Síða 1 af 1

Þrýstiloft og lyklaborð, varðandi hreinsun

Sent: Þri 22. Feb 2005 21:53
af Arkidas
Er í lagi að nota þrýstiloft til að hreinsa lyklaborð?

Sent: Þri 22. Feb 2005 22:03
af CraZy
já,getur líka bara notað riksugu

Sent: Fim 24. Feb 2005 22:26
af Ice master
Ef þú ætlar að þrifa lykla borð þá er besta leiðin að fara með það i bað er sko ekki að meina alt lyklabordið,, bara partin Þar sem takkarnir eru og lyklabordið verður eins og spluku nýtt,,, :D þrystu brúsi er meira notaður fyrir að hreinsa i kassan :8) ...

Sent: Fim 24. Feb 2005 22:38
af MezzUp
Þýðing:
Ef þú ætlar að þrífa lyklaborð þá er besta leiðin að fara með það í bað, ekki allt heldur bara partinn þar sem takkarnir eru, og lyklaborðið verður einsog splunkunýtt :D Þrýstiloftsbrúsar eru meira notaðir til þess að hreinsa tölvurnar sjálfar. :8)

Sent: Fim 24. Feb 2005 22:56
af Ice master
Yhea THx er frekar Ömurlegur að tjá mig á islensku :oops: Vá shit Hvað ég verð að gera eitthvað ætla taka mig á og lesa einhverjar islenskar bækur,,,,,, En wow shit þetta bara gengur ekki :cry: tek Mig á Núna :evil: Er svo búna vera gegt lazy að gera eitthvað i Þessu :x ....... Og gét ekki kennt nein um nema sjálfan mig :wink: ............... Farinn að lesa eitthvað mælið með einhverju ?...

Sent: Fös 25. Feb 2005 08:58
af einarsig
íslenska orðabók.... réttritunar bók... litla gula hænan ? :D

Sent: Fös 25. Feb 2005 09:39
af MezzUp
Ice master, þú þarft nú ekkert endilega að fara að lesa bækur. Seinasti pósturinn hefði strax betri ef að þú hefðir ekki notað stóra stafi nema í byrjun setninga, og ekki gert marga punkta(og kommur) í röð. Síðan þarftu bara að lesa yfir póstana þangað til að þú ert sáttur við þá :) Þetta er allavega rétta viðhorfið hjá þér.

Svo lærir maður oft af eigin villum, þannig að ég lagaði þetta hjá þér: :)
Ice master skrifaði:Já takk, er frekar ömurlegur að tjá mig á íslensku. :oops:skítur hvað ég verð að gera eitthvað. Ætla að taka mig á og lesa einhverjar íslenskar bækur. Wow, skítur þetta bara gengur ekki :( Tek mig á núna :evil: Er búinn að vera geðveikt latur að gera eitthvað í þessu. :x Og ég get ekki kennt neinum um nema sjálfum mér. ;) Farinn að lesa eitthvað. Mælið þið með einhverju?

Sent: Fös 25. Feb 2005 10:57
af skipio
Ég held ég hafi fengið ofbirtu í augun af öllum þessum brosköllum hjá Mezzup!!

Sent: Fös 25. Feb 2005 11:10
af Stutturdreki
Ofbirtu af þeim báðum? :)

Sent: Fös 25. Feb 2005 12:04
af skipio
Stutturdreki skrifaði:Ofbirtu af þeim báðum? :)
Sérðu ekki neðri póstinn hans Mezzup? Ég trúi því svosem alveg og geri bara ráð fyrir því að þú hafir líka fengið ofbirtu í augun af þessum 7 brosköllum (af 6 mismunandi tegundum, ekkert minna). Ég er allavega enn að jafna mig!

Sent: Fös 25. Feb 2005 13:08
af Stutturdreki
Neðri pósturinn er bara leiðrétt afrit af póstinum frá ice.. whatever með sömu brosköllum. Þannig að það er (því miður) ekki hægt að kenna Mezzup um það

Sent: Fös 25. Feb 2005 13:14
af gumol
Stutturdreki skrifaði:...því miður) ekki hægt að kenna Mezzup um það
Þið hefðuð sko haft gaman af því.

Sent: Fös 25. Feb 2005 13:46
af MezzUp
gumol skrifaði:
Stutturdreki skrifaði:...því miður) ekki hægt að kenna Mezzup um það
Þið hefðuð sko haft gaman af því.
Greinilega :-/

Sent: Fös 25. Feb 2005 14:01
af skipio
Stutturdreki skrifaði:Neðri pósturinn er bara leiðrétt afrit af póstinum frá ice.. whatever með sömu brosköllum. Þannig að það er (því miður) ekki hægt að kenna Mezzup um það
Íík, 7 broskallar hjá Mezzup, bara 5 hjá „Ice master“ svo ég kenni Mezzup alveg pottþétt um!

(Mezzup, ef þú gerir svona aftur þá fer ég að minnast á mismunandi gjaldheimtu á heitu og köldu vatni hjá Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja eða eitthvað álíka spennandi. :twisted: )

Sent: Fös 25. Feb 2005 14:25
af MezzUp
skipio skrifaði:
Stutturdreki skrifaði:Neðri pósturinn er bara leiðrétt afrit af póstinum frá ice.. whatever með sömu brosköllum. Þannig að það er (því miður) ekki hægt að kenna Mezzup um það
Íík, 7 broskallar hjá Mezzup, bara 5 hjá „Ice master“ svo ég kenni Mezzup alveg pottþétt um!
Arg, ég breytti þessu og notaðu 'quote' taggið svo að þú skyldir betur hvað væri frá mér og hvað ekki.

Og guð nei, skulum ekki minnast á neinar vatnsveitur :P

Sent: Fös 25. Feb 2005 14:36
af skipio
MezzUp skrifaði:Arg, ég breytti þessu og notaðu 'quote' taggið svo að þú skyldir betur hvað væri frá mér og hvað ekki.

Og guð nei, skulum ekki minnast á neinar vatnsveitur :P
„Skildir“ er ekki með „y“. (Skyldir, eins og í samhenginu „ef þú skyldir vilja ...“ er hinsvegar með ipsilon afþví það er dregið af „skulu“. )

Æi, á ég máske að hætta að stríða Mezzup? :besserwisser

Sent: Fös 25. Feb 2005 14:42
af MezzUp
skipio skrifaði:„Skildir“ er ekki með „y“. (Skyldir, eins og í samhenginu „ef þú skyldir vilja ...“ er hinsvegar með ipsilon afþví það er dregið af „skulu“. )
Ahh, þakka þér fyrir. Augljóst þegar þú nefnir það.

En skilurðu núna að ég var í raun bara með 2 broskalla og hinir 5 voru frá Ice Master?

Sent: Fös 25. Feb 2005 14:50
af skipio
MezzUp skrifaði:
skipio skrifaði:„Skildir“ er ekki með „y“. (Skyldir, eins og í samhenginu „ef þú skyldir vilja ...“ er hinsvegar með ipsilon afþví það er dregið af „skulu“. )
Ahh, þakka þér fyrir. Augljóst þegar þú nefnir það.

En skilurðu núna að ég var í raun bara með 2 broskalla og hinir 5 voru frá Ice Master?
Jújú, ég skildi þetta svosem áðan - sá að þetta var leiðréttur texti - en það breytir því samt ekki að það voru dálítið margir broskallar í bréfinu þínu.

En ég fyrirgef þér alveg. :wink: