Síða 1 af 1

Turn project fyrir næsta sumar

Sent: Fim 02. Nóv 2017 11:11
af Sidious
Sæl/ir

Nú fékk ég þá grillu í hausinn að nú væri rétti tíminn að byrja setja saman turn tölvu, nokkrum árum eftir að mig fór fyrst að klæja til þess. Þannig séð þá veit ég ekkert hvað ég er að gera en þetta hlýtur að reddast á endanum. Planið hjá mér er að setja turninn saman í skrefum, ég hef ekki efni á því að kaupa alla hlutina í einu eins og er. Fyrsta púslið var pantað frá amazon.uk og er komið í hús en það var "Fractal Design Define R5" sem er nú vel geymdur út í horni og enn í kassanum :D

Nú er ég að velta fyrir mér næstu skrefum. Markmiðið er að vera búin að setja turninn saman fyrir næsta sumar eða í síðasta lagi um haustið, þannig ég hef nægan tíma. Ég kem til með að reyna nýta útsölur eins og Black Friday eins mikið og ég get. Ég er samt að velta því fyrir mér hvort það sé ekki alveg öruggt að kaupa alla parta t.d. frá Bretlandi, vegna þess þeir eru með öðruvísi klær fyrir innstungur en við hérna heima.

En allavega stóra spurningin og ástæðan fyrir því að ég kem hingað og pósta þessu. Hvaða parta teljiði að væri skynsamlegast fyrir mig að byrja á því að kaupa? Er eitthvað sem ég ætti að forðast að kaupa því að uppfærsla er rétt handan við hornið (ég veit það eru alltaf uppfærslur væntanlegar)? Skiptir þetta kannski engu máli og ég ætti bara að kaupa hluti þegar þeir eru á góðum prís?

Öll aðstoð væri vel þeginn :baby

Re: Turn project fyrir næsta sumar

Sent: Fim 02. Nóv 2017 22:06
af demaNtur
Réttast væri kannski að setja pening til hliðar í hverjum mánuði og kaupa allt á sama tíma þegar þú hefur safnað fyrir því sem þig langar í*. Verðin lækka með hverjum degi, ofan á það þá myndiru spara þér hellings pening bara í sendingarkosnaði á að taka allt í einum rikk.

*Eða það er það sem ég myndi gera.

Re: Turn project fyrir næsta sumar

Sent: Fim 02. Nóv 2017 23:50
af Baldurmar
Allt dótið frá overclockers, fyrir utan eitthvað með fastar klær á snúrum (hleðslutæki t.d), eiga að virka hérna heima.

Ég myndi líka gera það sem að demaNtur stakk upp á, safna fyrir tölvunni og kaupa all frekar en að kaupa hlut og hlut.
Þá getur þú ákveðið þegar að því kemur hvað hún má í raun kosta.

Hætta á að þú endir með 3/4 af tölvu sem að þú þarf að selja á 50% verði ef að eitthvað kemur uppá / breytist.

Myndi líka passa mig á að skoða vel verðin á overclockers/amazon vs tölvubúðir hérna heima.
Það er oft ódýrara að kaupa hluti hérna en að borga sendingarkostnað + vsk + tollgerð + umsýslugjöld