Síða 1 af 1
Net ekki valfrjálst með sjónvarpspakka hjá 365?
Sent: Mán 18. Sep 2017 12:07
af DoofuZ
Ég lét tengja ljósleiðara hjá ömmu minni fyrir stuttu og hún er bara að nota sjónvarp, hún er ekki með nettengingu, en samt er hún rukkuð um 1.000 kr fyrir Endalaust Internet hjá 365. Þegar ég sá að hún var skráð með Endalaust Internet eftir að það var búið að tengja þá hafði ég samband við 365 og sagði þeim að hún væri bara með sjónvarp en þá fékk ég þau svör að hún yrði að vera með nettengingu líka annars gæti hún ekki verið með sjónvarp. Mér finnst það ansi skrítið, sérstaklega þar sem það kemur fram hjá þeim að í tilboðspökkunum bjóða þeir manni að taka Endalaust Internet með á 1.000 kr (hún er með Skemmtipakkann og Fjölvarp Veröld), það kemur hvergi fram þar að þú verðir að borga þessar 1.000 krónur aukalega,
það stendur orðrétt á síðunni "Með völdum tilboðspökkum 365 býðst viðskiptavinum nú endalaust internet á aðeins 1.000 kr.". Svo er líka annað í þessu, þessar 1.000 krónur eru í raun 1.189 kr því það er sér reikningur fyrir það svo það bætist útskriftargjald við uppá 189 kr, en það er allt annar hausverkur.
Finnst fleirum hérna eitthvað bogið við þetta eða er það bara ég? Er þetta kannski eðlilegt, verður maður að vera með nettengingu og borga hana til að vera með sjónvarp á ljósleiðara?
Svo var þetta reyndar aðeins meira vesen því þrátt fyrir það að ég var búinn að taka sérstaklega fram þegar ég pantaði tenginguna að það væri bara fyrir sjónvarpið en ekki net þá skráðu þeir líka router á hana og ekki nóg með það heldur fékk hún líka sent innheimtubréf fyrir leigunni á honum (sá reikingur hafði einhvern veginn farið framhjá henni) samt var hún ekki komin með neinn router frá þeim. Ég var að vísu þá nýbúinn að fá þann reikning felldan niður eftir að ég sá reikninginn inná mínum síðum og það var víst eftir að þeir sendu reikninginn í innheimtu svo það þurfti sem betur fer ekki að borga en þetta er samt fáránlegt, að ætla að fara að rukka fyrir router sem viðskiptavinur er ekki einu sinni búinn að sækja
Re: Net ekki valfrjálst með sjónvarpspakka hjá 365?
Sent: Mán 18. Sep 2017 12:23
af einarth
Sæll.
Það þarf ekki að vera með internet á Ljósleiðaranum til að vera með sjónvarp - Internet, Sjónvarp og heimasími eru sjálfstæðar þjónustur og geta þær þess vegna verið allar hjá mismunandi þjónustu aðila.
Hvað varðar verðskrá hjá 365 get ég ekki fullyrt um hvort þú neyðist til að borga fyrir internet líka - en ég er sjálfur með skemmtipakkann hjá þeim en ekki internet - og er á Ljósleiðaranum.
Kv, Einar.
Re: Net ekki valfrjálst með sjónvarpspakka hjá 365?
Sent: Mán 18. Sep 2017 12:43
af DoofuZ
Einmitt það sem mig grunaði, myndlykillinn er nú líka tengdur beint í sér port á ljósleiðaraboxinu en ekki í gegnum router svo þetta er eitthvað skrítið. En ertu þá með nettengingu samt þó hún sé ekki hjá þeim? Er einhver hérna sem er bara með sjónvarp á ljósleiðara eða veit um einhvern sem er bara með það og veit hvort þetta sé eðlilegt hjá 365?
Re: Net ekki valfrjálst með sjónvarpspakka hjá 365?
Sent: Mán 18. Sep 2017 13:27
af Dúlli
DoofuZ skrifaði:Einmitt það sem mig grunaði, myndlykillinn er nú líka tengdur beint í sér port á ljósleiðaraboxinu en ekki í gegnum router svo þetta er eitthvað skrítið. En ertu þá með nettengingu samt þó hún sé ekki hjá þeim? Er einhver hérna sem er bara með sjónvarp á ljósleiðara eða veit um einhvern sem er bara með það og veit hvort þetta sé eðlilegt hjá 365?
Til að byrja með er 365 sorp fyrirtæki.
Þú átt ekki að þurfa að greiða fyrir net sem er kjánalegt þar sem þetta er "fítus" þeir geta virkjað og afvirkja LANið og Wifi-ið eftir áskrifum.
Það er fínt að myndlykilinn sé tengdur beint við ljósleiðaraboxið, eina sem router gerir er að veita þér aukið öryggi, Firewall og þess háttar.
