Síða 1 af 1

Furðulegt batterí vesen í fartölvu

Sent: Mið 31. Jan 2018 19:51
af greenpensil
Sælir piltar

Ég er að lenda í leiðinda batterísveseni. Fartölvan mín er byggð þannig að batteríið er inní tölvunni sjálfri, þannig að ef ég ætla t.d. að skipta um batterí þá þarf ég að skrúfa af bakhlið fartölvunnar. Ég lenti í því í dag að ég heyrði í lausri skrúfu inní tölvunni sem hafði losað sig bara sjálf (skrítið right?). Eftir að skrúfan losnaði þá tók ég eftir því að batteríið í tölvunni hætti að virka. Ég skrúfaði bakhlið tölvunnar í sundur og fann lausu skrúfuna og komst að því að hún er ein af fjórum sem halda batteríinu á sínum stað. Ég skrúfaði skrúfuna fasta á sinn stað og gekk frá öllu. Þegar ég opna loksins tölvuna og ætla að vinna í henna þá tek ég eftir því að batteríið virkar ekki ennþá. Það stendur einungis "4% available (plugged in, not charging)" í Taskbar.

Hvað gæti þetta verið? Hefur einhver lent í einhverju álíka? Getur það í alvöru verið að lítil laus skrúfa hafi eyðilagt batteríið?

Re: Furðulegt batterí vesen í fartölvu

Sent: Mið 31. Jan 2018 20:50
af Sallarólegur
Alltaf fínt að byrja á því að segja hvernig tölvu þú ert að tala um... "fartölvan mín" er ekki nægilega nákvæmt.

https://www.deskdecode.com/how-to-fix-l ... g-problem/

https://www.dell.com/community/General/ ... -p/3929408

Re: Furðulegt batterí vesen í fartölvu

Sent: Fim 01. Feb 2018 07:28
af Njall_L
Getur verið að tölvan sé ekki smellt almennilega saman? Sumar tölvur eru með rofa/skynjara einhversstaðar sem skynjar þegar botnhlífin smellur rétt á. Ef hann skynjar að tölvan sé opin þá hleður hún ekki rafhlöðuna.

Re: Furðulegt batterí vesen í fartölvu

Sent: Fim 01. Feb 2018 07:47
af ColdIce
Lenti í því á Acer að það var einhver “hleðsluborði” sem datt úr sambandi og þurfti að festa hann aftur. Mögulega það?