Síða 1 af 1
uhd upplausn og tengi
Sent: Sun 07. Jan 2018 13:28
af zaiLex
Er með þennan skjá
https://www.amazon.com/gp/product/B01M0 ... UTF8&psc=1
Núna er ég að tengja hann við GTX 560 og það skjákort er bara með dvi og mini hdmi tengi. Skjárinn er hins vegar ekki með DVI tengi svo að ég er að tengja þetta núna Hdmi í mini hdmi en ég virðist ekki getið farið hærra en 2048x1152 upplausn með þessu tengi. Er ekkert sem ég get gert til að ég geti notað 2k 1440 upplausnina á skjánum mínum nema með því að kaupa nýtt skjákort sem er með displayport tengi?
Re: uhd upplausn og tengi
Sent: Sun 07. Jan 2018 13:59
af GunZi
Ég sé að þessi skjár hefur DisplayPort, þannig að ef ég væri í þínum sporum myndi ég kaupa DisplayPort í DVI-Dual link snúru. DVI single link styður ekki 1440p, þannig að DVI tengið þarf að vera dual link. Mögulega er þetta eitthvað sem þú ert að leita að?:
https://tolvutek.is/vara/displayport-i- ... nn-1-metri
Sama á við um HDMI mini, það er eins og DVI single link og styður ekki hærri upplausn.
EDIT: Það væri eiginlega betra að uppfæra skjákortið og örugglega minna mál. Getur fengið t.d. GTX 760 eða eitthvað álíka mjög ódýrt. 760 hefur HDMI og DisplayPort. Ég er ekki 100% viss um að breytistykkið sem ég linkaði hér að ofan myndi duga, sumir [á netinu] eru að segja að það þurfi að vera "active" breytir á milli tengjanna. En ég veit ekkert um það, hef ekki þurft að pæla í því áður.
https://www.reddit.com/r/Monitors/comme ... s_monitor/
Hér segist einn (fyrsta athugasemd), sem er í sömu vandræðum og þú, að GTX 570 hafi verið með DisplayPort og það að nota DisplayPort í mini DisplayPort hafi virkað? Fylgdi ekki svoleiðis snúra með skjánum?
Re: uhd upplausn og tengi
Sent: Mán 08. Jan 2018 00:45
af zaiLex
GTX 560 er ekki með DisplayPort. Ég prófaði síðan dvi í displayport og það kom bara engin mynd á skjáinn, þetta var einhver snúra hjá elko nokkuð viss um að hún hafi verið dual link hugsa að það sé ekki sé selt annað í dag.
Re: uhd upplausn og tengi
Sent: Mán 08. Jan 2018 02:36
af emil40
ég nota display port á minn skjá en ég er líka með gtx 1060 samt ekki það dýrt kort um 40þ