Ábyrgðarþjónusta Nýherja/Origo er einn stór brandari.
Sent: Lau 13. Jan 2018 00:27
Í Nóvember/Desember 2015 var keypt Lenovo Yoga3 Pro fartölva í gegnum Nýherja. Var tölvan með leiðindi alveg frá upphafi. Regluleg BSOD, tölvan átti það til að hlaða sig ekki tímum eða jafnvel vikum saman og lét öllum illum látum. Var ég búinn að athuga hvort það væri við einhverja sérstaka vinnslu sem tölvan væri að gefa fram þessi vandamál og svo virtist ekki vera. Þolir hún 48klst í stanlausum álagsprófunum og virðist oft virka eðlilega.
1. Er farið fyrst með tölvuna til þeirra í febrúar 2016 og þeir látnir vita hvað sé að hrjá hana. Kom þá í ljós að SSD diskurinn væri bilaður á tölvunni og var jafnvel talið að það væri að valda öllum þessum vandamálum, einum mánuði seinna fékk ég tölvuna aftur og var hún nokkuð skárri enda ekki lengur með bilaðan SSD disk. Hinsvegar þá hélt hún áfram að missa hleðslu og hætta að hlaða sig!
Keyri ég factory reset á tölvunni. Prófa að setja ferska windows 8/10 uppsetningu og breytir það engu, drap hún á sér þó hún væri í BIOS eingöngu þegar þetta vandamál átti sér stað. Á sama tíma hafði ég prófað að skipta hleðslutækinu út fyrir annað og breytti það engu.
2. Farið er með tölvuna til þeirra í maí og útskýrt hvað hefur verið gert og að hún sé enn biluð. Gera þeir í raun það sama og ég hafði gert og vilja skila tölvunni aftur til mín og rukka fullt gjald fyrir (13 þúsund kr ef ég man rétt) neita ég að taka við vélinni og vill ég að þeir skoði hana betur þar sem þessi bilun er mjög óregluleg og er tölvan oft lengi í fínu lagi. Líða nokkrir dagar og ekkert meira er gert.
3 Fer ég aftur með tölvuna þeirra í maí þar sem hún er enn með sömu bilun. Núna ná þeir að verða vitni af biluninni og gera þeir enn fleiri tilraunir með driver uppfærslur. Löng saga stutt tölvan er sett í prófun yfir nótt og skilað til okkar í þeirri von að hún sé komin í lag.
4 Enn er maí og fer ég með tölvuna í fjórða skiptið til þeirra. Hér er ákveðið að skipta um þá íhluti í tölvunni sem eru á svipuðum stað og hleðslutengið er, t.d. USB og HDMI stýringu. Keyrt er inn OEM stýrikerfið og virðist tölvan hafa svo farið beint niður í móttöku og ekki álagsprófuð neitt meira.
Eftir þessu fjögur skipti fékk ég alveg upp í kok og missti allan áhuga á tölvunni og Nýherja og fór að reyna að nota hana bara svona. Átti hún það til að eiga einn og einn góðan mánuð þar sem hún hélt alveg hleðslu.
Gafst ég svo alveg upp á þessu í kringum jólin og ákveð að fara með tölvuna aftur til þeirra núna í janúar.
5 Tölvan bilar og bruna ég rakleiðis í Nýherja á sömu mínútu með tölvuna og krefst þess að fá verkstæðismann strax niður til að verða vitni af því að hún sé ENNÞÁ biluð. Ástæðan fyrir því að ég vildi fá hann til að sjá bilunina strax er því stundum þá hættir hún að hlaða sig í klukkutíma og hrekkur svo aftur í gang. Hann tekur strax við henni segir að þetta sé sko ekki í lagi og ætli að kíkja strax á hana á mrg. Líða nokkrir dagar og fæ ég þá símtal frá Nýherja þar sem þeir segja að það sé svo mikið að gera að hún hafi ekki komist að hjá þeim og geti ég sótt hana og prófað að koma með hana aftur þegar þeir hafa samband við mig í síma. Taka þeir fram í sama símtali að þetta mun kosta að lágmarki skoðunargjald sem er 12 þúsund ef ég man rétt.
6 Er hringt í mig og sagt að ég geti komið með tölvuna og þeir muni kíkja strax á hana. Fór ég svo með tölvuna í dag til þeirra og fékk símtal stuttu seinna. Segir hann mér að tölvan sé í fínu lagi og hleður sig fínt og hlýtur þetta þá að vera hleðslusnúran mín sem sé biluð þar sem "gulu" snúrunar þeirra voru oft leiðinlegar og biluðu (ég fékk btw aldrei nýja snúru eða straumbreyti) Sagði ég honum í símann að þetta væri nú eitthvað djók þar sem ég hef bæði keypt nýja snúru OG straumbreyti og breytti það engu og sé þetta í sjötta skiptið sem þessi blessaða tölva kemur til þeirra.
