gagnabjörgun
Sent: Mið 21. Jún 2017 11:27
Ég er með seagate 2000gb disk sem kom skammhlaup í þegar hann var í viðgerð hjá Tl. Hverjir eru bestir í gagnabjörgun og hver getur hjálpað mér.
Hvernig fóru þeir að því ? Þeir hljóta að vera ábyrgðir og ég hefði haldið að þeir gætu lagað diska.Christel skrifaði:Ég er með seagate 2000gb disk sem kom skammhlaup í þegar hann var í viðgerð hjá Tl. Hverjir eru bestir í gagnabjörgun og hver getur hjálpað mér.
Ég þekki þetta nú ekki beint en þegar hlutur er á verkstæði, alveg sama hvaða tölvuverkstæði, er ekki venjan að verkstæðið beri ábyrgð á gögnum. Án þess að vita það þá gæti verið að TL hafi boðist til að bæta vélbúnaðartjón sem viðskiptavinurinn varð fyrir en hann þarf að komast í gögn og er það ekki eitthvað sem TL tekur þátt í. Eftirfarandi klausa er úr viðskiptaskilmálum Tölvulistans.playman skrifaði:Bíddu er TL ekki þeir sem skemdu diskinn?
Afhverju ættir þú að vera að vesenast í þessu, þeir eiga auðvitað að sjá um viðgerðina.
Annars eru Datatech gríðarlega öflugir í gagnabjörgunum og ég mæli hiklaust með þeim.TL skrifaði:Komi til ábyrgðarviðgerðar ber Tölvulistinn ekki ábyrgð á skaða á gögnum, stýrikerfi, hugbúnaði, glötuðum hagnaði eða öðrum óvæntum eða afleiddum skaða, sem kann að koma upp við notkun hins selda á ábyrgðartíma.
Alltaf leiðinlegt þegar gögn glatast, en það er voðalega erfitt að bera ábyrgð á gögnum annara.Dúlli skrifaði: Hvernig fóru þeir að því ? Þeir hljóta að vera ábyrgðir og ég hefði haldið að þeir gætu lagað diska.
Nei, munurinn liggur í því að þú ert að biðja verslunina um að bæta þér margfalt það sem búnaðurinn sem þau skemmdu kostuðu. Og líkt og ég nefni, í sumum tilfellum er einfaldlega ekki hægt að bjarga neinu.I-JohnMatrix-I skrifaði:Svipað og ef bifvélavirki ætlar að laga bíl en eyðileggur eitthvað annað í leiðinni, þá er hann skyldugur til að bera kostnað af viðgerðinni á því sem hann skemmdi.
Sumir skynjarar í dýrari bíltegundum geta auðveldlega hlaupið á hundruðum þúsunda, bifvélaverkstæðin eru tryggð fyrir svona slysatjónum og bera ábyrgðina. Afhverju ætti það að vera öðruvísi með önnur verkstæði ? Ég viðurkenni þó að ég viti ekki hver á að bera ábyrgðina lagalega séð í tilfelli OP en mér þætti það ósanngjarnt af verkstæðinu hjá tölvulistanum að borga ekki fyrir gagnabjörgun ef þeir tóku að sér viðgerð á harða disknum án þess að upplýsa OP um að gögning gætu glatast.Klemmi skrifaði:Nei, munurinn liggur í því að þú ert að biðja verslunina um að bæta þér margfalt það sem búnaðurinn sem þau skemmdu kostuðu. Og líkt og ég nefni, í sumum tilfellum er einfaldlega ekki hægt að bjarga neinu.I-JohnMatrix-I skrifaði:Svipað og ef bifvélavirki ætlar að laga bíl en eyðileggur eitthvað annað í leiðinni, þá er hann skyldugur til að bera kostnað af viðgerðinni á því sem hann skemmdi.
Bíl er hægt að laga og getur bifvélavirkinn yfirleitt gert það sjálfur, en gagnabjörgun getur hlaupið á hundruðum þúsunda, og í sumum tilfellum milljónum, sem oft þarf að greiða til þriðja aðila.
Það er kannski aðalmálið... hvar á að stoppa. Það er voðalega erfitt að viðurkenna ábyrgð upp á X krónur. Mikið einfaldara að firra sig allri ábyrgð, sem flest verkstæði gera í skilmálum sínum.
Þetta er ekki veraldlegur hlutur sem við erum að tala um hér.I-JohnMatrix-I skrifaði:Sumir skynjarar í dýrari bíltegundum geta auðveldlega hlaupið á hundruðum þúsunda, bifvélaverkstæðin eru tryggð fyrir svona slysatjónum og bera ábyrgðina. Afhverju ætti það að vera öðruvísi með önnur verkstæði ?
Ef þú ert með ljósmyndaalbúið þitt í hanskahólfinu og bifvélavirkinn kveikir óvart í bílnum, er hann skaðabótaskyldur gagnvart ljósmyndunum í albúminu? Hvernig þá?I-JohnMatrix-I skrifaði:Ég hefði haldið að þeir væru skyldugir til að borga fyrir björgunina á gögnunum. Ef þeir segjast geta lagað diskinn en stúta honum svo alveg þá er það auðvitað þeirra meginn að mínu mati. Svipað og ef bifvélavirki ætlar að laga bíl en eyðileggur eitthvað annað í leiðinni, þá er hann skyldugur til að bera kostnað af viðgerðinni á því sem hann skemmdi.
Ekki beint samanburðarhæft þar sem ljósmyndir sem verða að ösku er ekki hægt að endurheimta, hinsvegar er oft hægt að endurheimta gögn af ónýtum HDD. Það getur líka verið tímafrekt og kostnaðarsamt að skipta um skemmdan skynjara eða íhlut í bíl. En eins og Klemmi nefndi hér fyrir ofan þá erum við komnir út fyrir efni þráðarins.KermitTheFrog skrifaði:Ef þú ert með ljósmyndaalbúið þitt í hanskahólfinu og bifvélavirkinn kveikir óvart í bílnum, er hann skaðabótaskyldur gagnvart ljósmyndunum í albúminu? Hvernig þá?I-JohnMatrix-I skrifaði:Ég hefði haldið að þeir væru skyldugir til að borga fyrir björgunina á gögnunum. Ef þeir segjast geta lagað diskinn en stúta honum svo alveg þá er það auðvitað þeirra meginn að mínu mati. Svipað og ef bifvélavirki ætlar að laga bíl en eyðileggur eitthvað annað í leiðinni, þá er hann skyldugur til að bera kostnað af viðgerðinni á því sem hann skemmdi.
TL hefur alveg örugglega boðist til að bæta honum diskinn, en gögnin eru allt annað mál, og ekki á ábyrgð TL. Það var allavega standard þegar ég vann á tölvuverkstæði að viðskiptavinir kvittuðu upp á það að gögnin væru ekki á ábyrgð verkstæðisins.