Síða 1 af 2

Síminn - Himinhár reikningur - Rán

Sent: Fim 28. Des 2017 21:14
af snaeji
Nú langar mig að deila smá sögu með ykkur um Símann.

Í útskriftarferð á Bali í sumar keypti ég mér nýtt sim-kort til þess að geta notað símann úti, og henti gamla sim-kortinu í ruslið á hótelinu.

Löng saga stutt þá kem ég heim og á móti mér tekur 200 þúsund króna símreikningur.

Þetta kort sem ég fékk semsagt afhent pin-laust frá Símanum hafði verið tekið úr kortinu og notað í um 30 símtöl.

Nú neitar Síminn að gera neitt fyrir mig. Buðu mér afslátt í fyrstu en ég sagðist þurfa leita réttar míns. Eftir að komast að því hversu kostnaðarsamt það yrði þá dró Síminn hitt boð sig til baka og vill að ég borgi alla upphæð reikningsins.

Spurningin er, hver er að ræna mig hérna? Er það einhver á Bali sem fann í ruslinu ólæst simkort eða er það Síminn?

Edit:

Þess má geta að ég var í hinni æðislega ódýru Þrennu leið hjá þeim þar sem ég þurfti aðeins að borga 3k á mánuði (og upp í svona 200 þúsund).

Re: Síminn - Himinhár reikningur - Rán

Sent: Fim 28. Des 2017 21:22
af Dúlli
snaeji skrifaði:Nú langar mig að deila smá sögu með ykkur um Símann.

Í útskriftarferð á Bali í sumar keypti ég mér nýtt sim-kort til þess að geta notað símann úti, og henti gamla sim-kortinu í ruslið á hótelinu.

Löng saga stutt þá kem ég heim og á móti mér tekur 200 þúsund króna símreikningur.

Þetta kort sem ég fékk semsagt afhent pin-laust frá Símanum hafði verið tekið úr kortinu og notað í um 30 símtöl.

Nú neitar Síminn að gera neitt fyrir mig. Buðu mér afslátt í fyrstu en ég sagðist þurfa leita réttar míns. Eftir að komast að því hversu kostnaðarsamt það yrði þá dró Síminn hitt boð sig til baka og vill að ég borgi alla upphæð reikningsins.

Spurningin er, hver er að ræna mig hérna? Er það einhver á Bali sem fann í ruslinu ólæst simkort eða er það Síminn?

Edit:

Þess má geta að ég var í hinni æðislega ódýru Þrennu leið hjá þeim þar sem ég þurfti aðeins að borga 3k á mánuði (og upp í svona 200 þúsund).

Ég lenti í sambærilegu, og síminn var með svaka dólg, þannig ég skellti þessu á facebook síðuna þeirra, bæði opinbert og senti message og þá loks lagaðist þetta þar sem það fór að skemm PR hjá þeim.

Var akkurat í eitthverjum helvítis símapakka og ég bað þau um að færa rök fyrir svona reikning, hví það er ekki athugað eða haft samband og athugað með óreglulega notkun.

Fékk svakalega dónalega þjónustu við að hringja, talaði þá við eithvern gaur sem átti að vera yfir kvörtunardeild og neitaði að láta mig tala við eitthvern sem var yfir og því var ég neyddur til að fara á netið og gera þetta opinbert og reikningurinn var feldur daginn eftir og ég fór í viðskipti við hringdu.

Re: Síminn - Himinhár reikningur - Rán

Sent: Fim 28. Des 2017 21:26
af Predator
Auðvitað er það samt á ykkar ábyrgð að farga kortinu almennilega eða láta loka því svo þetta geti ekki skeð. Ekki Símanum að kenna og hann ætti því ekki að sitja uppi með kostnað af ykkar klúðri.

Re: Síminn - Himinhár reikningur - Rán

Sent: Fim 28. Des 2017 21:29
af Dúlli
Predator skrifaði:Auðvitað er það samt á ykkar ábyrgð að farga kortinu almennilega eða láta loka því svo þetta geti ekki skeð
Til hvers er þessi áskrift ef hún stoppar ekki við X-upphæð ?

