Síða 1 af 1
25-30 þús uppfærsla
Sent: Lau 19. Feb 2005 00:04
af w.rooney
hvernig upppfærslu myndu menn mæla með fyrir svoa ca 25-30 þús .. ég á kassa og skjá þannig að maður þarf ekki að kaupa það .. en með hverju myndu menn mæla með fyrir sem best dót og minnstan pening ?
Sent: Lau 19. Feb 2005 12:11
af kristjanm
Það fer allt eftir því hvaða hluti þú ert með í tölvunni fyrir og hvað þú notar tölvuna mest í.
Hvaða móðurborð, örgjörva, vinnsluminni, skjákort, harðan disk og aflgjafa ertu með?
Sent: Lau 19. Feb 2005 18:51
af w.rooney
þá er ég að tala um frá móðurborði og uppúr.. en þetta er ekkert heilög upphæð.. bara gott dót.. fyrir sem minnstan pening... mer vantar allt dótið þetta er bara svona basic tölvu notkun .. ekkert tölvuleikja dót mikið nema rétta need 4 speed og FIFA 2005
Sent: Lau 19. Feb 2005 18:59
af kristjanm
Ef þú vilt fá allan pakkann fyrir lítinn pening ættirðu að reyna að kaupa hann notaðan. Það eru oft mjög góð tilboð á notuðum tölvum hérna á vaktinni, samt ekkert á 25-30 þúsund kall nema að það sé mjög lélegt.
Þú getur gleymt því að kaupa nýja almennilega tölvu á minna en 50 þús kall, þótt að þú sért með skjá og tölvukassa.