Síða 1 af 3

Hverjur eru að spila Player Unknown Battleground (PUBG) og hvernig ertu að fíla?

Sent: Fös 26. Maí 2017 00:02
af Fumbler
Jæja. Hverjir eru að spila Player Unknown Battleground (PUBG) og hvernig ertu að fíla leikinn?
https://store.steampowered.com/app/578080/
Mynd


Hef verið að spila í viku, þetta er skemmtilegt aðalega solo, væri til í að spila meira af duo og Squad bara næstum ómögurlegt með randoms.
Eruði með einhverjar discord rás

Ég hef verið að fylgjast með þessum þrem. nokkuð skemmtilegir.
https://www.youtube.com/user/AculiteGaming/videos
https://www.youtube.com/user/jackfrags/videos
https://www.youtube.com/user/Cayinator/videos

Re: Hverjur eru að spila Player Unknown Battleground (PUBG) og hvernig ertu að fíla?

Sent: Fös 26. Maí 2017 00:10
af rickyhien
me me me :D mjög vel sko :D er að fjárfesta í GTX 1080 til að koma í staðinn fyrir 760 SLI kortin mín :P fyrir þessum leik!

eg spila mikið með random fólk bara (duo og squad, auðveldari að fá kills í duo) það er fínt

Re: Hverjur eru að spila Player Unknown Battleground (PUBG) og hvernig ertu að fíla?

Sent: Fös 26. Maí 2017 00:45
af Sallarólegur
Wtf allir á Steam hjá mér eru í þessu og ég veit ekki einusinni hvað þetta er :)

Re: Hverjur eru að spila Player Unknown Battleground (PUBG) og hvernig ertu að fíla?

Sent: Fös 26. Maí 2017 01:00
af Manager1
Ég spila slatta, þetta er hrikalega skemmtilegt! Nenni ekki að spila duo og squad með randoms en hef spilað eitthvað með vinum.

Re: Hverjur eru að spila Player Unknown Battleground (PUBG) og hvernig ertu að fíla?

Sent: Fös 26. Maí 2017 01:52
af Black
Ágætis leikur, er sjálfur meira í h1z1

Re: Hverjur eru að spila Player Unknown Battleground (PUBG) og hvernig ertu að fíla?

Sent: Fös 26. Maí 2017 11:33
af ÓmarSmith
ávanabindandi leikur.

Góður bæði í Solo og Squad :)

Re: Hverjur eru að spila Player Unknown Battleground (PUBG) og hvernig ertu að fíla?

Sent: Fös 26. Maí 2017 13:01
af THEBROKENONE
Ég venjulegast þoli ekki online skotleiki. Er kannski bara svona lélegur í þeim, en þessi leikur er mjög skemmtilegur. Spila þetta aðallega með vinum í squad.

Re: Hverjur eru að spila Player Unknown Battleground (PUBG) og hvernig ertu að fíla?

Sent: Fös 26. Maí 2017 14:10
af kjartanbj
ég hef aðeins spilað hann, það sem fer í taugarnar á mér í honum er laggið, við erum að spila á þjón út í heimi með allt að 99 öðrum og það er alveg finnanlegt að maður er aðeins á eftir, en vonandi á hann eftir að verða betri með tímanum enda ekki tilbúin

Re: Hverjur eru að spila Player Unknown Battleground (PUBG) og hvernig ertu að fíla?

Sent: Fös 26. Maí 2017 16:45
af Haukursv
Virkilega skemmtilegur leikur, verður samt frekar þreyttur í solo finnst mér, en mjög gaman að taka duo eða quad leiki með vinum

Re: Hverjur eru að spila Player Unknown Battleground (PUBG) og hvernig ertu að fíla?

Sent: Fös 26. Maí 2017 17:50
af J1nX
sammála því sem Haukur segir.. búinn að spila hann slatta og er orðinn þreyttur á Solo.. hundrað sinnum skemmtilegra að sötra öl og spila með vinum í duo eða squads

Re: Hverjur eru að spila Player Unknown Battleground (PUBG) og hvernig ertu að fíla?

Sent: Þri 13. Jún 2017 11:44
af Sallarólegur
Ótrúlega góð pæling, en svo mikið af fundemental hlutum sem þarf að laga. Djöfull er F (use) takkinn tregur að virka í þessum leik

Þið sem eruð að spila addið mér á steam:
http://steamcommunity.com/id/sjeddlinn

Mynd

Re: Hverjur eru að spila Player Unknown Battleground (PUBG) og hvernig ertu að fíla?

Sent: Þri 13. Jún 2017 12:16
af HalistaX
Sallarólegur skrifaði:Ótrúlega góð pæling, en svo mikið af fundemental hlutum sem þarf að laga. Djöfull er F (use) takkinn tregur að virka í þessum leik

Þið sem eruð að spila addið mér á steam:
http://steamcommunity.com/id/sjeddlinn

[img]https://www.askideas.com/media/12/Add-M ... icture.jpg[/img.]
Eins og ég sagði í up vote'inu; Lol.

