Síða 1 af 1
Hvaða leiðir eru í boði til að fá hvolpasveitina í TV?
Sent: Lau 20. Jan 2018 21:38
af GTi
Góða kvöldið.
Mig vantar sárlega að geta spilað Hvolpasveitina fyrir drenginn. Hann horfir á það hjá ömmu sinni og afa og biður reglulega um að horfa á það hér.
Við erum bara með venjulegan flatskjá tengdan við ps4 og internetið (hringdu). Þ.e.a.s. erum ekki með afruglara.
Það eru víst margar leiðir til að fá þetta inn. Hverjar þær eru þekki ég ekki alveg. Hvaða leiðir eru í boði til þess að fá þetta í gang?
Re: Hvaða leiðir eru í boði til að fá hvolpasveitina í TV?
Sent: Lau 20. Jan 2018 21:50
af Manager1
http://krakkaruv.is/thattur/hvolpasveitin
Geturu ekki komið þessu í sjónvarpið einhvernvegin?
Re: Hvaða leiðir eru í boði til að fá hvolpasveitina í TV?
Sent: Lau 20. Jan 2018 21:54
af GTi
Takk fyrir svarið Manager1,
Ég gæti tengt tölvuna með HDMI. En ég er tæplega að nenna því sem varanlega lausn.
Re: Hvaða leiðir eru í boði til að fá hvolpasveitina í TV?
Sent: Lau 20. Jan 2018 22:02
af Viggi
Ef þú ert með android spjaldtölvu/síma prófaðu að kveikja á smart view flippanum og tengja við tv
Re: Hvaða leiðir eru í boði til að fá hvolpasveitina í TV?
Sent: Lau 20. Jan 2018 22:16
af Sallarólegur
GTi skrifaði:
Takk fyrir svarið Manager1,
Ég gæti tengt tölvuna með HDMI. En ég er tæplega að nenna því sem varanlega lausn.
Er ekki hægt að fara á netið í PS4?
Re: Hvaða leiðir eru í boði til að fá hvolpasveitina í TV?
Sent: Sun 21. Jan 2018 09:16
af Zpand3x
Getur fengið
Plex app í PS4og keyrt
Plex server á einhverri tölvu á heimilinu
getur svo bara record-að stream-ið af Rúv/rippar dvd og vistað á serverinn (
eða dl-að af deildu)
Er með það þannig og svo þegar krakkinn fer í pössun og er háður öllu efninu sínu þá tengir maður tæki þeirra sem er að passa við plex serverinn sinn
Stelpunni fynnst svo gaman að meðhöndla dvd diskana að þeir eru allir rispaðir og hættir að virka. Plex er lausnin.
Re: Hvaða leiðir eru í boði til að fá hvolpasveitina í TV?
Sent: Sun 21. Jan 2018 12:48
af GTi
Sallarólegur skrifaði:GTi skrifaði:
Takk fyrir svarið Manager1,
Ég gæti tengt tölvuna með HDMI. En ég er tæplega að nenna því sem varanlega lausn.
Er ekki hægt að fara á netið í PS4?
Ég verð að viðurkenna að það hvarflaði ekki að mér að þetta myndi virka í Playstation vafranum og ég gaf því einfaldlega ekki séns. Þegar ég prófaði vafrann fyrst virkaði nánast engin vefsíða sem innihélt eitthvað annað en einfalt HTML. En það hefur nú eitthvað vatn runnið til sjávar síðan þá. Ég opnaði síðuna og þetta svínvirkar svona. Ótrúlegt!
Ætli ég sé þá ekki bara kominn með bestu lausnina fyrir mig. Var farinn að óttast að ég þyrfti að kaupa mér AppleTV.
Re: Hvaða leiðir eru í boði til að fá hvolpasveitina í TV?
Sent: Mán 22. Jan 2018 15:55
af Sallarólegur
GTi skrifaði:Sallarólegur skrifaði:GTi skrifaði:
Takk fyrir svarið Manager1,
Ég gæti tengt tölvuna með HDMI. En ég er tæplega að nenna því sem varanlega lausn.
Er ekki hægt að fara á netið í PS4?
Ég verð að viðurkenna að það hvarflaði ekki að mér að þetta myndi virka í Playstation vafranum og ég gaf því einfaldlega ekki séns. Þegar ég prófaði vafrann fyrst virkaði nánast engin vefsíða sem innihélt eitthvað annað en einfalt HTML. En það hefur nú eitthvað vatn runnið til sjávar síðan þá. Ég opnaði síðuna og þetta svínvirkar svona. Ótrúlegt!
Ætli ég sé þá ekki bara kominn með bestu lausnina fyrir mig. Var farinn að óttast að ég þyrfti að kaupa mér AppleTV.
Getur einnig prufað:
https://intro.oz.com/ruv/search?q=hvolpasveitin