Síða 1 af 1

Hver er reynsla manna af netþjónustu Hringdu og Hringiðunar?

Sent: Mið 05. Júl 2017 03:04
af Andriante
Hvernig er þetta að fara í ykkur? Er að hugsa um að taka 500 mpbs, ótakmarkað gagnamagn hjá Hringdu eða Hringiðunni. Eru þetta solid fyrirtæki? Stöðugar tengingar?

Re: Hver er reynsla manna af netþjónustu Hringdu og Hringiðunar?

Sent: Mið 05. Júl 2017 06:36
af ColdIce
Hringdu hefur reynst mér mjög vel, aldrei neitt vesen :)

Re: Hver er reynsla manna af netþjónustu Hringdu og Hringiðunar?

Sent: Mið 05. Júl 2017 07:35
af Dropi
Var hjá Hringdu í 6 ár frá 2011 til 2017 og væri hjá þeim enn ef ég hefði ekki flutt af landi brott, fær mín bestu meðmæli :)

Re: Hver er reynsla manna af netþjónustu Hringdu og Hringiðunar?

Sent: Mið 05. Júl 2017 07:59
af worghal
hringdu eru solid, svo er þjónustan þeirra líka ljósárum á undan öðrum netveitum og er það HringduEgill að þakka, sem hefur hjálpað mörgum aðilum hér langt fram á kvöld ef eitthvað vandamál kemur upp eða þegar eitthvað bilar þá hefur hann komið með tilkynningu hingað :happy

Re: Hver er reynsla manna af netþjónustu Hringdu og Hringiðunar?

Sent: Mið 05. Júl 2017 08:57
af Sallarólegur
Hringdu 10/10 og alltaf einhver með reynslu sem svarar ef eitthvað fer úrskeiðis. Virðast ekki skipta um starfsfólk eins og nærföt eins og vill verða í stórum fyrirtækjum.

Re: Hver er reynsla manna af netþjónustu Hringdu og Hringiðunar?

Sent: Mið 05. Júl 2017 09:01
af reyniraron
+1 á Hringdu. Góð og stöðug tenging og frábær þjónusta.

Re: Hver er reynsla manna af netþjónustu Hringdu og Hringiðunar?

Sent: Mið 05. Júl 2017 10:22
af AntiTrust
Hringdu fær mín meðmæli, hraðasta erlenda tengingin sem ég hef verið með.

Re: Hver er reynsla manna af netþjónustu Hringdu og Hringiðunar?

Sent: Mið 05. Júl 2017 10:38
af flottur
worghal skrifaði:hringdu eru solid, svo er þjónustan þeirra líka ljósárum á undan öðrum netveitum og er það HringduEgill að þakka, sem hefur hjálpað mörgum aðilum hér langt fram á kvöld ef eitthvað vandamál kemur upp eða þegar eitthvað bilar þá hefur hann komið með tilkynningu hingað :happy
Hringdu, tek undir það sem aðrir segja. Ef það væri ekki fyrir HringduEgill þá væri maður hugsanlega farinn eitthvað annað.

Re: Hver er reynsla manna af netþjónustu Hringdu og Hringiðunar?

Sent: Mið 05. Júl 2017 11:34
af hfwf
hringiðan hér, mjög solid, aldrei vandamál, þjónustan er fín, ættir að skoða hringdu þráðinn hér á vaktinni og dæma svo.

Sent from my SM-G925F using Tapatalk

Re: Hver er reynsla manna af netþjónustu Hringdu og Hringiðunar?

Sent: Mið 05. Júl 2017 13:02
af chaplin
Verið hjá Hringdu síðan þeir byrjuðu, fá 100% mín meðmæli.

Re: Hver er reynsla manna af netþjónustu Hringdu og Hringiðunar?

Sent: Mið 05. Júl 2017 13:26
af tordek
Hef sagt þetta í öðrum þræði en ég hef verið með mesta vesen og asnalegustu vandamál í heimi og Hringdu hafa ekki verið neitt nema snillingar í alla staði, myndi halda áfram viðskiptum við þá þó verðskráin myndi hækka um 100%.

Re: Hver er reynsla manna af netþjónustu Hringdu og Hringiðunar?

Sent: Mið 05. Júl 2017 13:55
af GuðjónR
Hef enga reynslu af Hringiðunni og get því ekki commentað á það, en hef verið hjá Hringdu frá upphafi og hef engan áhuga á því að vera annarsstaðar. Held það séu bestu meðmæli sem maður getur gefið. Svo er HringduEgill auðvitað algjör snilli!

Re: Hver er reynsla manna af netþjónustu Hringdu og Hringiðunar?

Sent: Mið 05. Júl 2017 14:33
af chaplin
+1

HringduEgill for president.