Djöfull ert þú samt myndarlegur gaur, ef þetta er mynd af þér og ekki bara lead vocals í uppáhalds boy band'inu þínu.

Getur samt einhver útskýrt fyrir mér hvað bláa dome'ið sem kemur stundum er?

Er það bara eitthvað mechanic til þess að halda mönnum á hreyfingu, því mappið er svo stórt? Þannig að ef þú ferð útfyrir bláa dome'ið, þá deyrðu og færð "GAME OVER!" "YOU FUCKING SUCK, BREH!"

Re: Hverjur eru að spila Player Unknown Battleground (PUBG) og hvernig ertu að fíla?

Sent: Þri 13. Jún 2017 12:59
af Manager1
Já blái hringurinn er einskonar gas sem drepur þig hægt og rólega ef þú heldur þig ekki inní hringnum. Þetta er gert til þess að minnka kortið hægt og rólega svo leikurinn endi einhverntíman :-)
Fyrstu tveir bláu hringinir eru ekki svo hættulegir, það er hægt að vera fyrir utan þá og nota painkillers og energy drink til að sporna við þeim skaða sem þú verður fyrir, en seinna í leiknum þá missir þú meira og meira líf á hverri sekúndu og í restina þá viltu ekki lenda öfugu megin, það er klár dauði.

btw. Sallarólegur ég bætti þér við á Steam, enginn af vinum mínum spilar þennan leik þannig að það væri næs að geta spilað eitthvað annað en solo :-)

Re: Hverjur eru að spila Player Unknown Battleground (PUBG) og hvernig ertu að fíla?

Sent: Þri 13. Jún 2017 13:32
af HalistaX
Manager1 skrifaði:Já blái hringurinn er einskonar gas sem drepur þig hægt og rólega ef þú heldur þig ekki inní hringnum. Þetta er gert til þess að minnka kortið hægt og rólega svo leikurinn endi einhverntíman :-)
Fyrstu tveir bláu hringinir eru ekki svo hættulegir, það er hægt að vera fyrir utan þá og nota painkillers og energy drink til að sporna við þeim skaða sem þú verður fyrir, en seinna í leiknum þá missir þú meira og meira líf á hverri sekúndu og í restina þá viltu ekki lenda öfugu megin, það er klár dauði.

btw. Sallarólegur ég bætti þér við á Steam, enginn af vinum mínum spilar þennan leik þannig að það væri næs að geta spilað eitthvað annað en solo :-)
Já ókei, ég var nokkurn veginn spot on hahaha :P

Það er helvíti sniðugt. Var alltaf gáttaður af þessu stóra mappi í byrjun, pældi í því hvernig hlutirnir yrðu þegar það væri 1on1 eftir og annar væri í SE honrinu á mappinu á meðann hinn væri í NW horninu... Þá tæki aðeins eitt match í þessum leik margar vikur hahaha. :lol:

Hvernig var það samt, var þetta upprunalega Arma II mod eða? Arma III kannski? Hvernig er skalast upprunalega mod'ið við leikinn sjálfann?

Því mér skilst að t.d. DayZ moddið sé mun meir functional og skemmtilegra heldur en leikurinn sjálfur.

Eru mod'in kannski alltaf best því það er uppruninn að þessu öllu? Svona eins og mörgum finnst Metal Gear Solid fyrsti sá besti? Og svo kannski hype'ast upp minningin... ...það er klár valmöguleiki.

Re: Hverjur eru að spila Player Unknown Battleground (PUBG) og hvernig ertu að fíla?

Sent: Þri 13. Jún 2017 13:46
af Xovius
Hef verið að spila þetta slatta en djöfull er maður að verða þreyttur á server laggi og bara hversu illa þetta runnar þó ég sé með helvíti fína tölvu.
Næsta update á víst að focusa á server málin, vona að þetta fari eitthvað að skána.

Re: Hverjur eru að spila Player Unknown Battleground (PUBG) og hvernig ertu að fíla?

Sent: Þri 13. Jún 2017 19:22
af Manager1
Leikurinn heitir Playerunknowns Battlegrounds.

Playerunknown er maðurinn á bakvið þennan leik, hann er líka maðurinn á bakvið H1Z1 og ég held að hann hafi haft puttana í DayZ eða Arma eða báðum, en hérna fékk hann að gera leik eins og hann vildi hafa hann, enda er Battlegrounds talsvert betri en H1Z1. Þannig að þessi leikur var í raun aldrei mod heldur gerður sem standalone leikur. En eins og Xovius segir þá er talsvert um server issues, en leikurinn er auðvitað early access þannig að maður má ekki búast við fullkláruðum leik.

Re: Hverjur eru að spila Player Unknown Battleground (PUBG) og hvernig ertu að fíla?

