Síða 1 af 1
Uppfærsla?.. neibjakk..
Sent: Lau 09. Des 2017 22:13
af appel
Er búinn að skoða með uppfærslu á nærri 7 ára gömlu riggi, bera saman performance og verð miðað við hið gamla.
Ég hef orðið fyrir nokkrum vonbrigðum. Miðað við það sem ég hef séð er að nýjustu örgjörvar eru einungist 40-50% hraðvirkari en örgjörvar frá 6-7 árum síðan.
RAM er dýrara, 16 gb ddr3 er 50% dýrara en ddr4 16 gb. Markaðsöflin ráða þar. 16 gb ddr3 er 20% dýrara en 16 db ddr3 fyrir 7 árum.
Ég er frekar hlessa.
Hvað er í gangi? Maður spyr sig.
Hérna eru mínar niðurstöður:
http://www.userbenchmark.com/UserRun/6193762
Ég mun uppfæra SSD, pottþétt, fara í pcie m2 drif, en fyrir utan það er maður nokkuð góður.
Re: Uppfærsla?.. neibjakk..
Sent: Lau 09. Des 2017 22:37
af Mossi__
Tjah. Þessi gripur fyrir 7 árum hefur nú kostað slatta.
2600k sést oft enn á CPUbnechmark top 50 listum og svona. 780ti var crazy þegar það kom (iirc með fyrstu Maxwell kortunum).
Þú hefur bara gert of góð kaup.
Einnig er þróunin að hægja á sér sem og síðustu ca 4-5 ár hefur áhersla markaðsins verið að auka nýtni frekar en afköst, þangað til nú þegar AMD ákvað að hrista upp í með Ryzen.
Mér áskotnaðist tölva fyrir ca ári sem ég þurfti að bilanagreina og laga. Eina sem var að var að skjákortið var farið. Eina skjákortið sem ég átti var 250GTS (sem er mid range kort frá 2008). Spilaði Elite Dangerous á því í Medium á 1366 upplausn
... Þetta er orðin óttaleg pissukeppni, hardware-ið í dag.
Re: Uppfærsla?.. neibjakk..
Sent: Lau 09. Des 2017 22:44
af appel
Við sjáum til.
Re: Uppfærsla?.. neibjakk..
Sent: Lau 09. Des 2017 22:59
af appel
Ég vinn með gaur sem er með 1st generation core i7 gjörva og hann gæti ekki verið ánægðari.
Ég er með 2nd kynslóðar, og ég opna svona 30 youtube tabs á 2-3 sekúndum með hægri smelli.
Re: Uppfærsla?.. neibjakk..
Sent: Lau 09. Des 2017 23:03
af chaplin
Berum saman i7 2600K og i7 8700K.
4 kjarnar (8 þræðir) vs. 6 kjarnar (12 þræðir)
HD2000 vs. HD630 (uþb. 600% öflugri)
2-3x fljótari að rendera.
Ef þú ert að spila leiki að þá myndi ég sjálfsagt ekki uppfæra, en í grafískri vinnslu er þetta loksins orðið spennandi.
Það er þó ýmislegt annað sem er spennandi við Kaby og Coffee lake. Encoding og decoding er algjör bylting ef þú horfir á 4K myndefni, sérstaklega fyrir fartölvur.
Ég er annars alveg sammála, ótrúlega litlar framfarir - efast um að Intel hefðu aukið kjarnana í nýjustu línunni ef AMD hefði ekki gefið út Ryzen.
Intel er þó ekki bara að keppast við AMD í dag, ARM er sjálfsagt helsta ógnin og þar hafa orðið ótrúlegar framfarir.
iPad er tæki hefur aldrei gripið mína athygli, en eftir að hafa séð félaga minn skrifa glósur í iPad Pro að þá varð ég að prufa þetta tæki (iPad er með ARM-based örgjörva). Í próflestrinum hef ég aðeins einu sinni þurft að rífa upp fartölvuna.
Myndi í dag alltaf mæla með iPad umfram fartölvu fyrir mína nánustu sem þurfa bara að lesa tölvupóst, lesa fréttir og horfa á Netflix/YouTube. ARM örgjörvar eru orðnir það öflugir að þeir geta replace-að borð- og fartölvur fyrir Meðal-Jón.
Re: Uppfærsla?.. neibjakk..
Sent: Lau 09. Des 2017 23:14
af appel
Ég plöggaði minni tölvu við HTC Vive, ekkert mál. Hún spilar allt það sem er í boði (780ti).
Ég er bara hættur að skilja hvað það þarf til að uppfæra tölvuna sína, því mín er að því virðist er enn "top of the line" ennþá, nærri 7 árum síðar.
