Síða 1 af 1

Toyo Observe GSi-5

Sent: Mið 15. Nóv 2017 14:39
af Sidious
Hver er reynsla manna af þessum dekkjum? Ég er eins belja á svelli í smá snjó og tala nú ekki um frosti. Er þetta bara ég? Ég keypti bílinn notaðan en dekkin virðast vera nýleg.

Re: Toyo Observe GSi-5

Sent: Mið 15. Nóv 2017 14:44
af Pandemic
Er ekki bara vitlaus loftþrýstingur í dekkjunum? Ég er á þessum dekkjum og hef ekkert nema gott að segja, hemlun er líka mjög góð.
Var einmitt að prófa að negla niður á ísilögðu plani og Mazdan mín stoppaði vel innan við það sem ég teli ásættanlegt með nöglum.
Ég er að vinna með 34 pund á mínum, minnir að speccarnir segi 36.

Re: Toyo Observe GSi-5

Sent: Mið 15. Nóv 2017 17:50
af littli-Jake
Prófaðu að hreinsa þau. Gæti verið að tjaran sé að loka fyrir micro skurðinn.
Held að N1 séu með hreinsiefni fyrir þetta á brúsa

Re: Toyo Observe GSi-5

Sent: Mið 15. Nóv 2017 18:18
af Sidious
Skoða þetta tvennt á eftir. Það er eins og dekkin hafi lítið sem ekkert grip.

Re: Toyo Observe GSi-5

Sent: Mið 15. Nóv 2017 18:26
af GuðjónR
Ég er með Toyo harðskeljadekk veit ekki nákvæmlega hvaða týpa en þau eru hrikaleg í bleytu. Ég ákvað í sumar að sleppa því að setja sumardekkin og keyra þessi út þar sem það er ekki eftir nema 4mm að mynstrinu en ég má ekki fara hraðar en 25-30km í innri hring hringtorgs ef það er rigning því þá skauta ég út í þann ytri. Þau eru annars fín í hálku og snjó en skelfileg í regni og slabbi.

Re: Toyo Observe GSi-5

Sent: Mið 15. Nóv 2017 19:08
af kizi86
tjöruhreinsir tjöruhreinsir tjöruhreinsir! úðaðu vel á dekkin með tjöruhreinsi og leyfðu hreinsinum að vinna í góðan tíma áður en hreinsar af (helst með háþrýstidælu)

Re: Toyo Observe GSi-5

Sent: Mið 15. Nóv 2017 20:01
af Sidious
Ég var einmitt búinn að lenda í háska á hringtorgi, þurfti að yfirgefa það fyrr en ég ætlaði.

Re: Toyo Observe GSi-5

Sent: Fim 16. Nóv 2017 09:05
af Halli25
Pandemic skrifaði:Er ekki bara vitlaus loftþrýstingur í dekkjunum? Ég er á þessum dekkjum og hef ekkert nema gott að segja, hemlun er líka mjög góð.
Var einmitt að prófa að negla niður á ísilögðu plani og Mazdan mín stoppaði vel innan við það sem ég teli ásættanlegt með nöglum.
Ég er að vinna með 34 pund á mínum, minnir að speccarnir segi 36.
x2 er bara mjög sáttur við mín Toyo GSi-5 og keyri Hellisheiði á hverju degi