Þetta læsist hjá hringdu og ég fæ sms og tölvupóst, konan fær líka tilkynningu hjá NOVA. Skil ekki hví þessi stórufyrirtæki geta ekki látið mann vita. Þeir geta fylgst með og tekið mann í rassgat en get ekki aðstoðað mann við að láta vita.

Re: Síminn - Himinhár reikningur - Rán

Sent: Fim 28. Des 2017 21:39
af Predator
Dúlli skrifaði:
Predator skrifaði:Auðvitað er það samt á ykkar ábyrgð að farga kortinu almennilega eða láta loka því svo þetta geti ekki skeð
Til hvers er þessi áskrift ef hún stoppar ekki við X-upphæð ?

Þetta læsist hjá hringdu og ég fæ sms og tölvupóst, konan fær líka tilkynningu hjá NOVA. Skil ekki hví þessi stórufyrirtæki geta ekki látið mann vita. Þeir geta fylgst með og tekið mann í rassgat en get ekki aðstoðað mann við að láta vita.
https://www.siminn.is/forsida/adstod/si ... ir-thrennu mæli með að lesa skilmála þess sem þú kaupir. Síminn hefur alltaf verið með frelsi í útlöndum svona.

Re: Síminn - Himinhár reikningur - Rán

Sent: Fim 28. Des 2017 21:46
af snaeji
Dúlli skrifaði:
Predator skrifaði:Auðvitað er það samt á ykkar ábyrgð að farga kortinu almennilega eða láta loka því svo þetta geti ekki skeð
Til hvers er þessi áskrift ef hún stoppar ekki við X-upphæð ?

Þetta læsist hjá hringdu og ég fæ sms og tölvupóst, konan fær líka tilkynningu hjá NOVA. Skil ekki hví þessi stórufyrirtæki geta ekki látið mann vita. Þeir geta fylgst með og tekið mann í rassgat en get ekki aðstoðað mann við að láta vita.

Þess má til gamans geta að ég flutti mig yfir til Nova sama dag og ég kom heim. Fram að þeim degi var verið að nota númerið úti mér óafvitandi. Hefðu verið einhver takmörk fyrir því hversu hátt hann hef'ði farið? 500 þúsund, ein milljón?.

Re: Síminn - Himinhár reikningur - Rán

Sent: Fim 28. Des 2017 21:46
af snaeji
Predator skrifaði:
Dúlli skrifaði:
Predator skrifaði:Auðvitað er það samt á ykkar ábyrgð að farga kortinu almennilega eða láta loka því svo þetta geti ekki skeð
Til hvers er þessi áskrift ef hún stoppar ekki við X-upphæð ?

Þetta læsist hjá hringdu og ég fæ sms og tölvupóst, konan fær líka tilkynningu hjá NOVA. Skil ekki hví þessi stórufyrirtæki geta ekki látið mann vita. Þeir geta fylgst með og tekið mann í rassgat en get ekki aðstoðað mann við að láta vita.
https://www.siminn.is/forsida/adstod/si ... ir-thrennu mæli með að lesa skilmála þess sem þú kaupir. Síminn hefur alltaf verið með frelsi í útlöndum svona.
Ég held þú sért on to something þarna!

Re: Síminn - Himinhár reikningur - Rán

Sent: Fim 28. Des 2017 21:48
af snaeji
UMFRAMNOTKUN

Viðskiptavinur er gjaldfærður fyrir alla umframnotkun í samræmi við verðskrá Símans hverju sinni með þeirri greiðsluaðferð sem viðskiptavinur velur í GOmobile appinu eða á http://www.3A.is. Umframnotkun er sú notkun á gagnamagni sem fer umfram það sem innifalið er í mánaðarlegri gjaldfærslu Þrennu eða sú notkun á símtölum eða SMS sem ekki er innifalin í Endalausum mínútum eða Endalaus SMS, eins og t.d. hvers konar yfirgjaldsþjónustur, símtöl til útlanda eða styrktarlínur.