Fara að rífast við 365, heyri þetta stöðugt hjá fólki, allir hoppa því þetta lítur út fyrir að vera frábært svo þegar það er komið yfir er þetta allt hörmulegt og mjög slöpp þjónusta.
Bætt við :
Hvaða ástæðu gefa þeir sér að senda tvo reikninga ? sér fyrir net ? hef aldrei heyrt svoleiðis bull áður.
Re: Net ekki valfrjálst með sjónvarpspakka hjá 365?
Sent: Mán 18. Sep 2017 14:00
af worghal
Doofuz, ég hefði haldið að þú værir tengdur 365 miðað við avatarinn :p
Re: Net ekki valfrjálst með sjónvarpspakka hjá 365?
Sent: Mán 18. Sep 2017 14:03
af DoofuZ
Dúlli skrifaði:Hvaða ástæðu gefa þeir sér að senda tvo reikninga ? sér fyrir net ? hef aldrei heyrt svoleiðis bull áður.
Hef reyndar ekki spurt þá útí það, en er að spá í að senda þeim póst og spyrja nánar útí þetta og ef það er ekki hægt að losna við að þurfa að borga netið athuga þá hvort það sé í það minnsta hægt að sameina reikningana.
Re: Net ekki valfrjálst með sjónvarpspakka hjá 365?
Sent: Mán 18. Sep 2017 14:15
af Dúlli
DoofuZ skrifaði:Dúlli skrifaði:Hvaða ástæðu gefa þeir sér að senda tvo reikninga ? sér fyrir net ? hef aldrei heyrt svoleiðis bull áður.
Hef reyndar ekki spurt þá útí það, en er að spá í að senda þeim póst og spyrja nánar útí þetta og ef það er ekki hægt að losna við að þurfa að borga netið athuga þá hvort það sé í það minnsta hægt að sameina reikningana.
Reyndu að fá rök fyrir þessu þar sem hún er ekki einu sinnibmeð router.
Re: Net ekki valfrjálst með sjónvarpspakka hjá 365?
Sent: Mán 18. Sep 2017 22:41
af Vaktari
DoofuZ skrifaði:Dúlli skrifaði:Hvaða ástæðu gefa þeir sér að senda tvo reikninga ? sér fyrir net ? hef aldrei heyrt svoleiðis bull áður.
Hef reyndar ekki spurt þá útí það, en er að spá í að senda þeim póst og spyrja nánar útí þetta og ef það er ekki hægt að losna við að þurfa að borga netið athuga þá hvort það sé í það minnsta hægt að sameina reikningana.
Sæll
Það þarf ekki að vera með netið til þess að hafa sjónvarp hjá 365.
Endilega sendu mér kennitöluna í pm og ég skal skoða þetta fyrir þig.
Þú ert klárlega að fá vitlausar upplýsingar því miður.
Re: Net ekki valfrjálst með sjónvarpspakka hjá 365?
Sent: Fim 21. Sep 2017 13:02
af einarth
Dúlli skrifaði:
Það er fínt að myndlykilinn sé tengdur beint við ljósleiðaraboxið, eina sem router gerir er að veita þér aukið öryggi, Firewall og þess háttar.
F
Þetta á ekki við myndlykla fyrir sjónvarpsþjónustu á Ljósleiðaranum - þ.e. router veitir enga meiri vörn.
Þegar myndlyklar eru tengdir í port 3/4 á ljósleiðaraboxunum þá eru þeir á sérstöku lokuðu sjónvarpsneti en ekki tengdir við internetið - það þarf því engan eldvegg.
Það sama má segja þegar myndlyklar eru tengdir í port 3/4 á routerum þegar fólk er með annað en Ljósleiðarann - þá eru lyklarnir inná sér vlan á router og eru ekki tengdir við internetið - og eru ekki að notast við eldvegg í routernum þótt þeir séu tengdir í gegnum hann.
Kv, Einar.
Re: Net ekki valfrjálst með sjónvarpspakka hjá 365?
Sent: Fim 21. Sep 2017 13:04
af Frussi
Eitt það besta við vaktina er að geta fengið beint feedback frá fróður starfsmönnum tæknifyrirtækja
Re: Net ekki valfrjálst með sjónvarpspakka hjá 365?
