Síða 1 af 2
Varðandi spjallið...
Sent: Mið 09. Ágú 2017 22:12
af GuðjónR
Eigum við eitthvað að ræða þetta?
Re: Varðandi spjallið...
Sent: Mið 09. Ágú 2017 22:17
af Klemmi
Ég sakna samt smá Partalistans...
www.molar.is/partalistinn all gone
Re: Varðandi spjallið...
Sent: Mið 09. Ágú 2017 22:45
af Tesli
Ég varð meðlimur í febrúar 2003, þá var ég búinn að vera lurker í nokkra mánuði áður. Ég man eftir því að vera í Borgarholtsskóla og fara sér ferðir í tölvuherbergi til þess að skoða vaktin.is, tilveran.is og hugi.is. Það átti enginn fartölvur þá og þær voru bannaðar í menntaskólum, þannig að það var oft þétt setið um tölvuherbergin í fríminútum.
Re: Varðandi spjallið...
Sent: Mið 09. Ágú 2017 23:00
af Frost
Þetta spjall hefur reynst mér vel ansi oft!
Ég á 8 ára afmæli eftir viku
Re: Varðandi spjallið...
Sent: Mið 09. Ágú 2017 23:02
af GuðjónR
Tesli skrifaði:Ég varð meðlimur í febrúar 2003, þá var ég búinn að vera lurker í nokkra mánuði áður. Ég man eftir því að vera í Borgarholtsskóla og fara sér ferðir í tölvuherbergi til þess að skoða vaktin.is, tilveran.is og hugi.is. Það átti enginn fartölvur þá og þær voru bannaðar í menntaskólum, þannig að það var oft þétt setið um tölvuherbergin í fríminútum.
Magnað, gaman að heyra þetta. Á tímabili sáum við líka um tilveran.is
Og núna ... rétt um 15 árum síðar þá stöndum við ennþá sterkir.
Re: Varðandi spjallið...
Sent: Mið 09. Ágú 2017 23:04
af beatmaster
Re: Varðandi spjallið...
Sent: Mið 09. Ágú 2017 23:06
af beatmaster
Ég er skráður meðlimur síðan Fös 14. Jan 2005 15:46
Mig minnir samt að ég sé búinn að vera hérna síðan 2003 en lenti í því að borðið krassaði einhvern tímann og póstar og skráning frá mér hurfu, ég man þetta samt ekki, kanski voru það bara einhverjir þræðir sem gufuðu upp og ég hef ekki verið hérna lengur en síðustu 12 ár...
Re: Varðandi spjallið...
Sent: Mið 09. Ágú 2017 23:42
af Daz
15 ára afmæli á Áslák?
Re: Varðandi spjallið...
Sent: Fim 10. Ágú 2017 00:24
af urban
Semsagt krakki sem að fæddist þegar að spjallið varð til, er að fara að fá bílpróf seinna í mánuðinum...
Ég skráði mig ekki fyrr en 2 árum seinna
Re: Varðandi spjallið...
Sent: Fim 10. Ágú 2017 00:24
af kiddi
Já tíminn flýgur vandræðalega hratt, því eldri sem maður verður því meira þjappast tíminn saman og verður að engu. En gaman að þessu tilefni að minnast fyrstu skrefanna
https://spjall.vaktin.is/page/vaktin
Re: Varðandi spjallið...
Sent: Fim 10. Ágú 2017 00:30
af Tesli
kiddi skrifaði:Já tíminn flýgur vandræðalega hratt, því eldri sem maður verður því meira þjappast tíminn saman og verður að engu. En gaman að þessu tilefni að minnast fyrstu skrefanna
https://spjall.vaktin.is/page/vaktin
Ég verð nú bara að minna á þennan frábæra póst frá þér um upphaf vaktarinnar sem á klárlega heima í þessum þráð
https://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=63609
Re: Varðandi spjallið...
Sent: Fim 10. Ágú 2017 03:18
af ZiRiuS
Ohh ég man þegar Pentium 4 var theeee shit sko
Re: Varðandi spjallið...
Sent: Fim 10. Ágú 2017 03:37
af DJOli
ZiRiuS skrifaði:Ohh ég man þegar Pentium 4 var theeee shit sko
Ég átti einusinni tölvu með intel pentium 4. Þangað til ég fékk hana var ég með ofn inni hjá mér á veturna. Eftir að ég fékk hana þurfti ég aldrei ofn.
Hún var samt alveg skrýmsli sko.
3.0ghz (Socket 478)
1gb corsair xms (fyrsta kynslóð sko!) ddr400.
120gb western digital ide diskur.
Ati Radeon skjákort innbyggt á móðurborði.
