Síða 1 af 1

Roam like home reglugerðin og Nova...

Sent: Fim 15. Jún 2017 22:03
af odinnn
Jæja, nú er ég staddur í útlöndum og þessi Evrópu sambands reglugerð tók í gildi í dag þar sem það að vera í öðru evrópulandi á ekki að hafa áhrif á áskriftarpakkann, þeas mínútur sem maður á teljast venjulega niður og ekkert aukagjald. En núna er komið babb í bátinn og ég á erfitt með að kafa djúpt í þetta í gegnum símann en samkvæmt þessu eiga mínútur, sms og megabyte að falla undir þetta ef ég skil þetta rétt. Vodafone telur að svo sé samkvæmt sms-i sem systir mín fékk og frétt á heimasíðunni þeirra en Nova er bara með mínútur og sms samkvæmt sms-i, hringingu í þjónustuver og frétt á heimasíðu...

Er einhver með þetta á hreinu hvað er rétt? Og er Nova ekki að skíta upp á bak með þetta?

Re: Roam like home reglugerðin og Nova...

Sent: Fös 16. Jún 2017 08:23
af blitz
Hérna eru upplýsingar um þetta:

https://www.nova.is/farsimi/verdbreytingar

Re: Roam like home reglugerðin og Nova...

Sent: Fös 16. Jún 2017 15:19
af I-JohnMatrix-I
"Nova mun takmarka gagnamagnið
Nova hefur þegar ákveðið að nýta heimild til að takmarka gagnamagnið erlendis. Fyrirtækið sendi nýja verðskrá til viðskiptavina sinna í gær. Þeir sem eru með áskrift að 1 GB eða minna geta notað hana að fullu erlendis. Fyrir stærri pakka verður aukagjald greitt af gagnamagni sem er notað umfram takmark hverrar áskriftarleiðar.

Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, segir fyrirtækið bíða staðfestingar innanríkisráðuneytisins á reglugerðinni. Unnið sé að undirbúningi þess að reikigjöldin verði felld niður. Hún gerir ráð fyrir að nýja verðskráin taki gildi á næstunni."

http://www.visir.is/g/2017170619601

Re: Roam like home reglugerðin og Nova...

Sent: Sun 18. Jún 2017 16:54
af odinnn
Takk fyrir þetta, það var agalega mikil reikistefna hjá þeim hvernig þetta ætti að vera, bara spurning hvern maður hitti á í þjónustuverinu hvernig þetta átti að vera...

Hringdi í þá eftir að ég renndi snögglega yfir linkinn sem blitz setti inn, þá vildi stelpan sem svaraði meina það að maður fengi 31% af því gagnamagni sem maður ætti eftir á Íslandi frítt úti. Þeas ef maður ætti 100 mb eftir af 10 gb áskrift þá mætti maður bara nota 31 mb úti... Myndi halda að hún hafi eitthvað verið að misskilja... En maður getur víst fylgst með þessu í appinu þeirra.

Varðandi prósentu takmörkunina finnst mér hún ekki passa við reglugerðina, sýnist þetta leyfi til takmörkunar vera fyrir áskriftir sem eru með ótakmarkað gagnamagn og til að stoppa óhóflega notkun á þeim. Finnst Nova ennþá vera eitthvað í rugli með þetta.

Re: Roam like home reglugerðin og Nova...

Sent: Sun 18. Jún 2017 17:58
af Storm
"Fair use" hlutinn í löggjöfinni er í stuttu máli takmörkun á notkun erlendis eftir prósentunni 0,175% sinnum verð áskriftarinnar sem þú ert í. Sem dæmi þá fengi farsímaáskriftin Endalaust + 10GB hjá Símanum á 4.600kr samtals 8GB af notkun erlendis samkvæmt prósentunni.

Re: Roam like home reglugerðin og Nova...

Sent: Sun 18. Jún 2017 18:24
af depill
Storm skrifaði:"Fair use" hlutinn í löggjöfinni er í stuttu máli takmörkun á notkun erlendis eftir prósentunni 0,175% sinnum verð áskriftarinnar sem þú ert í. Sem dæmi þá fengi farsímaáskriftin Endalaust + 10GB hjá Símanum á 4.600kr samtals 8GB af notkun erlendis samkvæmt prósentunni.
Mér sýndist reyndar reglan eiga við bara í extreme caseum (þeir nefna þetta með unlimited) og vera upphæð ekki prósenta. Enn
If you want to check the operator’s calculation, here is how: the roaming data volume must be at least twice the volume obtained by dividing the price of your mobile bundle (excluding VAT) by €7.7. For your information, €7.7 is the maximum price that your operator has to pay the foreign operator for 1 GB of data when you are abroad in the EU during 2017. This means that you may get more roam like at home data than the volume your operator can purchase with your monthly subscription from the foreign operator whose network you are using abroad.
4600 er 3709 án vsk eða 32 EUR svo (2*(32/7.7)) = 8,3 GB ( svo þú varst næstum right on the money. En 7,7 EUR er upphæðin sem er verið að miða við per GB

Re: Roam like home reglugerðin og Nova...

Sent: Sun 18. Jún 2017 18:47
af kjartanbj
Ég er með 25GB gagnamagn hjá hringdu og ég fæ 6GB erlendis af því gagnamagni , held það dugi í vel flestum tilfellum, verður allavega öðruvísi þegar ég fer til spánar í næsta mánuði að geta notað símann óhikað

Re: Roam like home reglugerðin og Nova...

Sent: Mán 19. Jún 2017 13:32
af dori
Ef þú ert í áskrift hjá Nova geturðu notað allt gagnamagnið þitt úti en þú þarft að borga álag fyrir það sem fer yfir visst magn. Í 10GB áskrift er það 5,3GB sem þú mátt nota án álags (sem er 1,11kr/MB) innan EES.

Í frelsi þá geturðu ímyndað þér að gagnamagnið telji hraðar þegar þú ert innan EES en þegar þú ert á Íslandi. Hlutfallið er þannig að gígabætin sem eru innifalin í EES eru alltaf jafn dýr, s.s. þú færð ekki fleiri gígabæt fyrir peninginn ef þú ert með 10GB heldur en 5GB. Þetta er bara útaf því að reglugerðin setur þak á rukkun milli símafyrirtækja innan EES og það er erfitt að gera kröfu um að fyrirtækin fari að borga með því að þú notir netið erlendis.