Öll símnotkun viðskiptavinar Þrennu erlendis er gjaldfærð með reikningi í samræmi við verðskrá Símans fyrir reikisímtöl hverju sinni.

Með því að samþykkja skilmála þessa heimilar viðskiptavinur Þrennu Símanum að senda honum reikninga með rafrænum hætti.

Öll símtöl eða SMS sem teljast til umframnotkunar eru gjaldfærð í hvert skipti sem hún fer yfir 1.000 kr, eða 5. hvers mánaðar - hvort sem á undan kemur. Viðskiptavinur getur eingöngu verið gjaldfærður fyrir 20.000 kr. í hverjum almanaksmánuði fyrir umframnotkun, en aldrei fyrir hærri upphæð en 5.000 kr. í einu.
Er þetta ekki eitthvað?

Re: Síminn - Himinhár reikningur - Rán

Sent: Fim 28. Des 2017 22:31
af Minuz1
Þetta voru þín mistök, en mér þætti rétt að Síminn kæmi á móts við þig...en þeir gerðu það og þú fórst með málið í lögfræðing.
Meh

edit: jú mér sýnist þeir ekki getað rukkað þig um meira en 20 þús.

Bara ekki greiða reikninginn ef þú vilt halda þessu til streitu.

Re: Síminn - Himinhár reikningur - Rán

Sent: Fim 28. Des 2017 22:49
af Vaktari
RIP þú

Re: Síminn - Himinhár reikningur - Rán

Sent: Fös 29. Des 2017 00:45
af Dúlli
Og hvað ef síminn hefði týnst ? og eitthver fundið hann og farið að hringja.

Það á að vera læsing á svona, þetta er bara bull upphæð og ömurleg viðbrögð hjá símanum að leyfa upphæðinni að fara svona úr böndum.

Re: Síminn - Himinhár reikningur - Rán

Sent: Fös 29. Des 2017 08:21
af DJOli
Ég veit allavega að Síminn klippir á gemsasímtöl hjá mér eftir tvær klukkustundir. Ég er samt með "ótakmarkaðar mínútur". Það er eitthvað meingallað í kerfinu ef þú getur hringt nokkur símtöl fyrir upp undir 100.000 án þess að nokkur maður blikki auga.

Re: Síminn - Himinhár reikningur - Rán

Sent: Fös 29. Des 2017 10:20
af Vaktari
Mistök númer eitt eru að hafa ekki brotið kortið í búta áður en þú hentir því í ruslið.
Mistök númer 2 eru að hafa svo ekki hringt eða farið á netspjallið hjá símanum og sagt númerinu þínu upp og láta loka fyrir það.

Hefðir sannarlega átt að taka afslættinum upphaflega þar sem aðstoð lögfræðings myndi klárlega ekki breyta neinu í þessu.
Ömurlegt samt að þau geti ekki boðið það sem upphaflega var boðið þér.


Vonandi reddast þetta hjá þér

Re: Síminn - Himinhár reikningur - Rán

Sent: Fös 29. Des 2017 10:39
af dori
Var síminn ekki búinn að loka á númerið? Það er hægt að búa til 200 þúsund króna rukkun á mjög stuttum tíma með því að hringja nokkur símtöl í einu í gjaldskyld númer (klassískt skam, ástæðan fyrir því að það á alltaf að hringja strax og láta loka símkorti ef símanum þínum er stolið erlendis). Það er líka mikið lagg í upplýsingagjöf á svona númerum þannig að jafnvel þó svo að lokun útaf svona sé alveg sjálfvirk er mögulegt að búa til gríðarlega mikla notkun áður en Síminn veit af því að það sé búið að hringja eitthvað.

Ef þetta var ekki þannig dæmi heldur bara "venjuleg notkun" nema úti á Balí þá kosta símtöl hrikalega mikinn pening en ef notkunin dreyfist yfir nógu langan tíma þá er ekki víst að það triggeri lokun útaf misnotkun. En þá hefði þetta átt að stoppa á einhverjum tímapunkti útaf upphæðinni.

