Síða 1 af 1
Light bleed á nýjum skjá
Sent: Mán 30. Okt 2017 19:48
af agnarkb
Var að kaupa mér nýjan rándýran skjá. Núna eftir að hafa sett hann upp þá sé ég töluvert ljós í efra horni hægra meginn. Djöfullinn.
Þetta ætti að vera ábyrgðarmál er það ekki?
Finnst þetta vera of mikið.
Re: Light bleed á nýjum skjá
Sent: Mán 30. Okt 2017 19:50
af arons4
Hvernig skjár? Þekkt vandamál á sumum skjám. Sem dæmi 34" gsync skjáirnir frá acer og asus.
Re: Light bleed á nýjum skjá
Sent: Mán 30. Okt 2017 19:51
af agnarkb
arons4 skrifaði:Hvernig skjár? Þekkt vandamál á sumum skjám. Sem dæmi 34" gsync skjáirnir frá acer og asus.
https://att.is/product/asus-27-pg279q-leikjaskjar
Re: Light bleed á nýjum skjá
Sent: Mán 30. Okt 2017 20:03
af Hakuna
Miðað við verðið hefði maður nú haldið að þetta ætti að vera í lagi, myndi hiklaust hringja í att og láta þá vita og athuga hvort þú getir ekki komið og skilað skjánum og fengið annan. Láttu þá samt prófa skjáinn áður en þú ferð með hann heim.
Re: Light bleed á nýjum skjá
Sent: Mán 30. Okt 2017 20:09
af agnarkb
Andskotinn. Mun hafa samband við att a morgun.
Re: Light bleed á nýjum skjá
Sent: Mán 30. Okt 2017 20:33
af Hakuna
Thumbs up á Wolfenstein, en já þetta er svolítið mikið fyrir svona dýran skjá. Heyrðu í þeim á morgun, er viss um að þeir geri eitthvað gott í þessu, alltaf topp þjónusta frá þeim.
Re: Light bleed á nýjum skjá
Sent: Mán 30. Okt 2017 20:47
af olihar
Algengt vandamál á þessum leikjaskjáum, en reyndu bara að fá nýjan.
Re: Light bleed á nýjum skjá
Sent: Mán 30. Okt 2017 21:04
af agnarkb
olihar skrifaði:Algengt vandamál á þessum leikjaskjáum, en reyndu bara að fá nýjan.
Já en aldrei séð það svona áberandi.
Re: Light bleed á nýjum skjá
Sent: Mán 30. Okt 2017 21:05
af Emarki
Ips skjáir þjást af svolitlu light bleed.
Enn þetta er of mikið til að teljast eðlilegt.
Kynntu þér málið í kvöld með að googla skjáinn og light bleed.
Talaðu svo við att.is á morgunn, ég hef alltaf fengið frábæra þjónustu frá att.is enn það var reyndar fyrir að tölvulistinn gleypti þá.
Kv. Einar
Re: Light bleed á nýjum skjá
Sent: Mán 30. Okt 2017 21:17
af agnarkb
Emarki skrifaði:Ips skjáir þjást af svolitlu light bleed.
Enn þetta er of mikið til að teljast eðlilegt.
Kynntu þér málið í kvöld með að googla skjáinn og light bleed.
Talaðu svo við att.is á morgunn, ég hef alltaf fengið frábæra þjónustu frá att.is enn það var reyndar fyrir að tölvulistinn gleypti þá.
Kv. Einar
Smá bleed í köntum er í lagi, svo lengi sem maður tekur ekki eftir því. En þegar það er svona langt niður á skjáinn þá er það ekki hægt.
Re: Light bleed á nýjum skjá
Sent: Mán 30. Okt 2017 22:10
af worghal
já ég mundi aldrei sætta mig við þetta.
beint í att með þetta!
Re: Light bleed á nýjum skjá
Sent: Mán 30. Okt 2017 23:05
af Hnykill
Já þetta er aðeins of mikið. ég get vel trúað að þetta sé ábyrgðarmál.
Re: Light bleed á nýjum skjá
Sent: Mán 30. Okt 2017 23:23
af agnarkb
Slökkti öll ljós og setti svarta mynd á skjáinn. Það er bleed í hinum hornum en ekkert sem maður tekur eftir.
Bara þarna í efra hægra horni.
Re: Light bleed á nýjum skjá
Sent: Mán 30. Okt 2017 23:36
af SolidFeather
Manni kvíður einmitt alltaf fyrir því að kaupa LCD skjái, bara happ og glapp hvort að maður lendir á þolanlegu eintaki.
Re: Light bleed á nýjum skjá
Sent: Þri 31. Okt 2017 12:29
af ÓmarSmith
Er sjálfur með Acer Predator X34... ég skilaði honum og fékk annann.. sem ég skilaði svo líka og tók aftur upprunalega.
Það er alltaf lightbleed á IPS skjám en það besta er að maður sér þetta aldrei í notkun , nema þú sért apð vinna með alveg svartan skjá.
ég verð aldrei var við þetta í leikjum, myndaglápi eða photoshop fikti, amk ekki þannig að þetta skipti.
en maður veit af þessu og það "böggar mann" kannski smá
Re: Light bleed á nýjum skjá
Sent: Þri 31. Okt 2017 13:51
af agnarkb
ÓmarSmith skrifaði:Er sjálfur með Acer Predator X34... ég skilaði honum og fékk annann.. sem ég skilaði svo líka og tók aftur upprunalega.
