Savage Apex 110 Predator XP
Tölvan: Lenovo IdeaPad L340 | PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro
Útiveran: Ford Kuga | Kangoo | Zero 10X | Bettinsoli | Savage B22 | Savage Apex 110 Predator XP
Re: Bílakaup - ráð?
Ég keyri daglega Reykjanesbrautina á framhjóladrifnum station bíl og það eru kannski 1-2 dagar á ári þar sem jepplingur/4x4 bíll kæmi að betri notum. En ég vinn þá bara að heiman þá daga Peningalega séð tæki ég frekar Kia Rio framyfir Suzuki. En svo er spurning hversu oft á ári þú ert að fara til Akureyrar? Er það líka mikið yfir vetrartímann?
Re: Bílakaup - ráð?
Myndi ALLTAF taka nýjan bíl framyfir notaðan !
Sérstaklega þegar verðið er svipað.
þar sem þú ekur mikið í snjó/hálku, þá kaupa Nokian Hakkapeliitta R2 dekk undir hann og hann fer það sem þú þarft.
Sérstaklega þegar verðið er svipað.
þar sem þú ekur mikið í snjó/hálku, þá kaupa Nokian Hakkapeliitta R2 dekk undir hann og hann fer það sem þú þarft.
-
Höfundur - /dev/null
- Póstar: 1374
- Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
- Staðsetning: 600
- Staða: Ótengdur
Re: Bílakaup - ráð?
Já ég er einmitt að hallast í áttina að Kia Rio þennan klukkutímann Held þetta séu topp bílar og ríkulegur staðalbúnaður og þó ég geti fengið "nýjan" Yaris á sama verði þá held ég að Rio sé skemmtilegri bíll
Eplakarfan: Apple Watch S6 LTE | iPad Air 2020 | iPad Pro 12.9” | Apple TV 4K | iPhone 13 Pro Max | Airpods Pro
Tölvan: Lenovo IdeaPad L340 | PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro
Útiveran: Ford Kuga | Kangoo | Zero 10X | Bettinsoli | Savage B22 | Savage Apex 110 Predator XP
Tölvan: Lenovo IdeaPad L340 | PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro
Útiveran: Ford Kuga | Kangoo | Zero 10X | Bettinsoli | Savage B22 | Savage Apex 110 Predator XP
Re: Bílakaup - ráð?
Myndi líka skoða Hyundai, vinur minn vinnur á bílaleigu sem er bæði með Kia og Hyundai, og hann segist vera mikið hrifnari af Hyundaiunum, einhvern veginn þéttari, betri fjöðrun o.s.frv.
Reyndar styttri ábyrgð, 5 ár í stað 7 ára...
Keypti sjálfur 2013 Hyundai i30 núna í september, gæti ekki verið sáttari
Þumalputtareglan er svo:
Hyundai i10 ~ KIA Picanto
Hyundai i20 ~ KIA Rio
Hyundai i30 ~ KIA C'eed
Þessi lítur ekkert illa út:
http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=1
Reyndar styttri ábyrgð, 5 ár í stað 7 ára...
Keypti sjálfur 2013 Hyundai i30 núna í september, gæti ekki verið sáttari
Þumalputtareglan er svo:
Hyundai i10 ~ KIA Picanto
Hyundai i20 ~ KIA Rio
Hyundai i30 ~ KIA C'eed
Þessi lítur ekkert illa út:
http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=1
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
www.ferdaleit.is
-
Höfundur - /dev/null
- Póstar: 1374
- Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
- Staðsetning: 600
- Staða: Ótengdur
Re: Bílakaup - ráð?
Takk fyrir þetta, ég ætla að kíkja á Hyundai-innKlemmi skrifaði:Myndi líka skoða Hyundai, vinur minn vinnur á bílaleigu sem er bæði með Kia og Hyundai, og hann segist vera mikið hrifnari af Hyundaiunum, einhvern veginn þéttari, betri fjöðrun o.s.frv.
Reyndar styttri ábyrgð, 5 ár í stað 7 ára...