Aflgjafinn,Corsair HX520W PSU, er orðinn 12 ára gamall, ásamt kassanum, antec p180. Þetta er enn rock solid hlutir.
Re: Uppfærsla?.. neibjakk..
Sent: Lau 09. Des 2017 23:30
af chaplin
Nákvæmlega. Það virðist vera lítið sem nýjasta línan gerir betur þegar það kemur að tölvuleikjum og það mun ekki breytast nema leikir fara að styðja fleiri kjarna. Kannski mun það samt ekki breyta neinu ef skjákortin eru flöskuhálsinn.
Myndbandsvinnsla er allt annar handleggur.
Re: Uppfærsla?.. neibjakk..
Sent: Lau 09. Des 2017 23:31
af ZiRiuS
En en en en en en þú veist, nýjar græjur maaarr?
Re: Uppfærsla?.. neibjakk..
Sent: Sun 10. Des 2017 00:11
af Sallarólegur
Þróunin hefur bara verið í átt að því að minnka rafmagnsnotkun, enda mest eftirspurn þar, fartölvur, snjallsímar, og spjaldtölvur. PC tölvan er að deyja.
Re: Uppfærsla?.. neibjakk..
Sent: Sun 10. Des 2017 00:37
af Minuz1
Sallarólegur skrifaði:Þróunin hefur bara verið í átt að því að minnka rafmagnsnotkun, enda mest eftirspurn þar, fartölvur, snjallsímar, og spjaldtölvur. PC tölvan er að deyja.
Það voru 2 milljarðar PC tölvur árið 2015, var 1 milljarður 2007.
Skil ekki alveg hvernig þú færð það út að þeim sé að fækka, þar sem þeim er að fjölga frekar mikið.
Jú, kannski eftir 20 ár gætum við farið að sjá fækkun á öflugum heimilisdesktop vélum, en ég held að það komi frekar útaf meira centralized network, þar sem þú ert bara að keyra tölvuna þína á virtual vél sem er "í skýinu".
Það kemur kannski þegar við erum komin með 10-100 Gbit tengingar heima hjá okkur.
Re: Uppfærsla?.. neibjakk..
Sent: Sun 10. Des 2017 01:28
af chaplin
Minuz1 skrifaði:Sallarólegur skrifaði:Þróunin hefur bara verið í átt að því að minnka rafmagnsnotkun, enda mest eftirspurn þar, fartölvur, snjallsímar, og spjaldtölvur. PC tölvan er að deyja.
Það voru 2 milljarðar PC tölvur árið 2015, var 1 milljarður 2007.
Skil ekki alveg hvernig þú færð það út að þeim sé að fækka, þar sem þeim er að fjölga frekar mikið.
Jú, kannski eftir 20 ár gætum við farið að sjá fækkun á öflugum heimilisdesktop vélum, en ég held að það komi frekar útaf meira centralized network, þar sem þú ert bara að keyra tölvuna þína á virtual vél sem er "í skýinu".
Það kemur kannski þegar við erum komin með 10-100 Gbit tengingar heima hjá okkur.
free uploading site
Re: Uppfærsla?.. neibjakk..
Sent: Sun 10. Des 2017 01:38
af Klemmi
Vert að benda á að fjöldi seldra tölva og fjöldi tölva í notkun þarf ekki endilega að haldast í hendur
Líkt og með fæðingar- og dánartíðni. Ef fólk nær hærri aldri, þá þýðir lægri fæðingartíðni ekki endilega fólksfækkun.
Re: Uppfærsla?.. neibjakk..
Sent: Sun 10. Des 2017 02:04
af HalistaX
UserBenchmarks: Game 101%, Desk 70%, Work 50%
CPU: Intel Core i5-3570K - 78.8%
GPU: Nvidia GTX 1080 - 123.9%
SSD: Corsair Force 3 120GB - 41.1%
HDD: Seagate Barracuda 7200.14 2TB - 80.7%
HDD: Seagate Barracuda 7200.14 3TB - 64.3%
HDD: Seagate Barracuda 7200.14 500GB - 60%
RAM: Unknown CMZ8GX3M1A1600C10 04CD F3-12800CL9-4GBXL 04CD F3-12800CL9-4GBXL 16GB - 55.1%
MBD: Asus P8Z77-V LX
http://www.userbenchmark.com/UserRun/6209502
What UP??
Gaming 101%? Stenst það eða?
Desktop 70%? I'll take it!
Workstation 50%? Mjeh, það er fínt....
EDIT: Já, bara skjákortið sem er nýtt btw...
Re: Uppfærsla?.. neibjakk..
