Síða 1 af 1
Panta dekk erlendis?
Sent: Þri 31. Okt 2017 14:08
af falcon1
Eru menn mikið að panta dekk erlendis frá? Hvar er best að panta og eru einhver gjöld önnur en VSK sem leggst á það ef maður pantar erlendis frá?
Re: Panta dekk erlendis?
Sent: Þri 31. Okt 2017 14:40
af Klemmi
Það er VSK, auk 40kr á hvert kg, en það nær engum upphæðum sem skipta máli.
Ekki má svo gleyma tollskýrslugerðinni, ef þú kaupir þá þjónustu er það almennt ~3500-5000kall.
Re: Panta dekk erlendis?
Sent: Þri 31. Okt 2017 15:00
af B0b4F3tt
Ég pantaði Michelin Pilot Alpin 4 (235/45/18) vetrardekk frá
http://www.camskill.co.uk. Þau voru komin heim til mín á 115 þúsund. Þau voru send með Fedex heim til mín og tók allt ferlið nokkra daga.
Mæli sterklega með þessu.
Re: Panta dekk erlendis?
Sent: Þri 31. Okt 2017 15:18
af peturm
Ég var að fá í hendurnar 235/45/18 Pirelli ZottoZero 3 - komu heima á 114 þús. Pantaði á mánudaginn í síðustu viku og fékk þau fyrir tveimur tímum.
Re: Panta dekk erlendis?
Sent: Þri 31. Okt 2017 15:59
af Pandemic
Fer svolítið eftir því hvernig dekk.
Borgaði 67 fyrir minn umgang af Toyo Observe GSi-5 16 tommur sem hefði ekki borgað sig að flytja inn.
Re: Panta dekk erlendis?
Sent: Þri 31. Okt 2017 16:24
af falcon1
Re: Panta dekk erlendis?
Sent: Þri 31. Okt 2017 16:34
af Sallarólegur
Re: Panta dekk erlendis?
Sent: Þri 31. Okt 2017 17:53
af brain
Pantaði Nokian Hakkapeliitta R2 frá Camskill.
Komu uppá um 62.000
verð hjá Max 1: 24.900 stk
Re: Panta dekk erlendis?
Sent: Þri 31. Okt 2017 18:07
af GuðjónR
En talandi um vetrardekk, ég þarf einmitt að panta slík. Er með Toyo dekk sem eru alveg að syngja sitt síðasta.
Eru einhver ein dekk frekar en önnur sem þið mælið með í stærðinni 195x65x15 frá Camskill?
Re: Panta dekk erlendis?
Sent: Þri 31. Okt 2017 20:01
af brain
Re: Panta dekk erlendis?
Sent: Þri 31. Okt 2017 22:24
af jeep84
Á til dekk handa þér Continental 195/65 R15 nelgd notuð í fyrravetur í smátíma konan seldi bílinn og passa ekki á nýja bílinn, fást á hálfum prís 42.000 þar sem dekk eru búin að lækka það mikið geri ég ekki ráð fyrir að selja þau á mikið meira S.8983091
Re: Panta dekk erlendis?
Sent: Fim 02. Nóv 2017 09:25
af flottur
Ég er einmitt að skoða þessa camskill síðu, ég er að leita eftir dekkjum fyrir 22" felgurnar mínr.
Hafa menn almennt góða reynslu af þessari síðu og mæla vaktarar með henni?
Re: Panta dekk erlendis?
Sent: Fim 02. Nóv 2017 10:11
af Jón Ragnar
flottur skrifaði:Ég er einmitt að skoða þessa camskill síðu, ég er að leita eftir dekkjum fyrir 22" felgurnar mínr.
Hafa menn almennt góða reynslu af þessari síðu og mæla vaktarar með henni?
Ég hef pantað þaðan og er 100% sáttur
Re: Panta dekk erlendis?
Sent: Fim 02. Nóv 2017 10:20
af Cascade
Ég skoðaði þetta mikið áður en ég keypti 17/55/215 dekk á skódann minn.
Þeir áttu bara "evrópsk" vetrar dekk, sem kallast eiginlega bara rigningardekk hérna.
En þeir hafa einmitt spes flokk fyrir "nordic winter tires" en þar var ekkert til.
