Síða 1 af 1

Læstur iPad

Sent: Fös 04. Ágú 2017 14:19
af Valdimarorn
Góðan daginn.

Samstarfskona mín á iPad sem læsti sér eftir uppfærlslu og hefur ekki verið hægt að opna hann, sennilega vegna þess að hún man ekki lykilorðið. Keypti hann erlendis og á ekki sölukvittunina lengur. Hún fór men hann í Epli og bað þá um að opna hann. Taldi að hún gæti sagt þeim eitthvað um það sem í honum er, svona til að sanna eignarrétt. En þeir sögðu þvert nei, vegna þess að reikningur er ekki til.

Er eitthvað hægt að gera í stöðunni eða er hann bara þannig lagað glataður?

Með þökk.
Valdimar.

Re: Læstur iPad

Sent: Fös 04. Ágú 2017 15:26
af wicket
Tengt við iTunes og resettað hann.

Svo þegar hann er settur upp aftur spyr iPad um AppleID reikninginn sem var að nota tækið áður, loggið ykkur inn með þeim accounti og málið leyst.
Ef hún man ekki passw. fyrir AppleID reikning er bara að resetta það í tölvu áður.

Sama lykilorð og hún hefur notað til að kaupa/ná í öpp í AppStore.

Re: Læstur iPad

Sent: Fös 04. Ágú 2017 19:48
af demaNtur
Missa hann í gólfið, helst óvart mjög harkalega þannig að ekki sé hægt að sjá neitt á skjáinn og fara með hann í gegnum tryggingar? :fly

Re: Læstur iPad

Sent: Lau 05. Ágú 2017 15:49
af Hrotti
wicket skrifaði:Tengt við iTunes og resettað hann.

Svo þegar hann er settur upp aftur spyr iPad um AppleID reikninginn sem var að nota tækið áður, loggið ykkur inn með þeim accounti og málið leyst.
Ef hún man ekki passw. fyrir AppleID reikning er bara að resetta það í tölvu áður.

Sama lykilorð og hún hefur notað til að kaupa/ná í öpp í AppStore.

Þetta svínvirkar, Ég þurfti að redda síma dóttur minnar svona fyrr á árinu.

Re: Læstur iPad

Sent: Mán 07. Ágú 2017 19:16
af Valdimarorn
Kærar þakkir. Ætla að segja henni að prufa þetta.