Sent: Mán 19. Jún 2017 23:48
af Jakob
Ég hef verið að spila undanfarna daga... Mér finnst server laggið seint á kvöldin vera alveg rosalegt, það var extra slæmt í kvöld :-/

Vantar alveg upplýsingar um ping tíma svo það sé hreinlega hægt að hætta í sessioninu ef maður sér að þetta komi til með að sucka. Alveg nauðsynlegt að vera með sæmilegt ping í svona leik þar sem hver kúla skiptir máli.

Fyrir utan laggið þá er þetta flottur leikur.

Re: Hverjur eru að spila Player Unknown Battleground (PUBG) og hvernig ertu að fíla?

Sent: Þri 20. Jún 2017 08:57
af Sallarólegur
Jakob skrifaði:Ég hef verið að spila undanfarna daga... Mér finnst server laggið seint á kvöldin vera alveg rosalegt, það var extra slæmt í kvöld :-/

Vantar alveg upplýsingar um ping tíma svo það sé hreinlega hægt að hætta í sessioninu ef maður sér að þetta komi til með að sucka. Alveg nauðsynlegt að vera með sæmilegt ping í svona leik þar sem hver kúla skiptir máli.

Fyrir utan laggið þá er þetta flottur leikur.
Ég hef heyrt að NA serverarnir séu miklu betri en EU.
Prufaði einn svoleiðis í gær og mér gekk miklu betur. Kannski placebo effect, en það var allavega alls ekki verra.

Re: Hverjur eru að spila Player Unknown Battleground (PUBG) og hvernig ertu að fíla?

Sent: Þri 20. Jún 2017 19:11
af Manager1
Fólk sem spilar reglulega á NA segir svo að EU séu betri, en ég hef aldrei heyrt neinn tala illa um asíuserverana.

Re: Hverjur eru að spila Player Unknown Battleground (PUBG) og hvernig ertu að fíla?

Sent: Mið 21. Jún 2017 04:42
af pepsico
Serverarnir í NA og EU eru báðir hýstir hjá Amazon Web Services í viðeigandi heimsálfu.
Það er enginn munur á þeirri aðkeyptu þjónustu eftir löndum svo eina breytan er álagið sem er á þjónunum á gefinni stundu.

Þar sem mesti álagstíminn er sambærilegur að staðartíma en allt að níu tímabelti á milli staðanna
getur verið mun ánægjulegra að spila á NA á háannatíma EU (og öfugt).
Maður bætir á sig kannski hundrað latency en fær stöðugari server.
En utan háannatíma er það tóm vitleysa að spila á öðrum serverum en EU.

Re: Hverjur eru að spila Player Unknown Battleground (PUBG) og hvernig ertu að fíla?

Sent: Mið 28. Jún 2017 10:49
af tveirmetrar
Mæli með því að þeir sem eru að spila PUBG komi inn á FB grúppu IceEZ.

Stór hópur að spila saman á Team Speak rásinni og oft mikið fjör. ATH 18 ára aldurstakmark.

Re: Hverjur eru að spila Player Unknown Battleground (PUBG) og hvernig ertu að fíla?

Sent: Fim 29. Jún 2017 00:01
af Aron Flavio
góður leikur. verst að borðtölvan höndlar hann (örugglega) ekki þannig ég þarf að spila á fartölvu í 1366x768 á lægstu gæðum fyrir stöðug 60fps :(

Re: Hverjur eru að spila Player Unknown Battleground (PUBG) og hvernig ertu að fíla?

Sent: Lau 25. Nóv 2017 00:05
af HalistaX

Re: Hverjur eru að spila Player Unknown Battleground (PUBG) og hvernig ertu að fíla?

Sent: Lau 25. Nóv 2017 05:34
af HalistaX
Aron Flavio skrifaði:góður leikur. verst að borðtölvan höndlar hann (örugglega) ekki þannig ég þarf að spila á fartölvu í 1366x768 á lægstu gæðum fyrir stöðug 60fps :(
Hvaða kjaftæði er það?

Ég er með allt í ultra og alltaf stöðugt 80fps.... Nema þegar ég fæ svona latency issues, þá droppar það niður í 50-60, sem er samt alveg doable! :D

Re: Hverjur eru að spila Player Unknown Battleground (PUBG) og hvernig ertu að fíla?

Sent: Lau 25. Nóv 2017 05:52
af ChopTheDoggie
HalistaX skrifaði:
Aron Flavio skrifaði:góður leikur. verst að borðtölvan höndlar hann (örugglega) ekki þannig ég þarf að spila á fartölvu í 1366x768 á lægstu gæðum fyrir stöðug 60fps :(
Hvaða kjaftæði er það?

Ég er með allt í ultra og alltaf stöðugt 80fps.... Nema þegar ég fæ svona latency issues, þá droppar það niður í 50-60, sem er samt alveg doable! :D
Soldið munur á R9 280x og GTX 1080 [-X


Frekar leiðinlegur að spila einn þannig ef einhver er til í að spila endilega addið: https://steamcommunity.com/id/ChopTheDoggie \:D/