Keypti sjálfur 2013 Hyundai i30 núna í september, gæti ekki verið sáttari
Þumalputtareglan er svo:
Hyundai i10 ~ KIA Picanto
Hyundai i20 ~ KIA Rio
Hyundai i30 ~ KIA C'eed
Þessi lítur ekkert illa út:
http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=1
En varðandi þennan bíl, þá vil ég sjálfskipt og bensín(helst)
Edit: er það bara ég eða er þetta allt bílaleigubílar? bæði i20 og Rio
Eplakarfan: Apple Watch S6 LTE | iPad Air 2020 | iPad Pro 12.9” | Apple TV 4K | iPhone 13 Pro Max | Airpods Pro
Tölvan: Lenovo IdeaPad L340 | PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro
Útiveran: Ford Kuga | Kangoo | Zero 10X | Bettinsoli | Savage B22 | Savage Apex 110 Predator XP
Tölvan: Lenovo IdeaPad L340 | PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro
Útiveran: Ford Kuga | Kangoo | Zero 10X | Bettinsoli | Savage B22 | Savage Apex 110 Predator XP
Re: Bílakaup - ráð?
Þetta er mest bílaleigubílar, já, sérstaklega þegar þú ert að skoða nýlegri bíla, enda kannski ekki margir sem skipta út nýjum bílum úr kassanum á 2-3 ára fresti, þó það þekkist þó auðvitaðColdIce skrifaði: En varðandi þennan bíl, þá vil ég sjálfskipt og bensín(helst)
Edit: er það bara ég eða er þetta allt bílaleigubílar? bæði i20 og Rio
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
www.ferdaleit.is
-
Höfundur - /dev/null
- Póstar: 1374
- Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
- Staðsetning: 600
- Staða: Ótengdur
Re: Bílakaup - ráð?
Er svona að reyna að sannfæra mig um að það sé í lagi að kaupa bílaleigubíl því þeir eru á svo mikið betra verði og reyni að hugsa þetta þannig að þeir hafa alltaf fengið topp viðhald hahaKlemmi skrifaði:Þetta er mest bílaleigubílar, já, sérstaklega þegar þú ert að skoða nýlegri bíla, enda kannski ekki margir sem skipta út nýjum bílum úr kassanum á 2-3 ára fresti, þó það þekkist þó auðvitaðColdIce skrifaði: En varðandi þennan bíl, þá vil ég sjálfskipt og bensín(helst)
Edit: er það bara ég eða er þetta allt bílaleigubílar? bæði i20 og Rio
Eplakarfan: Apple Watch S6 LTE | iPad Air 2020 | iPad Pro 12.9” | Apple TV 4K | iPhone 13 Pro Max | Airpods Pro
Tölvan: Lenovo IdeaPad L340 | PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro
Útiveran: Ford Kuga | Kangoo | Zero 10X | Bettinsoli | Savage B22 | Savage Apex 110 Predator XP
Tölvan: Lenovo IdeaPad L340 | PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro
Útiveran: Ford Kuga | Kangoo | Zero 10X | Bettinsoli | Savage B22 | Savage Apex 110 Predator XP
Re: Bílakaup - ráð?
Já, ég var í alveg sama pakka Skoðaði marga bíla og þeir voru í mjög misjöfnu ástandi útlitslega, sumir með alveg góðar beyglur og rispur, aðrir liggur við eins og nýjir.ColdIce skrifaði: Er svona að reyna að sannfæra mig um að það sé í lagi að kaupa bílaleigubíl því þeir eru á svo mikið betra verði og reyni að hugsa þetta þannig að þeir hafa alltaf fengið topp viðhald haha
Líklega meira safe svo með sjálfskiptan bílaleigubíl, þar sem þá veistu að það er allavega ekki búið að vera að þjösnast á kúplingunni
Varðandi ábyrgðina á Hyundai, þá skv. umboðinu þegar ég keypti, þá er bíllinn í 5 ára ábyrgð svo lengi sem hann var ekki keyrður yfir 100þús km sem bílaleigubíll.