Man svo eftir að hafa farið í BT og ætla að versla mér skjákort. Einhvernveginn gleymdi ég skjákortinu en keypti þess í stað sjónvarpskort. Það var samt allt í fínasta lagi. Ég fór þá að afrugla stöð 2 og bíórásina.
En ég man eftir vaktinni frá því sirka 2006.
Re: Varðandi spjallið...
Sent: Fim 10. Ágú 2017 10:53
af KermitTheFrog
urban skrifaði:Semsagt krakki sem að fæddist þegar að spjallið varð til, er að fara að fá bílpróf seinna í mánuðinum...
Ég skráði mig ekki fyrr en 2 árum seinna
Gengur það upp? Spjallið er að verða 15 ára, krakkar fá ekki bílpróf fyrr en 17 ára.
Re: Varðandi spjallið...
Sent: Fim 10. Ágú 2017 11:00
af Sallarólegur
Re: Varðandi spjallið...
Sent: Fim 10. Ágú 2017 11:13
af ZoRzEr
Spurning að vaktarar hittist á góðum bar og skála þessum áfanga um helgina?
Re: Varðandi spjallið...
Sent: Fim 10. Ágú 2017 11:16
af Jón Ragnar
Held að það sé klárt mál að það þarf að taka bjór útaf þessu
Re: Varðandi spjallið...
Sent: Fim 10. Ágú 2017 11:27
af jericho
Þokkalegt! Þessu ber að fagna.
Mætti ekki uppfæra logo í tilefninu? Hugmynd að nota "15" í stað bókstafinna "IS"'? T.d. eitthvað svona (gert á 2 mín í Word... I know):
Re: Varðandi spjallið...
Sent: Fim 10. Ágú 2017 12:32
af urban
KermitTheFrog skrifaði:urban skrifaði:Semsagt krakki sem að fæddist þegar að spjallið varð til, er að fara að fá bílpróf seinna í mánuðinum...
Ég skráði mig ekki fyrr en 2 árum seinna
Gengur það upp? Spjallið er að verða 15 ára, krakkar fá ekki bílpróf fyrr en 17 ára.
algert brainfart hjá mér.
Talan 15 var þarna einhver staðar og í staðin fyrir að draga frá henni 2 ár fyrir þann tíma sem að ég var hérna, ákvað ég bara að ég hefði verið hérna í 15 ár og bætti 2 árum við sem aldur spjallsins
Menn eiga ekki að vera hálfsofandi á spjallinu
Re: Varðandi spjallið...
Sent: Fim 10. Ágú 2017 13:02
af agust1337
7 ár fyrir mig en ég var búinn að vera lurker meira en það kannski 3 ár, fann enga tilhneigingu til að joina þar sem ég sá allt sem þurfti að fá svör fyrir þar til ég fann ekki neinstaðar hvar ég gat fengið leiser hérna á landinu
Re: Varðandi spjallið...
Sent: Fim 10. Ágú 2017 13:22
af Sultukrukka
Þakka fyrir seinustu 5341 daga á spjallinu og til hamingju með þessi 15 ár. Held áfram að lurka.
Re: Varðandi spjallið...
Sent: Fim 10. Ágú 2017 16:50
af ASUStek
Væri til að chippa inn í að leigja lítinn bar og kaupa kút hjá þeim.
þetta spjall hefur verið griðarstaður fyrir mig sem eina tölvunördinn í þorpinu mínu.
var lurker í 3 ár áður en ég skráði mig, síðan í 7.bekk í grunnskóla, en þorði loks að skrá mig þegar
ég var á leið í fjöbraut.
Re: Varðandi spjallið...
Sent: Fös 11. Ágú 2017 06:22
af HalistaX
Haha toppnæs! Til hamingju með þetta!
Varstu samt að fikta eitthvað um daginn eða? Sé að prófíl gluggarnir eru orðnir huge ass og það vantar rauða "Höfundur" textann á þráðhöfund..
Ég kann að venjast prófíl gluggunum verandi svona stórum, en finnst vanta rauða textann...
Re: Varðandi spjallið...
Sent: Þri 15. Ágú 2017 12:09
af GuðjónR
HalistaX skrifaði:Haha toppnæs! Til hamingju með þetta!
Varstu samt að fikta eitthvað um daginn eða? Sé að prófíl gluggarnir eru orðnir huge ass og það vantar rauða "Höfundur" textann á þráðhöfund..
Ég kann að venjast prófíl gluggunum verandi svona stórum, en finnst vanta rauða textann...
Takk fyrir ábendinguna!
Ég var að uppfæra um daginn og þetta plugin hafði dottið út, tók ekki eftir því fyrr en þú bentir á það.
Komið upp aftur.
Re: Varðandi spjallið...
Sent: Þri 15. Ágú 2017 14:52
af Baldurmar
Ég og vaktin áttum 11 ára afmæli um daginn ! Takk fyrir mig