Síða 1 af 1

Leikjavél - Álit vaktara

Sent: Sun 25. Jún 2017 19:48
af Jason21
Gott kvöld. Nú hef ég verið að íhuga að fá mér leikjaturn sem á að hönda flest alla leiki í frábærum gæðum. Hér er það sem ég hef púslað saman:

Mynd
Mynd

Ég spyr: er einhvað sem ykkur vökturum finnst ábótavant og mynduð laga?
Einnig er ég að pæla hvort það sé einhver sem tekur það að sér að setja svona turn saman og er flinkur með kaplana :D
Er þessi turn ekki pottétt að fara höndla þetta nýjasta í topp gæðum.

Fyrirfram þakkir!

Re: Leikjavél - Álit vaktara

Sent: Sun 25. Jún 2017 20:28
af pepsico
B250 kubbasettið getur ekki yfirklukkað 7600k örgjörvann þinn svo ef þú vilt hafa þann möguleika í framtíðinni þarftu Z270 borð.

Svo myndi ég halda að tölvuverslanir setji upp turna fyrir mann frítt ef maður kaupir þá í heild sinni hjá þeim.
Hafðu bara samband við att.is ef þú ætlar að kaupa þetta hjá þeim.

Ég myndi bæta viftu við framan á kassann til að blása köldu lofti inn. Annars verður skjákortinu og örgjörvanum virkilega hlýtt í leikjaspilun.