Síða 1 af 1

No Signal. Skjákort?

Sent: Þri 19. Des 2017 12:55
af Laddis
Kemur no signal à skjáinn. Búinn að prófa aðra snúru og taka skjákortið úr og aftur í eins og google lagði til án afláts.

Er með Radeon HD6850. Algjört rusl.
Ætli ég þurfi ekki bara að fara uppfæra?

Re: No Signal. Skjákort?

Sent: Þri 19. Des 2017 13:54
af Hnykill
Þú mundir eftir að tengja rafmagns kaplana í kortið er það ekki ?

Re: No Signal. Skjákort?

Sent: Þri 19. Des 2017 15:00
af Laddis
Jú meistari, ég mundi eftir því.

Re: No Signal. Skjákort?

Sent: Þri 19. Des 2017 15:21
af DJOli
Skjákortið gæti verið dautt. Er innbyggt skjákort á móðurborðinu sem þú gætir prófað að tengja í í staðinn? Kannski færðu biosinn upp þar og getur þá skipt á milli hvort skjákortið tölvan notar.

Re: No Signal. Skjákort?

Sent: Þri 19. Des 2017 15:30
af Laddis
DJOli skrifaði:Skjákortið gæti verið dautt. Er innbyggt skjákort á móðurborðinu sem þú gætir prófað að tengja í í staðinn? Kannski færðu biosinn upp þar og getur þá skipt á milli hvort skjákortið tölvan notar.
Ég held nefnilega ekki.

Re: No Signal. Skjákort?

Sent: Þri 19. Des 2017 16:14
af DJOli
Myndi amk ganga úr skugga um að skjákortið sé pottþétt orsökin áður en ég færi að uppfæra. Skjákort sem eru á afturlöppunum sýna amk einhverja mynd áður en þau deyja alveg, það er amk mín reynsla, en svo geta skjákort auðvitað dáið fyrirvaralaust eins og hvert annað raftæki.

Myndi leita að aukaskjákorti til að prófa í stað skjákortsins sem þú ert með. Á þessu stigi myndi ég leita að mjög ódýru replacement skjákorti bara til þess eins að prófa, til að útiloka að móðurborðið sé dautt.

Re: No Signal. Skjákort?

Sent: Þri 19. Des 2017 18:33
af Thornz
Lenti í því sama með eldri vél. Það sem virkaði var að taka vinnsluminnið úr og strjúka af því, smellti því í aftur og þá kom mynd.

Re: No Signal. Skjákort?

Sent: Fim 21. Des 2017 08:11
af Alfa
No Signal þarf ekki að vera skjákortið, ráðin með rafmagnið í það og prufa ef það er onboard skjákort eru þó góð ráð.

Þetta hljómar líka fyrir mér eins og No Post bara sem getur verið út af móðurborði, PSU eða vinnsluminni. Ef þú ert með fleiri en eitt minni prufaðu þá að starta vélinni með bara einu, ef ekki færa það á milli raufa. Ef þetta er hauggömul vél (miðað við skjákortið) þá gæti borðið bara hafa gefið upp öndina eða aflgjafinn !