Ég þekki ekki þessa þrennu. Er það rétt skilið hjá mér að þetta sé áskrift en ekki frelsi?

Re: Síminn - Himinhár reikningur - Rán

Sent: Fös 29. Des 2017 11:30
af Storm
Sæll Snæji, ég er var að svara þér rétt í þessu á Facebook.

Ég skil vel að þetta sé svekkjandi. Ef þú vilt fara betur yfir þau úrræði sem þér býðst eða ef eithvað var óljóst þá er yfirmaður í reikningaþjónustunni meira en til í að heyra í þér aftur.

Kær kveðja,
Ævar hjá Símanum

Re: Síminn - Himinhár reikningur - Rán

Sent: Fös 29. Des 2017 12:34
af rapport
Voru bæði SIM kortin virk á sama tíma s.s. eitt símanúmer með tvö SIM kort?

Er það ekki þannig að um leið og nýja SIM kortið er sett í símann þá óvirkjast gamla SIM kortið?

Hljómar eins og tæknileg mistök hjá símafyrirtækinu.

Er notendurm bent á að eyðileggja gamla SIM kortið?

Hversu lengi eru gömul SIM kort eiginlega virk og eru þau öll alltaf á ábyrgð neytenda?

Neytendur eiga ekki að þurfa að þekkja hvernig tæknin virkar í þaula þeir eiga að geta treyst fyrirtækinu fyrir því að einungis nýjasta SIM kort sem er í notkun sé það kort sem sé virkt, að öll eldri séu by default óvirk.

Re: Síminn - Himinhár reikningur - Rán

Sent: Fös 29. Des 2017 12:54
af svanur08
Síminn er mafíu fyrirtæki.

Re: Síminn - Himinhár reikningur - Rán

Sent: Fös 29. Des 2017 12:59
af DJOli
Mér sýnist annars ríkja dálítil meðvirkni í að (reyna að) skamma fólk fyrir eyðileggja ekki símkort sem hætt er nota, svona eins og það eigi að vera almenn skynsemi vegna þess að þú eigir að búast við að einhver muni taka upp kortið og byrja að nota það án leyfis. Nú veit ég t.d. að þeir hjá Símanum (og öllum símfyrirtækjum býst ég við) eru með skrá yfir það hvað eru mörg símkort í notkun og á skrá fyrir hvert símanúmer, svo ég bara eiginlega sé ekki hvernig það gæti verið sök viðskiptavinarins, ef gamla kortið var misnotað. Bara þó að ég, paranoid gaurinn, eyðileggi öll símkort sem hafi verið í minni eigu, þýðir ekki að það sé, eða hafi verið almannaþekking að gera það. Svo má náttúrulega ekki gleyma að kortin eru ekki einnota.

Re: Síminn - Himinhár reikningur - Rán

Sent: Fös 29. Des 2017 13:18
af dori
rapport skrifaði:Voru bæði SIM kortin virk á sama tíma s.s. eitt símanúmer með tvö SIM kort?

Er það ekki þannig að um leið og nýja SIM kortið er sett í símann þá óvirkjast gamla SIM kortið?

Hljómar eins og tæknileg mistök hjá símafyrirtækinu.

Er notendurm bent á að eyðileggja gamla SIM kortið?

Hversu lengi eru gömul SIM kort eiginlega virk og eru þau öll alltaf á ábyrgð neytenda?

Neytendur eiga ekki að þurfa að þekkja hvernig tæknin virkar í þaula þeir eiga að geta treyst fyrirtækinu fyrir því að einungis nýjasta SIM kort sem er í notkun sé það kort sem sé virkt, að öll eldri séu by default óvirk.
Hann fékk sér nýtt símkort frá einhverju fyrirtæki í Balí og henti íslenska kortinu sínu. Þannig að fyrir Símanum var bara eins og hann hefði slökkt á símanum sínum.

