Síða 1 af 1

Óska eftir álitum varðandi skjákaup

Sent: Fim 06. Júl 2017 22:23
af PCMAC
Sælt veri fólkið.

Ég er að leita mér að 4k skjá og er með 80.000 milli handanna til að eyða.

Geri mér fyllilega grein fyrir því að fyrir slíkan pening er ég að hefta mig mikið við 24-27" skjái en ég var að velta því fyrir hver munurinn er á slíkum skjáum annarsvegar og sjónvörpum hinsvegar?

T.d

https://att.is/product/aoc-28-u2879vf-4k-skjar

og

https://elko.is/samsung-40-4k-uhd-smart ... 0ku6075xxe

Er himinn og haf þarna í gæðum?

Tek það fram að ég spila annaðslagið fps leiki en fyrst og fremst vil ég góðan vinnsluskjá (sbr photoshop) og svo er ég mikið í flughermum (sbr Prepar3d).

Takk fyrirfram.

Re: Óska eftir álitum varðandi skjákaup

Sent: Fim 06. Júl 2017 22:30
af Manager1
4K IPS skjár er það sem þig vantar. Ég myndvann á TN skjá í mörg ár en eftir að ég fékk IPS skjá get ég ekki ímyndað mér að fara aftur í TN. Ég er bara ekki viss um að það séu margir 4K IPS skjáir undir 80.000 í boði.

Re: Óska eftir álitum varðandi skjákaup

Sent: Fös 07. Júl 2017 00:44
af mind
Myndi seint mæla með sjónvarpi við tölvu og öfugt.

Þó sjónvörp og skjáir geti verið byggt á sömu grunneinungu þá er grundvallarmunur á þessum hlutum. Sjónvörp hafa að öllu jöfnu búnað sem vinnur myndina til, aðlagar hljóð sem og smátölvu fyrir smart hlutina. Í tölvuskjám er myndin sem þú sérð nákvæmlega sú sem tölvan er að birta, og öllu er eytt í að birta hana eins rétt og hratt og hægt er.

Líklegast er rétt að 4K IPS myndi passa öruggast, en það getur líka verið að 4K TN geri allt sem þarf fyrir þig. Myndi fara og skoða bæði hlið við hlið og meta.

Re: Óska eftir álitum varðandi skjákaup

Sent: Fös 07. Júl 2017 15:40
af PCMAC
Takk fyrir svörin strákar.

Ég á einmitt flottan full hd IPS skjá frá Dell sem ég hef alltaf verið ánægður með þó 4k sé hann ekki.

Dauðlangar í 4k skjá en dauðlangar líka í 32"+ skjá svo ég var að velta því fyrir mér hvort það væri hægt að sameina þetta tvennt í TV/skjá og ef ekki, afhverju.

Ef ég ætti 200.000 til að henda í þetta þá væri þetta sennilega lítið mál .. ;)

Re: Óska eftir álitum varðandi skjákaup

Sent: Fös 07. Júl 2017 18:47
af Thornz

Re: Óska eftir álitum varðandi skjákaup

Sent: Lau 08. Júl 2017 01:55
af Manager1
https://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=11&t=73485

Þetta er eitthvað til að skoða.