Annars mæli ég með því að fara með bílinn í ástandsskoðun áður en þú kaupir, það kostar svolítið en þá eru allavega minni líkur á því að þú sért að kaupa köttinn í sekknum.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
www.ferdaleit.is
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1819
- Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
- Staðsetning: 110 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Bílakaup - ráð?
Ég á Grand Vitara 2005 með sama útliti og 2013. Hann eyðir um 12-13 innanbæjar og ca 9 utanbæjar. Þetta eru alvöru jeppar, ekki jepplingar þar sem hann er með háu og lágu drifi og læsingu. Þessi bíll eyðir frekar miklu en þar sem ég er mikið í stangveiði og fer mikið út á land þá sé ég ekki eftir bílnum. En já ekki besti snattarinn í Reykjavík
| Ryzen 7 1800X 16GB Gainward GeForce RTX 3060 Pegasus 12GB| Plex i5 6600K 16GB | Mi Poco X3 | Mi Box S |
-
- spjallið.is
- Póstar: 472
- Skráði sig: Mið 19. Nóv 2003 21:58
- Staðsetning: Hfj.
- Staða: Ótengdur
Re: Bílakaup - ráð?
Ég er með Hyundai i20 árg 2016 diesel.
Keypti hann á 1600 þús síðasta sumar.
Mjög góður akstursbíll, keyri talsvert norður, eyðir um 4 L á langkeyrslu og 4.5 innanbæjar.
Ég er 190 á hæð og tæp 100 kíló og það fer mjög vel um mig í bílnum, sætin eru frábær.
Það er best fyrir þig að fara á bílasölu og prófa þessa bíla.
Ég prófaði nokkra "stóra" smábíla og féll strax fyrir þessum. Tilfinningin í Kia Rio er styttri og breiðari, ekki eins þægilegur, minna fótapláss.
Keypti hann á 1600 þús síðasta sumar.
Mjög góður akstursbíll, keyri talsvert norður, eyðir um 4 L á langkeyrslu og 4.5 innanbæjar.
Ég er 190 á hæð og tæp 100 kíló og það fer mjög vel um mig í bílnum, sætin eru frábær.
Það er best fyrir þig að fara á bílasölu og prófa þessa bíla.
Ég prófaði nokkra "stóra" smábíla og féll strax fyrir þessum. Tilfinningin í Kia Rio er styttri og breiðari, ekki eins þægilegur, minna fótapláss.
CM Scout 2 | | | Corsair RM850x
G.Skill 2x8GB Trident Z 3200Mhz | Samsung 870 EVO plus M.2 1TB |
G.Skill 2x8GB Trident Z 3200Mhz | Samsung 870 EVO plus M.2 1TB |
Re: Bílakaup - ráð?
Hondan er sérstök. Ég á sjálfur 2000 árgerð af HRV (D16 vél), og á föður sem er bálskotinn í Hondum.
Reynsla mín, og "þekking" eru á þá leið að þær eyða alveg frekar miklu miðað við 1.6l vélar með grínhjóladrifi (þú getur alveg gleymt því að keyra þær í snjó dýpri en 20cm).
Ég er búinn að heyra af nokkrum sem fara að brenna olíu þegar þær eldast. Mín er talinn með í þann flokk, en hún brennir c.a. 3l pr mánuð eða 2,5-3l á 300km keyrslu. Samt alveg banklaus, og búin að brenna svona mikið síðan ég keypti hana.
Eyðslan á minni Hondu með fjórhjóladrifið í, var sirka 12-16l/100 (náði sirka 12 ef ég ók um á ~90 í langkeyrslu, en upp í 16, og yfir þegar ég var í þrem tölum, en þá dugaði tankurinn 300km, sem var passlegt vegna þess að þá var einnig kominn tími á að fylla á olíuna).
Svo kom það fyrir að hjöruliðurinn í drifskaftinu gaf sig, og fór drifið þá að ískra eins og brjálæðingur. Löng saga stutt, þá eru tveir möguleikar í stöðunni. Að láta fræsa liðinn úr og fá nýjan aftermarket í gegnum jeppaverkstæði á sirka 60-100þús, eða að kaupa nýtt heilt drifskaft hjá Bernhard á 400.000.
