Síða 1 af 1

Vantar kassa

Sent: Sun 20. Feb 2005 00:38
af swinger
Málið er að ég er nýbúinn að kaupa mér tölvu og eiga í smá stund en nú er málið að ég er að fara að pæla í að kaupa mér nýan kassa því þessi sem ég er með núna er ekki alveg að virka finnst mér. Er nokkuð mál að taka allt heila klabbið sem er í kassanum sem ég er með núna og færa það yfir í nýa kassan sem mér langar að kaupa eða þyrfti ég að kaupa einhverja nýa hluti. Ég er að spá í þessu vegna þess að ég á bara nóg fyrir fínum kassa en ekki neinum íhlutum.

Ég er líka ekki alveg viss um hvaða kassa ég á að kaupa mér langar í einhvern sem er nokkuð léttur, mjög kaldur, hann verður að geta tekið slatta af HD og það má ekki heyrast múkk í honum bara eins lítið og hægt er en ég legg mikla áherslu á það vegna þess að ég er einfaldlega orðin klikkaður á hávaða í öllum þessum tölvum sem ég hef átt ígegnum tíðina.

Sent: Sun 20. Feb 2005 00:47
af swinger
Já og ég gleymdi ég hef alveg 16-18þ í kassann. Og kannski ef þið vilduð vera svo vænir að koma með uppástungur að einhverjum viftum í kassann sem eru mjög lágværar og víbra ekki. :8)

Sent: Sun 20. Feb 2005 00:50
af kristjanm
Ég er með Thermaltake XaserV Wingo V8000A og hann er með 5 kassaviftum og það er viftustýring fyrir tvær þeirra, ef þú skrúfar þær niður eru þær hljóðlátar.

Það eru bara slot fyrir þrjá harða diska, getur samt alveg komið fleirum í.

Keypti hann í tæknibæ.

Sent: Sun 20. Feb 2005 13:32
af Zkari
Sleppa því að fá sér einhverjar 80mm viftur og fá sér 120mm

Sent: Sun 20. Feb 2005 20:25
af einarsig
120 mm eru málið ;) ég myndi spá í stacker kassanum ... málið er bara að hann kostar um 20k.

Sent: Sun 20. Feb 2005 23:51
af Ice master
Betra að vera með 12 cm viftu frekar en 80 já, :wink: en það er betra ef þú ert með 2x 80 mm= 160 cm pælið i þvi ,,,

Sent: Mán 21. Feb 2005 06:29
af urban
Ice master skrifaði:Betra að vera með 12 cm viftu frekar en 80 já, :wink: en það er betra ef þú ert með 2x 80 mm= 160 cm pælið i þvi ,,,
hvernig í ósköpunum færðu þetta út ??

Sent: Mán 21. Feb 2005 09:56
af OliA
Ice master skrifaði:Betra að vera með 12 cm viftu frekar en 80 já, :wink: en það er betra ef þú ert með 2x 80 mm= 160 cm pælið i þvi ,,,
Jáhh, :)

Sent: Mán 21. Feb 2005 12:10
af Ice master
Hehhhheh segji svona bara. :wink: :P :D