Það er alltaf lightbleed á IPS skjám en það besta er að maður sér þetta aldrei í notkun , nema þú sért apð vinna með alveg svartan skjá.
ég verð aldrei var við þetta í leikjum, myndaglápi eða photoshop fikti, amk ekki þannig að þetta skipti.
en maður veit af þessu og það "böggar mann" kannski smá
Venjulega light bleed-ið á skjánum sást ekkert í vinnslu eða í spilun. Ekki einu sinni mjög dimmum senum í leik. En, efra hornið hægra megin var vel upplýst og miklu meira en venjuleg LCD/IPS light bleed.
Re: Light bleed á nýjum skjá
Sent: Þri 31. Okt 2017 18:28
af agnarkb
Jæja, fékk honum skipt út! ALLT ANNAÐ! Lítur út fyrir að vera meira á mynd en þetta er allt annað líf.
- 20171031_174601.jpg (1.08 MiB) Skoðað 1217 sinnum
Re: Light bleed á nýjum skjá
Sent: Þri 31. Okt 2017 20:39
af Hakuna
Frábært, þetta er allt annað! Att klikka ekki
Re: Light bleed á nýjum skjá
Sent: Þri 31. Okt 2017 20:54
af kiddi
Ég hef tekið eftir því að svona light bleed er verst á glænýjum skjám fyrstu vikurnar svo virðist þetta lagast. Ég er með LG 34" fyrstu kynslóð sem ég ætlaði að skila þegar ég fékk hann fyrst, en svo dróst það á langinn og áður en ég vissi af var vandamálið nánast horfið. Annars eru engir LED IPS skjáir alveg lausir við þetta vandamál sem ég veit um. OLED & plasma er það eina sem þjáist ekki af svona baklýsingu sem ég veit af.
Re: Light bleed á nýjum skjá
Sent: Þri 31. Okt 2017 21:06
af Hnykill
Att fær prik fyrir þetta hjá mér. stóran plús. við erum oft að eyða fleiri hundruð þúsundum í þessar tölvur okkar og það er gott að sjá svona. hef átt ófá viðskipti við Att og á eftir að halda því áfram.
Margir taka því nefnilega þegar þeir fá vörur frá tölvufyrirtæki eins og að þeir hafi framleitt þetta sjálfir. en þettu eru innflutnings og söluaðilar af þessum hlutum. þeir panta ákveðna vöru að utan og selja okkur. svo þegar eitthvað kemur bilað eða ekki í lagi þá er það umboð söluaðila að skila þessu til baka og fá nýtt.
Ég panta oftast tölvuhluti í gegnum verslanir hér á landi þó svo að það kosti mig aðeins meira. því ábyrgð skiptir mig miklu máli. þetta er tugþúsund króna virði hlutir og vil ekki þurfa að tala við einhvern hinum megin í heiminum um bilaða hluti, senda honum á minn kostnað og svo kannski 8 vikum seinna fá bara eitthvað svar.
Dauðir pixlar eru alveg ábyrgðarmál, en light bleed lítið talað um. en þetta sýnir mér bara hvað Att eru viðmótsgóðir og flott fyrirtæki. þetta er mjög traustvekjandi og gott move hjá þeim.
Re: Light bleed á nýjum skjá
Sent: Þri 31. Okt 2017 21:15
af Hakuna
Hnykill skrifaði:Att fær prik fyrir þetta hjá mér. stóran plús. við erum oft að eyða fleiri hundruð þúsundum í þessar tölvur okkar og það er gott að sjá svona. hef átt ófá viðskipti við Att og á eftir að halda því áfram.
Margir taka því nefnilega þegar þeir frá vörur frá tölvufyrirtæki eins og að þeir hafi framleitt þetta sjálfir. en þettu eru innflutnings og söluaðilar af þessum hlutum. þeir panta ákveðna vöru að utan og selja okkur. svo þegar eitthvað kemur bilað eða ekki í lagi þá er það umboð söluaðila að skila þessu til baka og fá nýtt.
Ég panta oftast tölvuhluti í gegnum verslanir hér á landi þó svo að það kosti mig aðeins meira. því ábyrgð skiptir mig miklu máli. þetta er tugþúsund króna virði hlutir og vil vil ekki þurfa að tala við einhvern hinum megin í heiminum um bilaða hluti, senda honum á minn kostnað og svo kannski 8 vikum seinna fá bara eitthvað svar.
Dauðir pixlar eru alveg ábyrgðarmál, en light bleed lítið talað um. en þetta sýnir mér bara hvað Att eru viðmótsgóðir og flott fyrirtæki. þetta er mjög traustvekjandi og gott move hjá þeim.
Mikið er ég sammála þér. Þeir fá mörg stig fyrir þetta. Mun líka halda áfram mínum viðskiptum við þá. Topp fyrirtæki.
Re: Light bleed á nýjum skjá
Sent: Þri 31. Okt 2017 22:25
af agnarkb
Jebb. Þeir voru mjög liðlegir og auðveldir í samskiptum og skildu mjög vel afhverju ég vildi skipta buðust svo til þess að endurgreiða ef ég væri ennþá ósáttur. Veit alveg hvert ég fer þegar löngunin í 1080Ti verður of mikil
Ég var ógeðslega nálægt því að panta skjáinn af Amazon á 130 000 hingað kominn, eða jafnvel fara í flottara módel 30 tommur + en Jesús, vesenið sem þessi auka 25 000 eða svo kall sparaði mér. Og tollahausverkurinn.
Flott fyrirtæki Att.