Án afturdrifsins, er eðslan í sirka 7-12l/100 (fer mjög mikið eftir akstri), en að meðaltali er ég núna að ná leikandi 600km á tankinum ef ég keyri á 80-100 í langkeyrslu.
Bætt við: Ég veit þegar af nokkrum hondum (CRV 2. kynslóð, árg. 2002-2006) sem hafa gefið sig í sirka 200.000km.
Vert að hafa í huga.
Hondan mín hefur aldrei bilað, per se, en hún hefur sína galla, fyrir utan olíubrennsluna.
Allir varahlutir hjá Bernhard eru rándýrir, og trúðu mér, bremsudælur, mótorpúðar og þvílíkt. Bara 3 mótorpúðar í mína kostuðu 72þús hjá Bernhard. Sem betur fer fann ég Ástrala á ebay sem var að selja OEM honda búnað, og fékk púðana þrjá hjá honum með sendingarkostnaði og tolli til Íslands á 22þús.
Ef þú færir í 2007 CRV (K20 vél) (3. kynslóð) þá vill ég benda þér á þá galla sem ég hef séð á bíl föður míns sem hann keypti nýjan úr kassanum 2007.
1. LED perurnar í aðalljósunum eiga að endast í 2-3 ár, og kosta (ef ég man rétt) 20.000kr stykkið.
2. Vegna hönnunargalla í hljóðkerfinu er líklegt að hátalararnir allann hringinn drepist fyrr eða síðar, en regnvatn lekur niður með rúðunum beint í hátalaratengin og veldur spansgrænu (sem veldur sambandsleysi). Því myndi ég frekar mæla með að kaupa tvö pör af aftermarket hátölurum á 8-10þús kall parið, heldur en að kaupa hátalarana frá Bernhard á 10.000 stykkið.
3. Fáðu þér hálkusvæði til að æfa þig á þessum bílum í hálku. Sem betur fer virðist drifhlutfallið vera sirka 55/45 þannig að ef þú gleymir þér í beyju innanbæjar, ef þú snýrð stýrinu vel í þá átt sem þú ætlar, kúplar niður og stígur inngjöfina í gólfið, þá rennur bíllinn í þá átt sem þú ætlaðir.
4. Ef eitthvað er, þá myndi ég segja að drifbúnaðurinn í 2000 hrv-inum mínum sé betri en í 2007 crv, og ekki bara það, heldur er 2000 hrv-inn með mun betra ground clearance.
Reynsla mín, og "þekking" eru á þá leið að þær eyða alveg frekar miklu miðað við 1.6l vélar með grínhjóladrifi (þú getur alveg gleymt því að keyra þær í snjó dýpri en 20cm).
Ég er búinn að heyra af nokkrum sem fara að brenna olíu þegar þær eldast. Mín er talinn með í þann flokk, en hún brennir c.a. 3l pr mánuð eða 2,5-3l á 300km keyrslu. Samt alveg banklaus, og búin að brenna svona mikið síðan ég keypti hana.
Eyðslan á minni Hondu með fjórhjóladrifið í, var sirka 12-16l/100 (náði sirka 12 ef ég ók um á ~90 í langkeyrslu, en upp í 16, og yfir þegar ég var í þrem tölum, en þá dugaði tankurinn 300km, sem var passlegt vegna þess að þá var einnig kominn tími á að fylla á olíuna).
Svo kom það fyrir að hjöruliðurinn í drifskaftinu gaf sig, og fór drifið þá að ískra eins og brjálæðingur. Löng saga stutt, þá eru tveir möguleikar í stöðunni. Að láta fræsa liðinn úr og fá nýjan aftermarket í gegnum jeppaverkstæði á sirka 60-100þús, eða að kaupa nýtt heilt drifskaft hjá Bernhard á 400.000.
Án afturdrifsins, er eðslan í sirka 7-12l/100 (fer mjög mikið eftir akstri), en að meðaltali er ég núna að ná leikandi 600km á tankinum ef ég keyri á 80-100 í langkeyrslu.
Bætt við: Ég veit þegar af nokkrum hondum (CRV 2. kynslóð, árg. 2002-2006) sem hafa gefið sig í sirka 200.000km.
