Síða 1 af 1

Hringdu vandamál?

Sent: Mán 01. Jan 2018 18:08
af Swanmark
Mynd

Þetta er búið að vera svona í allan dag, þar sem að allir almennilegir leikir eru orðnir 50GB þá er þetta alveg glatað.
Er ekki með ljós en á að vera með 100/25. Finn ekki Hringdu þráðinn sem hefur verið hér í lengri tíma, er einhver annar að lenda í þessu eða er þetta eitthvað hjá mér?

Re: Hringdu vandamál?

Sent: Mán 01. Jan 2018 18:47
af Viggi
Eru bara ekki allir að lyggja yfir netflix og cappa nettraffíkina. :p

Re: Hringdu vandamál?

Sent: Mán 01. Jan 2018 20:18
af HringduEgill
Swanmark skrifaði:Mynd

Þetta er búið að vera svona í allan dag, þar sem að allir almennilegir leikir eru orðnir 50GB þá er þetta alveg glatað.
Er ekki með ljós en á að vera með 100/25. Finn ekki Hringdu þráðinn sem hefur verið hér í lengri tíma, er einhver annar að lenda í þessu eða er þetta eitthvað hjá mér?
Sælir,

Og gleðilegt nýtt ár!

Ertu búinn að þessu klassíska? Endurræsa router og tölvu? Ef svo er sendu mér þá skilaboð með kennitölu áskrifanda og ég skoða.

Kveðja,
Egill

Re: Hringdu vandamál?

Sent: Mán 01. Jan 2018 22:42
af ZiRiuS
Egill orðinn starfsmaður ársins hjá Hringdu 1. janúar 2018 kl 20:18