Síða 1 af 1

DVI -> VGA converter

Sent: Mið 16. Feb 2005 21:21
af zaiLex
Ég prófaði að nota svona converter á gamla skjákortið mitt sem var með 1x vga tengi og 1x dvi tengi og það virkaði ekki (kom ekkert á skjáinn), þá hélt ég bara að dvi tengið/skjárinn væri bilaður. Síðan keypti ég mér nýtt skjákort sem er bara með 2x dvi tengi en ekkert vga þannig ég VARÐ að nota svona converter en það virkaði ekki heldur, þá prófaði ég að skipta um skjá og ekkert virkaði. Þá keypti ég mér nýjan converter aðþví að þessi hlaut bara að vera bilaður.. en það virkar ekki heldur!!

Er ég að misskilja hvernig þessi tengi eiga að virka?! ](*,)

Hvað í veröldinni getur verið að ?!

Sent: Mið 16. Feb 2005 23:10
af Snorrmund
Hljómar heimskulega en prufaðu að herða á helvítis skrúfunum á tengjunum.. ég er með 1 Vga og 1 DVI og 2 skjái þetta var ekkert að virka fyrst.. reddaðist eftir að ég herti þetta.. (bara ekki herða of mikið :D)

Sent: Fim 17. Feb 2005 17:28
af zaiLex
já þetta er alveg 110% hert, gerði þetta með skrúfjárni + töng og alles.[/b][/i]

Sent: Fim 17. Feb 2005 17:33
af Snorrmund
Núnú.. þá er fátt sem ég gæti giskað á..

Sent: Fim 17. Feb 2005 23:52
af Pandemic
Það fylgir nú yfirleitt svona tengi með skjákortunum sem þú kaupir mæli með að þú notir það sem fylgir.
Annars er það mjög furðulegt af hverju þetta er ekki að virka.



Btw ertu nokkuð með kveikt á skjánum :lol:

Sent: Fös 18. Feb 2005 10:02
af zaiLex
Já ég er með kveikt á skjánum, og ég keypti skjákortið notað svo það fylgdi ekkert svona tengi með.. ég keypti svona tengi.. http://www.computer.is/vorur/1626

Sent: Fös 18. Feb 2005 15:57
af Róbert
sælir,
hver er helsti munur á því að nota þessi dvi tengi ?
hvað hefur dvi fram yfir vga ?
er mjög forvitinn á að fá að vita þetta.

Sent: Fös 18. Feb 2005 19:42
af SolidFeather
Er ekki betri Lita gæði í DVI?

Sent: Fös 18. Feb 2005 20:33
af DoRi-
mig minnir að maður komist ekki niðurí ákveðna upplausn með DVI

Sent: Fös 18. Feb 2005 20:56
af Pandemic
Með DVI þarftu ekki að stilla stærðina á skjánum og laga eins og þarf alltaf. Margir lcd skjáir sem eru með VGA eru komnir með takka til að stilla hæðina,breidina,stöðuna á myndinni.
VGA er analog(held að þetta sé rétt) og DVI er Digital.
túpusjáir fá merki í analog signali og skjákort með VGA tengi sjá um að converta Digital signali yfir í Analog sem er ekki hentugt þar sem myndinn á það til að missa gæði.
"flatir" skjáir eru Digital og tölvur Digital þessvegna er mjög óhentugt að converta Digital signali tvisvar sinnum frá skjákortinu og í skjánum bara til þess að geta notað VGA kaplana.

GMG þetta er flókið og vonandi rétt

Sent: Sun 20. Feb 2005 11:04
af Róbert
Takk fyrir þetta nú veit ég í hverju munurinn liggur.