Síða 1 af 1
Kveiknar ekki á tölvunni
Sent: Mið 03. Maí 2017 14:32
af stefhauk
Sælir
Var að spila leik í tölvunni í gær og viftan var farinn að hreyfast ansi hratt svo allt í einu slökknaði á tölvunni og hún vill ekki fara í gang aftur.
Er þetta ekki svona nokkurnveginn 99% líkur að aflgjafinn hafi farið í henni?
Svo ef einhver lumar á 750w aflgjafa á fínu verði megiði endilega vera í bandi.
Re: Kveiknar ekki á tölvunni
Sent: Mið 03. Maí 2017 14:58
af Klemmi
Auðvitað ekki hægt að útiloka að það sé aflgjafinn, en þetta er nú frekar mikið skot í blindni...
Búinn að prófa að taka tölvuna úr sambandi og setja aftur í samband? Þegar tölva ofhitnar getur hún farið í vörn og neitað að kveikja á sér.
Ef hún fer í gang, þá mæli ég þó með því að skoða hvað veldur hitavandræðunum

Re: Kveiknar ekki á tölvunni
Sent: Mið 03. Maí 2017 15:11
af agust1337
Getur verið hvað sem er, móðurborðið, drivin, skjákortið, cpu, þú þarf í raun að nota útilokunar aðferðina
Re: Kveiknar ekki á tölvunni
Sent: Mið 03. Maí 2017 15:24
af stefhauk
Klemmi skrifaði:Auðvitað ekki hægt að útiloka að það sé aflgjafinn, en þetta er nú frekar mikið skot í blindni...
Búinn að prófa að taka tölvuna úr sambandi og setja aftur í samband? Þegar tölva ofhitnar getur hún farið í vörn og neitað að kveikja á sér.
Ef hún fer í gang, þá mæli ég þó með því að skoða hvað veldur hitavandræðunum

Af einhverri ástæðu þá var nú bara rafmagnssnúrann sem tengist í millistykkið færst örlýtið til og var ekki alveg ofaní stykkinu.