Er það ekki almenn vitneskja að maður skilur ekki eftir virk símkort sem maður er með í áskrift þar sem aðrir komast í þau (rusl á hótel herbergi er príma staður fyrir fólk sem stundar svona svindl). Þetta er basically eins og að skilja eftir kreditkort sem þú ert í ábyrgð fyrir í ruslinu á hótelherberginu.

Re: Síminn - Himinhár reikningur - Rán

Sent: Fös 29. Des 2017 13:27
af DJOli
dori skrifaði:
rapport skrifaði:Voru bæði SIM kortin virk á sama tíma s.s. eitt símanúmer með tvö SIM kort?

Er það ekki þannig að um leið og nýja SIM kortið er sett í símann þá óvirkjast gamla SIM kortið?

Hljómar eins og tæknileg mistök hjá símafyrirtækinu.

Er notendurm bent á að eyðileggja gamla SIM kortið?

Hversu lengi eru gömul SIM kort eiginlega virk og eru þau öll alltaf á ábyrgð neytenda?

Neytendur eiga ekki að þurfa að þekkja hvernig tæknin virkar í þaula þeir eiga að geta treyst fyrirtækinu fyrir því að einungis nýjasta SIM kort sem er í notkun sé það kort sem sé virkt, að öll eldri séu by default óvirk.
Hann fékk sér nýtt símkort frá einhverju fyrirtæki í Balí og henti íslenska kortinu sínu. Þannig að fyrir Símanum var bara eins og hann hefði slökkt á símanum sínum.

Er það ekki almenn vitneskja að maður skilur ekki eftir virk símkort sem maður er með í áskrift þar sem aðrir komast í þau (rusl á hótel herbergi er príma staður fyrir fólk sem stundar svona svindl). Þetta er basically eins og að skilja eftir kreditkort sem þú ert í ábyrgð fyrir í ruslinu á hótelherberginu.
Var nýja kortið frá fyrirtæki á Balí? Var maðurinn ekki búinn að hringja í Símann og gera fyrri áskrift óvirka? Ég er að spá hvort ég sé eitthvað að misskilja, mér fannst eins og hann hafi sagt að hann hafi pantað annað kort frá Símanum sem hann tók í notkun úti á Balí, og því hefði Síminn átt að hafa gert fyrra kortið óvirkt.

Re: Síminn - Himinhár reikningur - Rán

Sent: Fös 29. Des 2017 13:48
af Vaktari
DJOli skrifaði:
dori skrifaði:
rapport skrifaði:Voru bæði SIM kortin virk á sama tíma s.s. eitt símanúmer með tvö SIM kort?

Er það ekki þannig að um leið og nýja SIM kortið er sett í símann þá óvirkjast gamla SIM kortið?

Hljómar eins og tæknileg mistök hjá símafyrirtækinu.

Er notendurm bent á að eyðileggja gamla SIM kortið?

Hversu lengi eru gömul SIM kort eiginlega virk og eru þau öll alltaf á ábyrgð neytenda?

Neytendur eiga ekki að þurfa að þekkja hvernig tæknin virkar í þaula þeir eiga að geta treyst fyrirtækinu fyrir því að einungis nýjasta SIM kort sem er í notkun sé það kort sem sé virkt, að öll eldri séu by default óvirk.
Hann fékk sér nýtt símkort frá einhverju fyrirtæki í Balí og henti íslenska kortinu sínu. Þannig að fyrir Símanum var bara eins og hann hefði slökkt á símanum sínum.

Er það ekki almenn vitneskja að maður skilur ekki eftir virk símkort sem maður er með í áskrift þar sem aðrir komast í þau (rusl á hótel herbergi er príma staður fyrir fólk sem stundar svona svindl). Þetta er basically eins og að skilja eftir kreditkort sem þú ert í ábyrgð fyrir í ruslinu á hótelherberginu.
Var nýja kortið frá fyrirtæki á Balí? Var maðurinn ekki búinn að hringja í Símann og gera fyrri áskrift óvirka? Ég er að spá hvort ég sé eitthvað að misskilja, mér fannst eins og hann hafi sagt að hann hafi pantað annað kort frá Símanum sem hann tók í notkun úti á Balí, og því hefði Síminn átt að hafa gert fyrra kortið óvirkt.

