Sæll Gummiandri,
nokkrar athugasemdir:
Í aldri eru misstór bil fyrir aldurshópa. Venjan er að hafa þau jafn stór til að gefa betri mynd.
"Stundar þú íþróttir eða einhverskonar hreyfingu ?"
Einhverskonar hreyfingu? Væri eðlilegra að nota t.d. orðið líkamsrækt, allir hreyfa sig eitthvað yfir daginn.
"Til hvers stundar þú íþróttir ?"
Hér þyrfti að vera hægt að velja fleiri en 1, og alltaf gott að hafa "Annað:" reit, þar sem þátttakendur geta skráð aðra möguleika.
Hver er annars munurinn á að "Halda mér í góðu formi" og "Bæta heilsuna" ?
"Hversu margar klukkustundir notar þú, að jafnaði á dag í sjónvarp, farsíma eða tölvur ? *"
Get ekki valið meira en 6klst, stór hluti landsmanna vinnur við tölvu og er því 8+ tíma við tölvuna á dag.
"Hversu oft á dag borðar þú ávexti eða grænmeti ? *"
Skrítið að tala um hversu oft, og þá á dag, frekar en t.d. hversu marga ávexti þú borðar í viku. Held að það gæfi betri niðurstöður. Einnig notarðu "að jafnaði" í spurningunni á undan, væri gott að nota það orðalag líka hér.
"Með hvaða liði helduru í ensku deildinni ? *"
Vantar "engu" valmöguleika.
"Spurningakönnun um heilsufar íslendinga"
Nafnið á könnunninni gefur einnig til að þið séuð að kanna heilsufar, en þið eruð ekki að gera það. Þið eruð að kanna hegðunar- og neyslumynstur... og líklega bera það saman eftir hvaða liði einstaklingar halda með í ensku deildinni.
Einnig gefur það líklega skakka mynd að ætla að útfæra niðurstöður frá notendum á tölvuspjallborði yfir á "Íslendinga", líkt og nafnið gefur til kynna. Þó svo að þú setir þetta á fleiri staði, þá skekkir þetta niðurstöðurnar, sérstaklega líklega í tengslum við spurninguna um hversu mikið við erum við tölvu/síma