Síða 1 af 1

Sata Raid

Sent: Lau 19. Feb 2005 19:03
af Gestir
Ég er aðeins að spá með Sata diska og að nota Raid.

Ég er með 2 diska.. IDE disk sem að stýrikerfið er á, og svo Geymsludisk sem að SATA er á.. ef ég fæ mér annan SATA disk, og ætla að Raid-a þá saman .. Verður það að vera alveg eins diskur ?

Og annað, er eg að fá mun meiri gagnaflutningshraða með því að Raid-a diskana saman, ?

Og síðast en ekki síst, Er þá betra fyrir mig að hafa Stýrikerfið á SATA diskunum þá raiduðum upp á allan vinnsluhraða að gera ?

Endilega aðstoðið mig við þetta þið sem kunnið meira á þetta en ég .. :wink:

Sent: Sun 20. Feb 2005 20:40
af Yank
Það eru til margar gerðir af Raid. En af því að þú talar um 2 diskar þá eru grundvallaratriðin þessi:

Raid 0 þ.e. 2 diskar verða að einum. Gefur meiri hraða, en í flestri venjulegri vinnslu skiptir það óverulegu máli. Eða þá t.d. Raid 1 þar sem diskur 2 er bara mirror (copy) af disk 1. Sniðugt að nota ef maður er að geyma gögn sem maður vill ekki tapa. Því maður er alltaf til backup. Ekki sniðugt að nota Raid 0 í að geyma mikilvæg gögn á því ef annar diskurinn bilar tapast öll gögn.

Það er best að hafa samskonar diska þó ekki endilega nauðsynlegt.
Það er t.d. hægt að nota t.d. 120Gb + 160Gb sömu tegundar en þá verður raid 0 einungis 120 Gb X2.

Ég er með stýrikerfi á 2xWD raptors raid 0, og set upp þá leiki þar til að stytta lodingtime. Ekki sniðugt að geyma gögn sem þú vilt ekki glata á raid 0.

Annars er ég enginn sérfræðingur í raid þannig vonandi bætir einhver meiri fróðleik við handa þér, eða leiðréttir ef eitthvað er rangt.