Ég skil þetta þannig að hann hafi keypt sér kort úti hjá fyrirtæki þar.
Ekki hérna heima áður en hann fór út.

Því samkvæmt verðskrá símans að þá kostar hálfan handlegg að nota síma úti í indónesíu
Eins og reikningurinn gefur til kynna.

https://www.siminn.is/forsida/simi/utlo ... nes%C3%ADa

Re: Síminn - Himinhár reikningur - Rán

Sent: Fös 29. Des 2017 14:40
af DJOli
720 krónur fyrir hverja mínútu, og 1,490 krónur fyrir hvert megabæt? Hvaða geðveiki er það?

Re: Síminn - Himinhár reikningur - Rán

Sent: Fös 29. Des 2017 17:12
af snaeji
Ég keypti mér simkort frá fyrirtæki úti.

Þegar ég henti kortinu í ruslið þá hugsaði ég með mér að það væri pin á kortinu eins og var alltaf.

Aðalatriðið hérna er það hversu auðvelt er að hlaða upp gífurlegum skuldum og hvernig ekkert er gert til þess að reyna hindra það.

Þrenna var eins og frelsi með föstu 3k á mánuði fyrir alles, nema ef þú varst skráður í Gomobile þá þurftiru að gefa upp kreditkortanúmer og virkaði þá eins og áskrift.

Re: Síminn - Himinhár reikningur - Rán

Sent: Fös 29. Des 2017 19:54
af kizi86
lenti í svipuðum reikning frá símanum, back in the day eins og sagt er.. árdagar DC++ og maður a dialup 56k módemi. Við fjölskyldan förum í mánaðar ferðalag um landið, nema hvað að áður en við förum af stað, þá hafði ég óvart sett af stað download á einhverri mynd, og slatta í queue.. og var með hakað við reconnect on disconnect í dialup glugganum..... þegar við komum heim, var verið að klára síðustu myndina sem ég setti í queue.. semsagt heilsmánaðar dialup tenging + öll þessi gígabæt (var þá rukkað per megabyte!) reikningurinn hljóðaði upp á 230.000kr (og þetta var hvað fyrir ca 17 árum!) náðum samt að bullshitta eitthvað um að þetta hafi verið hugbúnaðargalli sem hafi valdið þessu og reikningurinn var felldur niður. en ég fékk að njóta allra þessara mynda í ömurlegum gæðum :D btw þá stútfylltist minn 40GB diskur sem ég var með í tölvunni.

Re: Síminn - Himinhár reikningur - Rán

Sent: Lau 30. Des 2017 03:09
af BO55
snaeji skrifaði:Nú langar mig að deila smá sögu með ykkur um Símann.

Í útskriftarferð á Bali í sumar keypti ég mér nýtt sim-kort til þess að geta notað símann úti, og henti gamla sim-kortinu í ruslið á hótelinu.

Löng saga stutt þá kem ég heim og á móti mér tekur 200 þúsund króna símreikningur.

Þetta kort sem ég fékk semsagt afhent pin-laust frá Símanum hafði verið tekið úr kortinu og notað í um 30 símtöl.

Nú neitar Síminn að gera neitt fyrir mig. Buðu mér afslátt í fyrstu en ég sagðist þurfa leita réttar míns. Eftir að komast að því hversu kostnaðarsamt það yrði þá dró Síminn hitt boð sig til baka og vill að ég borgi alla upphæð reikningsins.

Spurningin er, hver er að ræna mig hérna? Er það einhver á Bali sem fann í ruslinu ólæst simkort eða er það Síminn?

Edit:

Þess má geta að ég var í hinni æðislega ódýru Þrennu leið hjá þeim þar sem ég þurfti aðeins að borga 3k á mánuði (og upp í svona 200 þúsund).
Þetta er ekki flókið. Farðu beint til lögreglunnar og kærðu.