Sent: Fös 22. Sep 2017 22:23
af DoofuZ
Jæja... þetta er allt saman komið, búið að taka netið út hjá ömmu svo núna er hún bara með sjónvarpið eins og það átti bara að vera
Það bættist reyndar nýtt vesen við þegar netið var tekið út því amma hringdi í mig í morgun og lét mig vita að myndlykillinn hjá henni fór ekki að fullu í gang, hann var bara fastur í ræsingunni eins og hann næði engu sambandi. Ég var búinn að vera í smá samskiptum við Vaktari hérna og hann ætlaði að skoða þetta fyrir mig í morgun en svo þegar vesenið með myndlykilinn bættist við þá var hann ekki við hérna (enda líklega að sinna vinnunni) svo ég gat lítið annað gert en að hafa bara beint samband við þjónustuver 365 (sem hefði kannski verið betra frekar en að tala við starfsmann þar hér á vaktinni því ef vandamál kemur svo upp og viðkomandi er ekki innskráður þá er það smá vesen
).
Ég talaði fyrst við þau á netspjallinu og þar var mér sagt að prófa að endurræsa allt bara, bæði ljósleiðaraboxið og myndlykilinn, svo ég fór til ömmu og gerði það oftar en einu sinni án árangurs. Þá hringdi ég í þau og þau ætluðu þá að senda opnun á myndlykilinn, sem tekur víst yfirleitt um 20 mínútur eða svo, en það hjálpaði ekkert. Þá var mér bent á að prófa að hafa samband við Vodafone og athuga málið hjá þeim og ég var varla búinn að vera mínútu í símanum við þá þegar rót vandans kom í ljós, það var einfaldlega búið að loka á ljósleiðarann sjálfan
Mér dettur í hug að mögulega hafi eitthvað í ferlinu á uppsögn á nettengingu lokað ljósleiðaranum í leiðinni svo forritararnir hjá 365 þurfa mögulega að skoða það eitthvað en ég er samt ekki alveg pottþéttur á því þar sem amma sagði að sjónvarpið datt út í gær en ég veit ekki betur en að netið hafi fyrst verið tekið út í dag og það eftir að hún hringdi í mig og lét mig vita af sjónvarpsveseninu. Mig grunar því að það sé kannski frekar að sjálf Gagnaveitan hafi lokað tengingunni af einhverri óskiljanlegri ástæðu. En það verður bara skoðað nánar ef þetta gerist aftur, ef ekki þá skiptir það svosem ekki öllu þar sem þetta er allt í lagi núna.
Að lokum vil ég bara þakka Vaktari fyrir veitta aðstoð og svo manninum sem ég talaði við hjá Vodafone sem bjargaði deginum (er ekki með nafnið á honum)
Re: Net ekki valfrjálst með sjónvarpspakka hjá 365?
Sent: Fös 22. Sep 2017 22:31
af DoofuZ
worghal skrifaði:Doofuz, ég hefði haldið að þú værir tengdur 365 miðað við avatarinn :p
Já nei, það er ekki alveg svo gott. Ég var að vinna hjá Tal og svo hjá 365 eftir sameininguna en hætti nokkrum mánuðum seinna. Ef ég væri ennþá að vinna þarna þá hefði þetta aldrei gerst, þá hefði ég sjálfur pantað tenginguna persónulega, pantað bara sjónvarpið á ljósleiðarann og fylgt öllu ferlinu eftir
Re: Net ekki valfrjálst með sjónvarpspakka hjá 365?
Sent: Fös 22. Sep 2017 23:05
af hordur
éh hefði nú haldið að það væri nóg að borga gagnaveituni og svo leigu á myndlykli frá voda eða símanum, internet kemur málinu ekkert við.
Re: Net ekki valfrjálst með sjónvarpspakka hjá 365?
Sent: Fös 22. Sep 2017 23:26
af DoofuZ
Það er alveg nóg, en ef maður er svo með sjónvarpsstöðvar hjá 365 þá þarf líka að borga þeim. Ekki veit ég af hverju þeir settu nettengingu á þegar ég pantaði ljósleiðarann, sérstaklega þar sem ég tók það fram að þetta átti bara að vera fyrir sjónvarp, en samt gerðist það. Sá sem tengdi ljósleiðarann benti mér einmitt á það upphaflega að athuga hvort hún fengi ekki örugglega bara sjónvarpið á tenginguna, hann sagði að svona klúður kæmi stundum upp svo það væri gott að fylgjast vel með.
Ég tek undir hans orð og hvet alla sem eiga ömmur og afa sem eru kannski bara með sjónvarp á ljósleiðara að athuga þetta hjá þeim, leiðinlegt ef gamla fólkið sem á nú ekkert alltaf mikið milli handanna er að lenda í því að vera að borga fyrir eitthvað sem það er svo ekki að nota.
Re: Net ekki valfrjálst með sjónvarpspakka hjá 365?
Sent: Fös 22. Sep 2017 23:48
af hordur
jamm sammála, þetta er kanski eitthvað sem þeir bara setja inn sjálkrafa á nýjar þjónustur, þar sem flestir taka allan pakkan.
en ef þú vilt bara tv í gegnum ljós þá vita það flestir að internet hefur ekkert með það að gera # milking it