Síða 1 af 1
Vantar ráðleggingar um góðan skjá
Sent: Þri 15. Feb 2005 22:58
af Palm
Mig langar að kaupa mér góðan skjá til að nota við myndvinnslu.
Ég bý erlendis og hef verið að spá í að kaupa frá þessari síðu:
http://www.datorbutiken.com/b2b/
Fara svo í monitorer í vinstri dálki.
Er að spá í 17 eða 19 tommum.
Getið þið ráðlagt mér með einhverjum góðum skjáum fyrir myndvinnslu sem eru þarna og kosta ekki morðfjár.
Palm
Sent: Fim 24. Feb 2005 15:38
af Palm
hmm er enginn sem er tilbúinn að gefa mér einhver ráð?
Palm
Sent: Fim 24. Feb 2005 18:10
af skipio
Mér finnst eins og þú hafir verið að spyrja að þessu sl. sumar líka. Passar það ekki?
Allavega, held ég endurtaki bara það sem mig minnir að ég hafi sagt þá; kaupa skjá með Diamondtron Pro túbu - t.d. frá Mitsubishi, Lacie o.fl.
Ef þú finnur ennþá F-línu skjái frá Sony (framleiðslu hætt fyrir nokkrum árum en stundum enn fáanlegir) þá eru þeir líka mjög góðir.
Ef þú vilt LCD-skjá sem ég mæli reyndar síður með þá er það aðalatriðið að kaupa skjá sem er ekki með TN-panel. Best að fá með S-IPS panel en næstbest er PVA og svo MVA. Ég var annars að skrifa svar um LCD-skjái rétt áðan á photo.net svo ég held ég pósti því bara í heild sinni:
Ég skrifaði:The trick when buying a LCD monitor for graphics use is to not get a monitor that uses a TN-panel.
There are in general four different types of LCD-panels:
* TN - which is normally found in cheaper 17-19" monitors.
* MVA - has better color, black level, and viewing angle than TN-type monitors but inferior response rate.
* PVA - similar to MVA but developed by a different company (Samsung) and is generally considered to be better than MVA
* IPS - seems to be the norm for most 20"+ LCD-monitors. IPS-panels are normally considered to have the highest quality colors but do have inferior black-level compared to MVA/PVA type panels. Eizo, Apple, Lacie, etc. use IPS panels for their high-end monitors (in fact, normally a recent variation of IPS called S-IPS which has better response rate).
In nutshell you want to avoid LCD monitors that have TN-panels and especially those that have a 6-bit panels (normally advertised as having 16.2 or 16 million colors as opposed to 16.7 million colors for 8 bit panels). If possible you should purchase a S-IPS monitor but PVA and MVA monitors may also be fine, depending on the subtype of the panel (especially PVA IMHO).
Note also that not all panels are created equal even if they use the same type of panel. Some monitors do, for example, feature 10 bit gamma correction which yields more accurate colors and and so on.
Prad.de is the premier LCD-site that I know of on the Internet but unfortunately most of the site is in German. However,
the part I find most useful is easy to understand even if you don't read German, the feature to look up different LCD-monitors and see what kind of panel they use.
Eizo eru bestir í LCD-skjám en svo er nýi 10-bita Lacie skjárinn ágætur líka (Þeir eru of dýrir fyrir þig samt). Fyrirtæki eins og Apple, Iiyama o.fl. búa líka til nothæfa LCD-skjái fyrir grafíkvinnslu.
Standard ódýru LCD-skjáirnir í Evrópu sem eru nothæfir fyrir grafíkvinnslu eru svo Belinea 101751 (17") og Belinea 101920 (19"). Þetta eru PVA-skjáir. Iiyama (og Eizo?) selja líka 19" S-IPS skjái í Evrópu en þú mátt finna þá sjálfur á prad.de staðnum sbr. linkinn í quote-inu.
Ok?
Sent: Fim 24. Feb 2005 18:38
af Pandemic
Veistu hvað AgNeovo skjáirnir eru með?
X serian
Sent: Fim 24. Feb 2005 22:23
af skipio
Pandemic skrifaði:Veistu hvað AgNeovo skjáirnir eru með?
X serian
MVA í öllum AG Neovo skjáunum - helsti munurinn á E og X skjáunum sýnist mér vera sá (fyrir utan að X-skjáirnir eru flottari) að það er hægt að fara á lægri kelvin gráðu á X-skjánum (5000K í stað 6500).
Litirnir eru reyndar flottir hjá Neovo og gott black-level en gallinn við MVA (og PVA) er að litirnir eru ekki jafn nákvæmir og með S-IPS, sérstaklega þegar maður horfir ekki alveg beint á skjáinn.
Hefðir líka getað flett þessu upp á prad.de hlekknum.
Sent: Mán 28. Feb 2005 08:13
af Palm
Takk kærlega fyrir þessar upplýsingar Skipio.

Já það er rétt að ég spurði um sams konar hluti síðastliðið sumar.
Er ekki ennþá búinn að kaupa mér skjá - þetta er svo flókið mál - vil nefnilega kaupa rétta skjáinn
Ef þú hefðir tíma til að kíkja á síðuna sem ég sendi með og segja mér hvort þú kannist við einhver model þar (17/19/20") sem eru virkilega góð fyrir ljósmynda og grafiska vinnslu þá væri það frábært.
Takk enn og aftur fyrir góð svör.
Palm
Sent: Þri 01. Mar 2005 01:43
af skipio
Sko, ég þekki tæknilega séð lítið af þessum CRT-skjám þarna en ég myndi skoða 22" Philips CRT skjáinn, 19" Iiyama HM903DTB og 19" Samsung 959NF. Kannski líka 22" LG skjáinn en ég held svona eftir að hafa litið á þá gróflega að ég myndi frekar taka Philips.
Ekki taka neina 17-19" LCD skjái sem eru með 16ms eða minna í response time og enga LCD skjái sem eru ekki með DVI. Skásti LCD-skjárinn væri væntanlega NEC MultiSync LCD2080UX og kannski Samsung 193P ef þú tækir 19". Annars geturðu bara flett upp á prad.de (sjá linkinn frá því áðan) og séð hvaða skjáir eru með IPS, PVA og MVA. (Nec-skjárinn er með S-IPS og 193P með PVA.)
Svo endurtek ég bara það sem ég sagði sl. sumar að það er alltaf best að kaupa tölvuskjái local því það er með þá eins og „box of chocolate ... you never know what you're going to get“.
Sent: Sun 22. Maí 2005 14:02
af Palm
Jæja - ég er loksins búinn að kaupa skjá - endaði á því að fá mér Eizo ColorEdge CG19 - er bara mjög ánægður með hann.
Það er reyndar skrítið að max upplausnin á honum er held ég bara 1280x1024 sem er svoldið lítið í dag - líklega einhver góð skýring á því.
Þarf svo að stilla hann almennilega (calibrera hann) bráðlega svo ég sé örugglega að vinna með rétta liti - sýnist að svona stillingar tæki kosti alveg 25Þ kall í það minnsta og svo svoldið mál að læra á það allt saman.
Tók líka eftir að þegar maður skrollar hægri vinstri og það er t.d mynd á þessu spjallborði (mynd og stór svo það komi scrollbar til hægri) þá koma smá bylgjur í myndina meðan maður scrollar til hægri. Það er samt örugglega á flestum svona skjám - maður tekur bara eftir öllu þegar maður er nýbúinn að fá svona græju.
Takk enn og aftur fyrir góð svör skipo.
Palm