Síða 1 af 1

Dual GTX950

Sent: Fim 13. Júl 2017 15:49
af machinehead
Sælir/Sælar,

Ég er að keyra á B75 Pro-M móðurborði http://www.asrock.com/mb/Intel/B75%20Pro3-M/ og einu GTX950 skjákorti.
Mig langar hinsvegar að skella í öðru eins korti (vantar að keyra á fleiri skjáum).

Er eitthvað því til fyrirstöðu eða þarf ég annað/nýrra móðurborð?

Re: Dual GTX950

Sent: Fim 13. Júl 2017 16:08
af Njall_L
Móðurborðið þyrfti að vera með nVidia SLI support. Þetta móðurborð er hinsvegar bara með AMD Crossfire support svo ég geri ekki ráð fyrir að það myndi virka.

Re: Dual GTX950

Sent: Fim 13. Júl 2017 16:09
af worghal
svona í fljótu bragði sýnist mér móðurborðið ekki styðja SLi

Re: Dual GTX950

Sent: Fim 13. Júl 2017 16:09
af machinehead
Ahh, ok... Takk fyrir það, þá er spurning að fara í SLI supported móðurborð sem styður einnig DDR4 og taka bara alvöru uppfærslu á þetta :)

Re: Dual GTX950

Sent: Fim 13. Júl 2017 17:54
af vesi
Eða fara í Amd kort

Re: Dual GTX950

Sent: Fim 13. Júl 2017 17:54
af machinehead
Nope, held mig við GTX.

Re: Dual GTX950

Sent: Fim 13. Júl 2017 22:20
af worghal
en fyrst þú ert að spá í "alvöru" uppfærslu, af hverju þá ekki að ditcha 950 sli og fara bara í 1070 og fá alvöru tölur í leikjum?

Re: Dual GTX950

Sent: Fös 14. Júl 2017 06:01
af Cikster
machinehead skrifaði:Sælir/Sælar,

Ég er að keyra á B75 Pro-M móðurborði http://www.asrock.com/mb/Intel/B75%20Pro3-M/ og einu GTX950 skjákorti.
Mig langar hinsvegar að skella í öðru eins korti (vantar að keyra á fleiri skjáum).

Er eitthvað því til fyrirstöðu eða þarf ég annað/nýrra móðurborð?
Held að sumir hafi ekki lesið almennilega það sem þú skrifaðir. Ef þú ætlar að setja annað kort í tölvuna til að geta tengt fleiri skjái þarftu ekki SLI móðurborð. SLI er ef þú vilt vera með 2 skjákort að keyra sama skjáinn með bæði kortin að vinna saman.

Re: Dual GTX950

Sent: Fös 14. Júl 2017 10:28
af Klemmi
Cikster skrifaði:Held að sumir hafi ekki lesið almennilega það sem þú skrifaðir. Ef þú ætlar að setja annað kort í tölvuna til að geta tengt fleiri skjái þarftu ekki SLI móðurborð. SLI er ef þú vilt vera með 2 skjákort að keyra sama skjáinn með bæði kortin að vinna saman.
Cikster er með þetta, ef þú ert bara að leita eftir fleiri skjáum en ekki afköstum í leikjum, þá skellirðu bara öðru skjákorti í vélina. Þarf ekki einu sinni að vera GTX 950.

SLI myndi ekki gefa þér fleiri skjái, bara annað kortið er þá með virk output :)

Re: Dual GTX950

Sent: Fös 14. Júl 2017 10:29
af machinehead
Cikster skrifaði:
Held að sumir hafi ekki lesið almennilega það sem þú skrifaðir. Ef þú ætlar að setja annað kort í tölvuna til að geta tengt fleiri skjái þarftu ekki SLI móðurborð. SLI er ef þú vilt vera með 2 skjákort að keyra sama skjáinn með bæði kortin að vinna saman.
Ahh ok, brilliant... Nei ég er bara að bæta við öðru korti til að keyra fleiri skjái, helst 6.

Re: Dual GTX950

Sent: Fös 14. Júl 2017 10:32
af machinehead
Klemmi skrifaði: Þarf ekki einu sinni að vera GTX 950.
Even better, þannig ég get bara skellt einhverju ódýru með nógu mörgum HDMI output og yrði GTX950 þá "aðalkortið" (ef það meikar sense)

Re: Dual GTX950

Sent: Fös 14. Júl 2017 10:34
af Klemmi
machinehead skrifaði:Ahh ok, brilliant... Nei ég er bara að bæta við öðru korti til að keyra fleiri skjái, helst 6.
Ef þig vantar ekki mikil afköst, þá geturðu prófað að virkja skjástýringuna í örgjörvanum og nota hana (oft er BIOS stilltur þannig að hann slökkvi á henni ef annað skjákort er í vélinni, ferð þá í BIOS og kveikir á henni), fengir líklega 2 output þar, total 5 skjáir þá (3x á GTX 950, 2x á Intel HD frá örgjörva/móðurborði).

Re: Dual GTX950

Sent: Fös 14. Júl 2017 10:35
af machinehead
Ég er reyndar að ná 4 skjáum úr GTXinu mínu. En snilld, prufa það.

Re: Dual GTX950

Sent: Fös 14. Júl 2017 10:37
af Klemmi
machinehead skrifaði:Ég er reyndar að ná 4 skjáum úr GTXinu mínu. En snilld, prufa það.
Ahh auðvitað, það styður 4x skjái :)

Þá kemstu mögulega í 6x með innbyggðu skjástýringunni og sleppur vonandi við að kaupa kort.

Re: Dual GTX950

Sent: Fös 14. Júl 2017 10:40
af machinehead
Glæsilegt, ég prufa það um helgina og læt ykkur vita. Takk fyrir svörin, þið eruð gull af mönnum.