Síða 1 af 1

Stólavesen!

Sent: Fös 01. Des 2017 02:28
af OMG
Jæja, þá ætla ég að rifja upp umræðu sem poppar líklega upp reglulega.

En svo er mál með vexti að ég er í tómu tjóni með bak og get einfaldlega ekki verið í þessum drasl stól sem ég á.
Svo ég spyr ykkur kæru vinir, hvernig stól á maður að fá sér og hverju mæli þið með? Er ekkert með endalaust budget en ýmsu má redda;)

Fyrirfram kveðjur!!

Re: Stólavesen!

Sent: Fös 01. Des 2017 07:22
af Njall_L
Hef sjálfur tekið þessa pælingu og það er mjög erfitt að benda á einhverja eina týpu sem fittar fyrir alla. Ég mæli með að þú farir á milli verslana og prófir alvöru stóla, Penninn, Hirzlan og EG Skrifstofuhúsgögn til dæmis. Persónulega endaði ég á að kaupa Herman Miller Mirra 2 í Pennanum, hann hentar mér mjög vel.

Re: Stólavesen!

Sent: Fös 01. Des 2017 07:54
af Klemmi
Um leið og ég segi að það sé eflaust ekki vitlaust að skoða dýra og vandaða stóla, þá langar mig að benda á stól sem ég er búinn að nota núna í 3-4 ár og hefur reynst mér mjög vel. Hann er sterkbyggður og mér þykir allavega mjög þægilegur, sit í honum líklega 3-4klst á dag.

Keypti einnig svona stól fyrir kærustuna í sumar þar sem hún var orðin þreytt á draslinu sem hún átti fyrir.

https://www.rumfatalagerinn.is/stok-var ... a90f1bf326

Re: Stólavesen!

Sent: Fös 01. Des 2017 08:05
af ZoRzEr
Var í sama veseni fyrir nokkrum árum. Sat á MARKUS stól frá IKEA í mörg ár þar á undan og var orðinn mjög þreyttur á honum. Fór í leiðangur í Pennann, Hirzluna, IKEA, ÁG og fleiri. Prófaði örugglega hátt i 50 mismunandi stóla og endaði á þessum : https://www.penninn.is/is/husgogn/kab-seating-director

Sölukonan í Pennanum vildi ólm selja mér hann og bauð mér 25% afslátt án þess að ég spurði um hann. Hann hefur reyndar hækkað töluvert i verði sýnist mér. Borgaði um 110.000 kr. með afslætti 2014. Það er sko peningur sem ég sé ekki eftir. Ein besta fjárfesting sem ég hef gert.

Re: Stólavesen!

Sent: Fös 01. Des 2017 08:42
af Hizzman
Tölvuvinn mest í stól svipuðum þessum.

Mynd

Músin er á kollstól við hliðina. Borðplatan er í þeirri hæð að armarnir rétt fara undir hana.

Myndi reyndar frekar vilja stól með tauáklæði, svitna dáldið á baki og rass í þessum

Re: Stólavesen!

Sent: Fös 01. Des 2017 09:03
af blitz
Þegar ég var slæmur í bakinu notaði ég einfaldlega æfingarbolta sem stól, með fínum árangri.

Mynd

https://lifehacker.com/5830748/why-i-sw ... feels-like

Re: Stólavesen!

Sent: Fös 01. Des 2017 09:04
af kiddi
Góður stóll er gulls ígildi. Þessir rándýru 100-200-300þ kr. skrifstofustólar eru hverrar krónu virði þegar þú horfir 10 ár fram í tímann. Það er oft hægt að finna notaða alvöru stóla á klink á bland.is. Ég á tvo rándýra stóla úr Pennanum sem ég keypti úr þrotabúi á brot af nývirði fyrir 8 árum og sit ennþá á þeim í dag og hæstánægður. Notabene þá vinn ég við tölvu meira en góðu hófi gegnir.

Re: Stólavesen!

Sent: Fös 01. Des 2017 09:08
af Hallipalli
Ég fékk mér þennan (var reyndar á tilboði á 24.000kr) kom mér skuggalega á óvart. Var buin að prufa marga "ódýrari" svona stóla sem voru ekki að gera sig en þessi er nett solid og styður vel við bak

https://www.rumfatalagerinn.is/stok-var ... a90f1bf326

Re: Stólavesen!

Sent: Fös 01. Des 2017 09:39
af oskar9
Ég hef notað KAB seating - Director í sirka 10 ár, besti stóll sem ég hef prufað, hann er reyndar frekar dýr en þetta er langtíma eign, hann fæst í pennanum

Re: Stólavesen!

Sent: Fös 01. Des 2017 12:27
af Baldurmar
Ég fékk frábæra þjónustu í Hirzlunni um daginn, mæli með að kíkja þangað og máta.

Re: Stólavesen!

Sent: Fös 01. Des 2017 13:31
af olihar
Klárlega besti stóllinn en shit hvað Penninn er aftur komnir í ruglið með verð.

https://www.penninn.is/is/husgogn/herma ... remastered

Re: Stólavesen!

Sent: Fös 01. Des 2017 13:39
af Sallarólegur
ZoRzEr skrifaði:Var í sama veseni fyrir nokkrum árum. Sat á MARKUS stól frá IKEA í mörg ár þar á undan og var orðinn mjög þreyttur á honum. Fór í leiðangur í Pennann, Hirzluna, IKEA, ÁG og fleiri. Prófaði örugglega hátt i 50 mismunandi stóla og endaði á þessum : https://www.penninn.is/is/husgogn/kab-seating-director
Þessi kostar 115þ. í Svíþjóð :-k

Tvöfaldast greinilega allt hjá Pennanum.

https://www.ergoff.se/bevakning/283-kab ... sstol.html

Re: Stólavesen!

Sent: Fös 01. Des 2017 13:46
af olihar
Sallarólegur skrifaði:
ZoRzEr skrifaði:Var í sama veseni fyrir nokkrum árum. Sat á MARKUS stól frá IKEA í mörg ár þar á undan og var orðinn mjög þreyttur á honum. Fór í leiðangur í Pennann, Hirzluna, IKEA, ÁG og fleiri. Prófaði örugglega hátt i 50 mismunandi stóla og endaði á þessum : https://www.penninn.is/is/husgogn/kab-seating-director
Þessi kostar 115þ. í Svíþjóð :-k

Tvöfaldast greinilega allt hjá Pennanum.

https://www.ergoff.se/bevakning/283-kab ... sstol.html
Já þetta er reyndar án VSK, en já ég var að spá í að endurnýja minn og panta frá Bretlandi t.d. þar er hann á 108þ án vsk.