Vert að hafa í huga.
Hondan mín hefur aldrei bilað, per se, en hún hefur sína galla, fyrir utan olíubrennsluna.
Allir varahlutir hjá Bernhard eru rándýrir, og trúðu mér, bremsudælur, mótorpúðar og þvílíkt. Bara 3 mótorpúðar í mína kostuðu 72þús hjá Bernhard. Sem betur fer fann ég Ástrala á ebay sem var að selja OEM honda búnað, og fékk púðana þrjá hjá honum með sendingarkostnaði og tolli til Íslands á 22þús.
Ef þú færir í 2007 CRV (K20 vél) (3. kynslóð) þá vill ég benda þér á þá galla sem ég hef séð á bíl föður míns sem hann keypti nýjan úr kassanum 2007.
1. LED perurnar í aðalljósunum eiga að endast í 2-3 ár, og kosta (ef ég man rétt) 20.000kr stykkið.
2. Vegna hönnunargalla í hljóðkerfinu er líklegt að hátalararnir allann hringinn drepist fyrr eða síðar, en regnvatn lekur niður með rúðunum beint í hátalaratengin og veldur spansgrænu (sem veldur sambandsleysi). Því myndi ég frekar mæla með að kaupa tvö pör af aftermarket hátölurum á 8-10þús kall parið, heldur en að kaupa hátalarana frá Bernhard á 10.000 stykkið.
3. Fáðu þér hálkusvæði til að æfa þig á þessum bílum í hálku. Sem betur fer virðist drifhlutfallið vera sirka 55/45 þannig að ef þú gleymir þér í beyju innanbæjar, ef þú snýrð stýrinu vel í þá átt sem þú ætlar, kúplar niður og stígur inngjöfina í gólfið, þá rennur bíllinn í þá átt sem þú ætlaðir.
4. Ef eitthvað er, þá myndi ég segja að drifbúnaðurinn í 2000 hrv-inum mínum sé betri en í 2007 crv, og ekki bara það, heldur er 2000 hrv-inn með mun betra ground clearance.
i7-10700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1726
- Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Bílakaup - ráð?
Í þau fáu skipti þar sem þú hefðir not fyrir svona bíl eins og Grand Vitara vegna aðstæðan sem Kian ræður ekki við, ertu hvort sem er fastur þar sem allir hinir sem keyptu Kia Rio eða álíka eru fastir á veginum og þú ert ekki á nógu stórum jeppa til að redda þér framhjá.
Myndi taka Rio-inn hiklaust.
Myndi taka Rio-inn hiklaust.
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x
Re: Bílakaup - ráð?
Það sem V8 sagði, keyptu þér smábíllinn.
Persónulega, ef þær aðstæður myndast á þjóðveginum að ég þurfi á "jeppa" að halda þá er ég ekki alveg viss um hvort ég vilji hvort eð er að vera á ferðinni.
Persónulega, ef þær aðstæður myndast á þjóðveginum að ég þurfi á "jeppa" að halda þá er ég ekki alveg viss um hvort ég vilji hvort eð er að vera á ferðinni.
-
Höfundur - /dev/null
- Póstar: 1374
- Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
- Staðsetning: 600
- Staða: Ótengdur
Re: Bílakaup - ráð?
Flott rök og ég þakka fyrir!
Það eina sem fær mig til að færast í jeppann aftur er að við hjónin erum oft landshorna á milli og með mikinn farangur oft. Fjölskyldur okkar tveggja búa á Akureyri og þurfum oft að sendast með hluti fyrir þau þegar við erum að koma. Þannig að það er öryggistilfinningin og notagildið(pláss) sem heillar þar.
Það eina sem fær mig til að færast í jeppann aftur er að við hjónin erum oft landshorna á milli og með mikinn farangur oft. Fjölskyldur okkar tveggja búa á Akureyri og þurfum oft að sendast með hluti fyrir þau þegar við erum að koma. Þannig að það er öryggistilfinningin og notagildið(pláss) sem heillar þar.