Ég var í tölvupóst samskiptum við þá og þeir bara áttu í erfiðleikum með að útvega þannig dekk
Svo hinsvegar, þá er þessi stærð nokkuð "venjuleg" og verðmunurinn þarna og t.d. costco var bara mjög svo lítill.
Mér finnst eins og ef þú ert að fara kaupa dáldið "spes" dekk (18"+) þá er þetta muna svakalega, en fyrir 14-17" ekki svo mikið
Ég endaði á Michelin Xice3 í coscto 96þús komið undir bílinn
(það kostar 7-9 þús að umfelga svona dekk yfirleitt, sem þarf að bæta í verðið hjá camskill)
Re: Panta dekk erlendis?
Sent: Fim 02. Nóv 2017 10:24
af blitz
Nokian Hakkapeliitta R2 í 205/55 R16 kosta 103.960 hjá Max1 - sömu dekk eru á 81.000 frá Camskill hingað komin.
Re: Panta dekk erlendis?
Sent: Fim 02. Nóv 2017 10:40
af nidur
Pantaði seinusta skammt af dekkjum af camskills, ekkert vesen, afhent út í vinnu.
Þau voru bara til í sólningu, er ennþá að bíða eftir svari við póstinum sem ég sendi á þá um verð og hvort þeir ættu þau til. Það var í byrjun sumars.
Held ekki í vonina að fá svar upp úr þessu
Re: Panta dekk erlendis?
Sent: Fim 02. Nóv 2017 14:47
af flottur
Cascade skrifaði:Ég skoðaði þetta mikið áður en ég keypti 17/55/215 dekk á skódann minn.
Þeir áttu bara "evrópsk" vetrar dekk, sem kallast eiginlega bara rigningardekk hérna.
En þeir hafa einmitt spes flokk fyrir "nordic winter tires" en þar var ekkert til.
Ég var í tölvupóst samskiptum við þá og þeir bara áttu í erfiðleikum með að útvega þannig dekk
Svo hinsvegar, þá er þessi stærð nokkuð "venjuleg" og verðmunurinn þarna og t.d. costco var bara mjög svo lítill.
Mér finnst eins og ef þú ert að fara kaupa dáldið "spes" dekk (18"+) þá er þetta muna svakalega, en fyrir 14-17" ekki svo mikið
Ég endaði á Michelin Xice3 í coscto 96þús komið undir bílinn
(það kostar 7-9 þús að umfelga svona dekk yfirleitt, sem þarf að bæta í verðið hjá camskill)
7-9 þús fyrir hvert dekk eða öll 4?
Re: Panta dekk erlendis?
Sent: Fim 02. Nóv 2017 15:12
af Cascade
Smá óþægilegt þegar orð er eins og ein- og fleirtölu
En ég er að tala um allan umganginn
http://www.visir.is/g/2017171019694
Það verður svo oft dýrara þegar dekkin verða stærri, þarna eru þetta 16"
Mig einmit dauðlangaði í þessi Nokian dekk, það var ekkert til af þeim fyrir rúmum mánuði, núna er e-ð smá til, ekki í stærðinni sem mig vantar samt
Annars er til 225/55/17, mjög líkt
4stk af þeim kosta £489.17á skatts og shipping 120 pund (uppgefið í tölvupósti)
Þá er þetta að enda í 106þús með vsk, eða rúmlega 112þús komið undir bílinn.
Michelin xice 3 er alveg í sama flokki og nokian og þau enduði í 96þús undir hjá mér
Svo þetta er ekki sjálfgefið að það sé ódýrara að panta þarna úti
Re: Panta dekk erlendis?
Sent: Fim 02. Nóv 2017 16:06
af flottur
miða við verðin á 22" hérna heima þá er ég farinn að hallast að því að það sé samt ódýrara þarna úti
Re: Panta dekk erlendis?
Sent: Fim 02. Nóv 2017 18:02
af brain
Ekki gleyma að uppgerfin verð frá camskill lækka þegar þau eru flutt úr landi í UK. Í mínu tilfelli þá lækkuðu þau úr 104 pundum í um 80 pund stykkið
Re: Panta dekk erlendis?
Sent: Fim 02. Nóv 2017 19:42
af Cascade
Ja ég gleymdi því ekki
En já ég er nokkuð viss um að 22" dekk séu alveg töluvert mikið ódýrari þarna