Síða 1 af 1
S7 edge home takkin orðinn lélegur
Sent: Lau 08. Júl 2017 14:56
af Viggi
Veit einhver með ábyrgðarmál á þessu þekta vandamáli er. Málningin er farin að flagna vel af honum og fingrafaraskanninn farinn að virka illa. Hann er um ársgamall. Væri frekar furðulegt að þurfa að borga fyrir framleðslugalla :/
Re: S7 edge home takkin orðinn lélegur
Sent: Lau 08. Júl 2017 16:21
af GuðjónR
Viggi skrifaði:Veit einhver með ábyrgðarmál á þessu þekta vandamáli er. Málningin er farin að flagna vel af honum og fingrafaraskanninn farinn að virka illa. Hann er um ársgamall. Væri frekar furðulegt að þurfa að borga fyrir framleðslugalla :/
Tveggja ára ábyrgð, færð þetta lagað eða nýja síma. Ekki hægt að kenna þér um lélega framleiðslu.
Re: S7 edge home takkin orðinn lélegur
Sent: Lau 08. Júl 2017 17:47
af hfwf
Minn s6e er ennþá fínn, flagna? missturu ekki bara símann og lenti þannig að það flagnaði úr honum þannig séð, þá er þaað augljóslega ekki galli, eða er þetta bara wear and tear.
Efast um að þú fáir eitthvsað ábyrgðatengt, nema þetta sé
Annars áttu aldrei að þurfa borga fyrir framleiðslugalla.
Sakar aldrei að ath samt.
Tapar ekkertr á því.
Re: S7 edge home takkin orðinn lélegur
Sent: Lau 08. Júl 2017 18:07
af worghal
flagna? getur sett inn mynd af þessu?
Re: S7 edge home takkin orðinn lélegur
Sent: Lau 08. Júl 2017 18:30
af Viggi
Þetta er svipað og þetta nema byrjar efst og svo niður á við. Hef ekkert mist hann á framhliðina og svona skemdir ættu ekki koma framm nema maður hafi verið að hjakkast á þessu með einhverju oddhvössu sem ég hef aldrei gert
Re: S7 edge home takkin orðinn lélegur
Sent: Sun 09. Júl 2017 00:00
af Xovius
Hef einmitt tekið eftir þessu á mínum S7, skjárinn er alveg rispulaus en home takkinn er þakinn rispum. Hefur samt ekki farið svo langt að það hafi áhrif á fingrafaraskannann hjá mér enn.
Re: S7 edge home takkin orðinn lélegur
Sent: Sun 09. Júl 2017 03:16
af nonesenze
Skrítið því minn er eins og brand new 1 árs gamall og bara í spigel hulstri með air pockets. Mist hann kannski 2 sinnum og nota takkann mikið