Núna liggur tölvan inni á verkstæðinu hjá þeim og telur aðilinn sem er að skoða hana núna að hún sé í fínasta lagi en ætlar hann þó að skoða hana aðeins betur.
Það sem ég sé mest eftir er að hafa ekki farið fyrr til Neytendasamtaka en verður haft samband við þá og farið í málið vonandi sem fyrst.
Aldrei hafa þeir haft áhuga á að láta mig fá nýja vél.
1. Er farið fyrst með tölvuna til þeirra í febrúar 2016 og þeir látnir vita hvað sé að hrjá hana. Kom þá í ljós að SSD diskurinn væri bilaður á tölvunni og var jafnvel talið að það væri að valda öllum þessum vandamálum, einum mánuði seinna fékk ég tölvuna aftur og var hún nokkuð skárri enda ekki lengur með bilaðan SSD disk. Hinsvegar þá hélt hún áfram að missa hleðslu og hætta að hlaða sig!
Keyri ég factory reset á tölvunni. Prófa að setja ferska windows 8/10 uppsetningu og breytir það engu, drap hún á sér þó hún væri í BIOS eingöngu þegar þetta vandamál átti sér stað. Á sama tíma hafði ég prófað að skipta hleðslutækinu út fyrir annað og breytti það engu.
2. Farið er með tölvuna til þeirra í maí og útskýrt hvað hefur verið gert og að hún sé enn biluð. Gera þeir í raun það sama og ég hafði gert og vilja skila tölvunni aftur til mín og rukka fullt gjald fyrir (13 þúsund kr ef ég man rétt) neita ég að taka við vélinni og vill ég að þeir skoði hana betur þar sem þessi bilun er mjög óregluleg og er tölvan oft lengi í fínu lagi. Líða nokkrir dagar og ekkert meira er gert.
3 Fer ég aftur með tölvuna þeirra í maí þar sem hún er enn með sömu bilun. Núna ná þeir að verða vitni af biluninni og gera þeir enn fleiri tilraunir með driver uppfærslur. Löng saga stutt tölvan er sett í prófun yfir nótt og skilað til okkar í þeirri von að hún sé komin í lag.
4 Enn er maí og fer ég með tölvuna í fjórða skiptið til þeirra. Hér er ákveðið að skipta um þá íhluti í tölvunni sem eru á svipuðum stað og hleðslutengið er, t.d. USB og HDMI stýringu. Keyrt er inn OEM stýrikerfið og virðist tölvan hafa svo farið beint niður í móttöku og ekki álagsprófuð neitt meira.
Eftir þessu fjögur skipti fékk ég alveg upp í kok og missti allan áhuga á tölvunni og Nýherja og fór að reyna að nota hana bara svona. Átti hún það til að eiga einn og einn góðan mánuð þar sem hún hélt alveg hleðslu.
Gafst ég svo alveg upp á þessu í kringum jólin og ákveð að fara með tölvuna aftur til þeirra núna í janúar.
5 Tölvan bilar og bruna ég rakleiðis í Nýherja á sömu mínútu með tölvuna og krefst þess að fá verkstæðismann strax niður til að verða vitni af því að hún sé ENNÞÁ biluð. Ástæðan fyrir því að ég vildi fá hann til að sjá bilunina strax er því stundum þá hættir hún að hlaða sig í klukkutíma og hrekkur svo aftur í gang. Hann tekur strax við henni segir að þetta sé sko ekki í lagi og ætli að kíkja strax á hana á mrg. Líða nokkrir dagar og fæ ég þá símtal frá Nýherja þar sem þeir segja að það sé svo mikið að gera að hún hafi ekki komist að hjá þeim og geti ég sótt hana og prófað að koma með hana aftur þegar þeir hafa samband við mig í síma. Taka þeir fram í sama símtali að þetta mun kosta að lágmarki skoðunargjald sem er 12 þúsund ef ég man rétt.
6 Er hringt í mig og sagt að ég geti komið með tölvuna og þeir muni kíkja strax á hana. Fór ég svo með tölvuna í dag til þeirra og fékk símtal stuttu seinna. Segir hann mér að tölvan sé í fínu lagi og hleður sig fínt og hlýtur þetta þá að vera hleðslusnúran mín sem sé biluð þar sem "gulu" snúrunar þeirra voru oft leiðinlegar og biluðu (ég fékk btw aldrei nýja snúru eða straumbreyti) Sagði ég honum í símann að þetta væri nú eitthvað djók þar sem ég hef bæði keypt nýja snúru OG straumbreyti og breytti það engu og sé þetta í sjötta skiptið sem þessi blessaða tölva kemur til þeirra.
Núna liggur tölvan inni á verkstæðinu hjá þeim og telur aðilinn sem er að skoða hana núna að hún sé í fínasta lagi en ætlar hann þó að skoða hana aðeins betur.
Það sem ég sé mest eftir er að hafa ekki farið fyrr til Neytendasamtaka en verður haft samband við þá og farið í málið vonandi sem fyrst.
Aldrei hafa þeir haft áhuga á að láta mig fá nýja vél.