Síða 1 af 1

Bílakaup

Sent: Fim 06. Júl 2017 09:35
af isr
Nú er eldri dóttir mín að fara kaupa sér bíl,þetta er spurning um yaris,golf,polo eða suzki swift eða eitthvað í þessum stærðaflokki, hvað segja bílasérfræðingar, við erum að spá í árg 2007 til 2010,max 900 þús. :D

Re: Bílakaup

Sent: Fim 06. Júl 2017 09:38
af Sallarólegur
Aldrei Volkswagen! Bila mikið, dýrar bilanir og dýrir varahlutir.

Yaris og Suzuki Swift eru góðir ef þú vilt lítið viðhald.

Ég myndi persónulega miklu frekar fara í Honda Accord í þessum verðflokki. Ótrúlega góðir bílar, gott að keyra þá, endast vel, ódýrir varahlutir og fínt að reka þá.

Bjóða t.d. 900 í svona bíl:
http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=1

Re: Bílakaup

Sent: Fim 06. Júl 2017 09:46
af benony13
Ég hef á VW Golf 2006 árgerð og líkaði það vel. Lítil eyðsla fór einu sinni skynjari hjá mér. Átti hann í 18 mánuði+

Þeir líka líta vel út og eru fallegir að innan sem mér finnst vera mjög stór kostur.

Ég fékk Kia picanto 2016 og Swift 2015 þegar ég var að spila í fótboltanum og var lítið hrifinn af þeim. Eyða mikið miðað við kraftinn sem þeir bjóða uppá.

Finnst einnig toyotan of dýr miðað við aldur og fyrri störf en samt ef ég færi í slíkt þá væri auris í forgangi.

Annars myndi ég skoða kia ceed líka

Re: Bílakaup

Sent: Fim 06. Júl 2017 11:54
af ASUStek
bara passa uppá góða þjónustu sögu hjá viðurkenndum aðilum/þekktum snillingum og sósupöbbum.
allt sem hreyfist, eyðist, bílar bila :)

Re: Bílakaup

Sent: Fim 06. Júl 2017 12:19
af GuðjónR
ASUStek skrifaði:bara passa uppá góða þjónustu sögu hjá viðurkenndum aðilum/þekktum snillingum og sósupöbbum.
allt sem hreyfist, eyðist, bílar bila :)
Sósupöbbum?? #-o :D

Re: Bílakaup

Sent: Fim 06. Júl 2017 12:56
af ASUStek
GuðjónR skrifaði:
ASUStek skrifaði:bara passa uppá góða þjónustu sögu hjá viðurkenndum aðilum/þekktum snillingum og sósupöbbum.
allt sem hreyfist, eyðist, bílar bila :)
Sósupöbbum?? #-o :D
jááá gamlir kallar með skemmur sem vita uppá hár hvaða olía fer hvar og hvernig, með aldur og akstur í huga :megasmile

Re: Bílakaup

Sent: Fim 06. Júl 2017 15:33
af Santos
Ég persónulega hef bara góða hluti að segja um Toyotur, hef átt 2 (Corollu og Yaris) og báðar hafa aldrei bilað hjá mér. Er einmit að selja minn yaris núna þar sem ég er að flytja erlendis. Sá bíll hefur reynst mér alveg ótrúlega vel og eyðir 5.7 L/100 á sumrin en svona 6.5 á veturnar. Hefur sparað mér og kærustunni alveg gríðalegan pening. Eina sem maður gerir við Toyotur er að fylla þær af bensíni :P

ps: ef þú hefur áhuga á Yarisnum mínum þá máttu alveg hafa samband við mig, Færð góðan Vaktara díl :D

Re: Bílakaup

Sent: Fim 06. Júl 2017 16:17
af ZoRzEr
Ég hef átt þrjá VW Polo, mismunandi árgerðir, og aldrei lent i neinum vandræðum. Engar bilanir eða neitt annað umfram eðlilegt viðhald. Mín viðskipti við Bilson og Heklu hafa alltaf gengið vel fyrir sig mér hefur verð ekki verið of hátt fyrir varahluti og vinnu. Fínir bilar i innanbæjarakstur í minni reynslu, mjúkir í akstri og eyða ekki miklu.

Einnig átt konan Yaris 2012 diesel í 5 ár sem ég keyrði daglega. Einstaklega skemmtilegur bill og gott að keyra. Situr hátt i honum og alveg feikinóg afl í honum miðað við stærð, var að eyða svona 4,5-5 l/100 km. Verðið hjá verkstæði Toyota var aftur á móti hærra en hjá Heklu og Bilson. Smur og almennt viðhald kostaði mig meira hjá Toyota en með Volkswagen bilana. Einnig var þessi Yaris eitthvað mánudagseintak, ryð á skottloki eftir tvo mánuði á götunni, bensinlok að innan ryðgað og upplýsingarkerfið bilaði. Skottlok, bensínlok og upplýsingakerfi var skipt út af Toyota í ábyrgð.