Sent: Sun 10. Des 2017 02:39
af Viggi
Ég er með nánast upphaflega setupið sem ég keypti fyrir um 5-6 árum nema ég fór úr 660ti í 970 plús 8 gig ram og evo 212 kælingu fyrir 2 árum og yfirklukkaði hana í 4.4 ghz, keyrandi htc vive á fullu og keyrir allt eins og að drekka vatn enþá nema þarf að lækka úr ultra settings í not as ultra í mest heví leikjunum og maður ætti alveg að geta kreist 1-2 ár úr henni. Er nú slatti að keyra virtual vélar þannig að það verður spennandi að sjá hvort nýr cpu myndi ekki bústa því upp. Er líka að spila mikið console leiki svo þörfin er ekki eins mikil heldur en ekkert slær steam út í leikjaúrvali og verði
Re: Uppfærsla?.. neibjakk..
Sent: Sun 10. Des 2017 16:34
af Hizzman
chaplin skrifaði:
iPad er tæki hefur aldrei gripið mína athygli, en eftir að hafa séð félaga minn skrifa glósur í iPad Pro að þá varð ég að prufa þetta tæki (iPad er með ARM-based örgjörva). Í próflestrinum hef ég aðeins einu sinni þurft að rífa upp fartölvuna.
Myndi í dag alltaf mæla með iPad umfram fartölvu fyrir mína nánustu sem þurfa bara að lesa tölvupóst, lesa fréttir og horfa á Netflix/YouTube. ARM örgjörvar eru orðnir það öflugir að þeir geta replace-að borð- og fartölvur fyrir Meðal-Jón.
Jamm, ipadinn er ansi nett græja (er ekki apple-fan), það er bara ekkert sambærilegt í boði!
Hugsið ykkur hvernig apple myndi rústa ferðagræjumarkaðinum ef þeir myndu gefa ipaddanum músarstuðning..
Re: Uppfærsla?.. neibjakk..
Sent: Sun 10. Des 2017 19:26
af chaplin
Hizzman skrifaði:
Jamm, ipadinn er ansi nett græja (er ekki apple-fan), það er bara ekkert sambærilegt í boði!
Hugsið ykkur hvernig apple myndi rústa ferðagræjumarkaðinum ef þeir myndu gefa ipaddanum músarstuðning..
Mér er einmitt nákvæmlega sama hver framleiðir vöruna, ég vill bara að hún virki.
Vandamálið með Android spjaldtölvur er að allir virkja gera "sitt". Nánast enginn með sama útlitið, rusl aukahugbúnaður sem fylgir, sumir með sín eigin app stores, þú veist nákvæmlega ekkert hvað þú ert að fá. Keypti Samsung spjald fyrir ömmu og afa svo barnabörnin gætu leikið sér, hélt ég myndi aldrei finna út hvernig ég gæti lokað á in-app purchases.
Það sem Microsoft kallar spjaldtölvur eru litlar fartölvur með full-blow W10 stýrikerfi og með venjulegum x86-64 örgjörva.
Re: Uppfærsla?.. neibjakk..
Sent: Sun 10. Des 2017 19:30
af littli-Jake
HalistaX skrifaði:UserBenchmarks: Game 101%, Desk 70%, Work 50%
CPU: Intel Core i5-3570K - 78.8%
.
Spurning hvort að benchmark taking inn í dæmið að cpu sé yfir-klukkaður.
Er ekki líka nokkuð gott að klukka þessa 3570 kubba?
Re: Uppfærsla?.. neibjakk..
Sent: Sun 10. Des 2017 19:45
af HalistaX
littli-Jake skrifaði:HalistaX skrifaði:UserBenchmarks: Game 101%, Desk 70%, Work 50%
CPU: Intel Core i5-3570K - 78.8%
.
Spurning hvort að benchmark taking inn í dæmið að cpu sé yfir-klukkaður.
Er ekki líka nokkuð gott að klukka þessa 3570 kubba?
Júúúú, 3570k kemst alveg uppí 4.5-4.6GHz með réttri kælingu. Man ekki eftir því að þeir hafi farið mikið hærra en það. En það er, já, gott overclocking power á þeim. Ég er allavegana sáttur sko... Nennti ekkert að vera að standa í þessu yfirklukk dæmi sko, þessvegna er hann bara í 4.32GHz hjá mér. Það eeeeeeer svoooooo leeeeeeiiiiiiðiiiiiinleeeeegt....
Er alveg sáttur með að þurfa ekki að upgrade'a neitt.
En það er líklega satt hjá ér að Benchmarkið taki ekki inn yfirklukkið. Veit það samt ekki, er ekki nógu fróður á þetta forrit sko.