Eplakarfan: Apple Watch S6 LTE | iPad Air 2020 | iPad Pro 12.9” | Apple TV 4K | iPhone 13 Pro Max | Airpods Pro
Tölvan: Lenovo IdeaPad L340 | PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro
Útiveran: Ford Kuga | Kangoo | Zero 10X | Bettinsoli | Savage B22 | Savage Apex 110 Predator XP
Tölvan: Lenovo IdeaPad L340 | PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro
Útiveran: Ford Kuga | Kangoo | Zero 10X | Bettinsoli | Savage B22 | Savage Apex 110 Predator XP
Re: Bílakaup - ráð?
En ef þú þarft farangursrými en ekki getu til utanvegaaksturs, af hverju kaupir þú ekki miðstærðar station bíl?
Clevo P170EM | Intel i7-3720QM @ 3.6GHz | 4x4GB DDR3 @ 1600MHz | 256GB SSD + 1TB HDD | GeForce GTX 680M @ 855MHz/2300MHz
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 326
- Skráði sig: Mið 28. Maí 2014 13:57
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Bílakaup - ráð?
Haltu þig frá Hondu CR-V á þessu framleiðslu ári og í kring.
Þeir eru all nokkrir hér á Akureyri sem eru með bilaða stimpla/ventla/whatever.
Tengdó átti einn sem tikkaði eins og versta diesel vél í 4-5 ár og dó um daginn ('06 módel). (Hann keyrði hann út vegna þrjósku...)
Gallinn átti hjá honum skv. umboði að hafa verið "aftermarket sía sem hleypti aðskotahlut í vél" en hvorki N1 né umboð vildu taka ábyrgð á þessu.
Það eru amk 3 aðrir CR-V hér á Akureyri með sama "tikk" hljóð.
Just my 2 cents.
Þeir eru all nokkrir hér á Akureyri sem eru með bilaða stimpla/ventla/whatever.
Tengdó átti einn sem tikkaði eins og versta diesel vél í 4-5 ár og dó um daginn ('06 módel). (Hann keyrði hann út vegna þrjósku...)
Gallinn átti hjá honum skv. umboði að hafa verið "aftermarket sía sem hleypti aðskotahlut í vél" en hvorki N1 né umboð vildu taka ábyrgð á þessu.
Það eru amk 3 aðrir CR-V hér á Akureyri með sama "tikk" hljóð.
Just my 2 cents.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1722
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Staða: Ótengdur
-
Höfundur - /dev/null
- Póstar: 1374
- Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
- Staðsetning: 600
- Staða: Ótengdur
Re: Bílakaup - ráð?
Spes. 3 af ættingjum mínum eiga crv 2006 og ekkert af þeim hefur þurft meira en smur og peruskipti :/ er án djóks að heyra í fyrsta skiptið núna að þeir hafa verið með vesen. Takk fyrir þettabrynjarbergs skrifaði:Haltu þig frá Hondu CR-V á þessu framleiðslu ári og í kring.
Þeir eru all nokkrir hér á Akureyri sem eru með bilaða stimpla/ventla/whatever.
Tengdó átti einn sem tikkaði eins og versta diesel vél í 4-5 ár og dó um daginn ('06 módel). (Hann keyrði hann út vegna þrjósku...)
Gallinn átti hjá honum skv. umboði að hafa verið "aftermarket sía sem hleypti aðskotahlut í vél" en hvorki N1 né umboð vildu taka ábyrgð á þessu.
Það eru amk 3 aðrir CR-V hér á Akureyri með sama "tikk" hljóð.
Just my 2 cents.
Eplakarfan: Apple Watch S6 LTE | iPad Air 2020 | iPad Pro 12.9” | Apple TV 4K | iPhone 13 Pro Max | Airpods Pro
Tölvan: Lenovo IdeaPad L340 | PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro
Útiveran: Ford Kuga | Kangoo | Zero 10X | Bettinsoli | Savage B22 | Savage Apex 110 Predator XP
Tölvan: Lenovo IdeaPad L340 | PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro
Útiveran: Ford Kuga | Kangoo | Zero 10X | Bettinsoli | Savage B22 | Savage Apex 110 Predator XP