Re: Hver er reynsla manna af netþjónustu Hringdu og Hringiðunar?

Sent: Mið 05. Júl 2017 14:52
af Baldurmar
Perfect 5/7 hjá okkur :)
Flott verð hjá hringdu og frábær þjónusta

Re: Hver er reynsla manna af netþjónustu Hringdu og Hringiðunar?

Sent: Mið 05. Júl 2017 18:28
af ZiRiuS
Þegar ég var hjá Hringdu fannst mér pingið á erlendum leikjaþjónum lélegt, er hjá Vodafone núna og pingið mitt er helmingi lægra á flestum serverunum (CSGO). Ég var í einhvern tíma að ræða við HringduEgill sem var alltaf að skoða þetta og á gott hrós skilið. Nokkrir mánuðir síðan svo ég veit ekki hvort þetta hefur lagast.

Var hjá Hringiðunni í svona mánuð, var feitt lagg hjá þeim á Twitch (sem ég nota mikið) og þeir voru alltaf að reyna að kenna mér um vandamálið, búnaðurinn minn, tölvan mín, rafeindirnar í íbúðinni minni (djók). Svo ég skipti frá þeim yfir í Vodafone og viti menn, Twitch vandamálið lagaðist. Ég sendi starfsmanni Hringiðunnar sem ég var í sambandi mest við og sagði honum að vandamálið væri þeirra megin, bara svo þeir gætu nú kannski lagað þetta fyrir aðra. Fékk aldrei svar frá honum svo ég efast um að þeir hafi lagað þetta.

Mitt hrós fær Vodafone. Er búinn að lenda í einu "downtime" hjá þeim á 4-5 mánaða tímabili og það var um miðja nótt þegar allt heilvita fólk á að vera farið að sofa :P

Re: Hver er reynsla manna af netþjónustu Hringdu og Hringiðunar?

Sent: Mið 05. Júl 2017 19:25
af hfwf
ZiRiuS skrifaði:Þegar ég var hjá Hringdu fannst mér pingið á erlendum leikjaþjónum lélegt, er hjá Vodafone núna og pingið mitt er helmingi lægra á flestum serverunum (CSGO). Ég var í einhvern tíma að ræða við HringduEgill sem var alltaf að skoða þetta og á gott hrós skilið. Nokkrir mánuðir síðan svo ég veit ekki hvort þetta hefur lagast.

Var hjá Hringiðunni í svona mánuð, var feitt lagg hjá þeim á Twitch (sem ég nota mikið) og þeir voru alltaf að reyna að kenna mér um vandamálið, búnaðurinn minn, tölvan mín, rafeindirnar í íbúðinni minni (djók). Svo ég skipti frá þeim yfir í Vodafone og viti menn, Twitch vandamálið lagaðist. Ég sendi starfsmanni Hringiðunnar sem ég var í sambandi mest við og sagði honum að vandamálið væri þeirra megin, bara svo þeir gætu nú kannski lagað þetta fyrir aðra. Fékk aldrei svar frá honum svo ég efast um að þeir hafi lagað þetta.

Mitt hrós fær Vodafone. Er búinn að lenda í einu "downtime" hjá þeim á 4-5 mánaða tímabili og það var um miðja nótt þegar allt heilvita fólk á að vera farið að sofa :P
twitch hefur aldrei tekið feilpúst hjá mér, en back on topic [emoji16]

Sent from my SM-G925F using Tapatalk

Re: Hver er reynsla manna af netþjónustu Hringdu og Hringiðunar?

Sent: Mið 05. Júl 2017 20:01
af quad
Hef verið hjá Hringdu frá upphafi og jafnvel þó fyrirtækið sem ég vinn hjá greiði fyrir aðganginn og er á samning hjá ogVodafone þá gekk ég í gegnum töluvert vesen til að halda áfram viðskiptum hjá Hringdu. Þarf að segja meira? ;o)

Re: Hver er reynsla manna af netþjónustu Hringdu og Hringiðunar?

Sent: Mið 05. Júl 2017 20:49
af beatmaster
Ég er Hringdu kúnni til margra ára og er mjög ánægður :happy

Re: Hver er reynsla manna af netþjónustu Hringdu og Hringiðunar?

Sent: Fös 07. Júl 2017 12:34
af HringduEgill
En ég og þjónustuverið þökkum fyrir öll hrósin! :D

Re: Hver er reynsla manna af netþjónustu Hringdu og Hringiðunar?

Sent: Fös 07. Júl 2017 13:13
af GuðjónR
Fann póstinn í SPAM síunni!
Sé þetta allt núna, afsakaðu rantið.
Tek aðeins til á þessum þræði.