Síða 1 af 1

Coffee Lake

Sent: Mán 14. Ágú 2017 23:41
af PikNik
Er einhver hér sem veit hvenær þeir verða komnir í búðir hér á landi? Kominn tími á að uppfæra og væri til í að sjá hvernig þeir koma út áður en ég stekk í þetta.

Re: Coffee Lake

Sent: Þri 15. Ágú 2017 08:21
af Njall_L
Coffee Lake verður ekki kynnt officially af Intel fyrr en 21. ágúst þannig það er örugglega smá tími ennþá þangað til við sjáum alvöru benchmarks og þar til þeir koma í búðir.

Re: Coffee Lake

Sent: Mið 16. Ágú 2017 07:11
af emil40
það verður gaman að sjá muninn á 7700k vs 8700k

Re: Coffee Lake

Sent: Mið 16. Ágú 2017 11:20
af GuðjónR
emil40 skrifaði:það verður gaman að sjá muninn á 7700k vs 8700k
Max 15% munur í einstaka mælingum, ekki sjáanlegur munur í almennir vinnslu eða venjulegri notkun.
Ef þú ert með 7700k þá er engin ástæða til að uppfæra, ef þú ert með gamalt system þá er alveg þess virði að doka aðeins eftir kaffinu.

Re: Coffee Lake

Sent: Mið 16. Ágú 2017 11:42
af Njall_L
GuðjónR skrifaði:
emil40 skrifaði:það verður gaman að sjá muninn á 7700k vs 8700k
Max 15% munur í einstaka mælingum, ekki sjáanlegur munur í almennir vinnslu eða venjulegri notkun.
Munstrið síðustu hár hefur verið ~15% munur enda hafa allir i7 fyrir 115X socket verið 4 kjarnar og 8 þræðir. i7 8700k Coffee Lake er þó 6 kjarnar og 12 þræðir svo það er góður séns á að munurinn á milli Kaby- og Coffee lake verði mun hærri heldur en 15%

Re: Coffee Lake

Sent: Mið 16. Ágú 2017 12:01
af GuðjónR
Njall_L skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
emil40 skrifaði:það verður gaman að sjá muninn á 7700k vs 8700k
Max 15% munur í einstaka mælingum, ekki sjáanlegur munur í almennir vinnslu eða venjulegri notkun.
Munstrið síðustu hár hefur verið ~15% munur enda hafa allir i7 fyrir 115X socket verið 4 kjarnar og 8 þræðir. i7 8700k Coffee Lake er þó 6 kjarnar og 12 þræðir svo það er góður séns á að munurinn á milli Kaby- og Coffee lake verði mun hærri heldur en 15%
Einugins í forritum sem styðja svo marka kjarna/þræði, t.d. sumum frá Adobe, í öðrum tilfellum getur verið verra að hafa of fleiri litla kjarna en færri stóra. Þannig að það er ekki alltaf gróði að hafa fleiri kjarna/þræði, veltur allt á þvi hvernig forritið/leikurinn er hannaður.

Re: Coffee Lake

Sent: Mið 16. Ágú 2017 17:15
af emil40
ég er með 7700k sem er 4 kjarna en 8700k er 6 kjarna var að pæla í hvað myndi muna miklu á þeim.

Re: Coffee Lake

Sent: Fim 17. Ágú 2017 00:20
af demaNtur
demaNtur skrifaði:
emil40 skrifaði:ég er með 7700k sem er 4 kjarna en 8700k er 6 kjarna var að pæla í hvað myndi muna miklu á þeim.
Væntanlega tveim kjörnum :fly


Ég rata út :japsmile

Re: Coffee Lake

Sent: Fim 17. Ágú 2017 12:22
af tdiggity
Það verður gaman að sjá backwards compatibility. Sami 1151 sökkull en ekki compatibility með gömlu móðurborðunum... vonum að það sé eitthver bios uppfærsla í boði fyrir 270 Mobo þegar þetta kemur :-k

Re: Coffee Lake

Sent: Fim 17. Ágú 2017 20:02
af emil40
demaNtur skrifaði:
demaNtur skrifaði:
emil40 skrifaði:ég er með 7700k sem er 4 kjarna en 8700k er 6 kjarna var að pæla í hvað myndi muna miklu á þeim.
Væntanlega tveim kjörnum :fly

tveimur kjörnum já augljóslega en ef það koma bios uppfærslur hvað ætli að afkastamunurinn verði

Ég rata út :japsmile

Re: Coffee Lake

Sent: Fös 18. Ágú 2017 09:44
af Crancster
emil40 skrifaði:ég er með 7700k sem er 4 kjarna en 8700k er 6 kjarna var að pæla í hvað myndi muna miklu á þeim.
11% í single Core og 51% í multi core samkvæmt slides frá Intel sem lekið var á netið fyrir nokkrum dögum.
tdiggity skrifaði:Það verður gaman að sjá backwards compatibility. Sami 1151 sökkull en ekki compatibility með gömlu móðurborðunum... vonum að það sé eitthver bios uppfærsla í boði fyrir 270 Mobo þegar þetta kemur :-k
Stefnir allt í það að það verði ekki hægt að nota Z270 borðin áfram, þeir eru ekki bara að bæta við kjörnum heldur líka fleirri PCI-e lanes og öðrum nýjum eiginleikum.