Síða 1 af 1
Forsala á Galaxy8+ hjá Símanum í ruglinu
Sent: Fös 21. Apr 2017 22:52
af roadwarrior
Verslaði mér Galaxy 8+ á forsölu hjá Símanum. Þeir auglýstu síman með því sem ég hélt að væri loforð um afhendingu 21. apríl og sú afhending yrði með þeim formerkjum að síminn yrði sendur heim til manns með Póstinum. En núna sýnist mér að ekkert verði úr þeirri afhendingu nema þeir hafi meint að þeir væru búnir að afhenda Póstinum hann og þá væri þeir lausir allra mála. Eins og staðan er núna býst ég ekki við að síminn komi ekki fyrr en 24. apríl
I am pissed
Eru einhverjir sem versluðu hjá símanum í forsölu sem eru búinir að fá símann sinn?
Ps: Ég ákvað að taka hulstur hjá Elko því þeir buðu uppá fleiri útgáfur af hulstrum þar og frá þeim fékk ég í dag SMS sem sagði að ég gæti sótt hulstrið eftir kl 18 í dag
Re: Forsala á Galaxy8+ hjá Símanum í ruglinu
Sent: Fös 21. Apr 2017 22:55
af Dúlli
Félagi minn verslaði hjá nova, átti að fá 19 Apríl, ekk en komin.
Re: Forsala á Galaxy8+ hjá Símanum í ruglinu
Sent: Fös 21. Apr 2017 23:02
af roadwarrior
Gleymdi reyndar að minnast á það að ég fékk póst frá Símanum síðastliðnn miðvikudag um að hann væri lagður af stað frá þeim ca kl 16 og fékk með því sendingarnúmer. Ekkert gerðist í trakcinu fyrr en í morgun (kl 10) að þá kom upp "Sending skráð" og ekkert gerist svo í allan dag. Er farinn að halda að þeir hafi gleymt að reikna með fríínu á Sumardaginn fyrsta en come on hvurslags pappakassar eru þeir þá
Re: Forsala á Galaxy8+ hjá Símanum í ruglinu
Sent: Lau 22. Apr 2017 10:52
af mercury
Forpantaði hja nova. Sem kom honum i post 19ap og síminn skilaði sér í gærkvöldi.
Re: Forsala á Galaxy8+ hjá Símanum í ruglinu
Sent: Lau 22. Apr 2017 11:05
af Prox
Pantaði frá Vodafone sjálfur, fékk tilkynningu frá póstinum um að hann væri kominn í sendingu í gær en hann skilaði sér ekki. Mig grunar að þjónustan hjá póstinum sé það sem sé að klikka hér en ekki þeir sem eru að selja símana.
Re: Forsala á Galaxy8+ hjá Símanum í ruglinu
Sent: Lau 22. Apr 2017 11:33
af hagur
Er ekki bara spurning um að chilla og hinkra í 2-3 daga í viðbót? Söluaðilarnir geta varla ábyrgst þjónustuna hjá þeim sem sér um að koma þessu heim til fólks (Pósturinn).
Re: Forsala á Galaxy8+ hjá Símanum í ruglinu
Sent: Lau 22. Apr 2017 11:51
af urban
roadwarrior skrifaði:Gleymdi reyndar að minnast á það að ég fékk póst frá Símanum síðastliðnn miðvikudag um að hann væri lagður af stað frá þeim ca kl 16 og fékk með því sendingarnúmer. Ekkert gerðist í trakcinu fyrr en í morgun (kl 10) að þá kom upp "Sending skráð" og ekkert gerist svo í allan dag. Er farinn að halda að þeir hafi gleymt að reikna með fríínu á Sumardaginn fyrsta en come on hvurslags pappakassar eru þeir þá
Semsagt síminn er ekkert í ruglinu með sína forsölu.
Pósturinn er ekki að standa sig, síminn augljóslega kom símanum í póst á miðvikudaginn 19 apríl en pósturinn drullar uppá bak.
Re: Forsala á Galaxy8+ hjá Símanum í ruglinu
Sent: Lau 22. Apr 2017 12:15
af Sallarólegur
Fólk verður nú að vera með staðreyndir á hreinu til að geta sagt hver er að drulla upp á bak.
Ég veit ekki hvernig þessi auglýsing hljómaði, en ef Síminn lofar ákveðinni dagsetningu þá þarf hann annaðhvort að vera búinn að gera um það samning við póstinn um að uppfylla þetta - eða dreifa honum sjálfir.
Ekki hægt að mæta bara degi fyrir upp í Póstinn og ætlast til þess að allar sendingarnar séu komnar inn um lúgu eftir nokkrar klst.
Re: Forsala á Galaxy8+ hjá Símanum í ruglinu
Sent: Lau 22. Apr 2017 12:23
af kizi86
pósturinn hefur verið í ruglinu alveg síðan 12 apríl veit ég, þekki nokkra sem voru að bíða eftir sendingu frá útlöndum, pakkarnir komu allir 12 apríl til landsins.. svo gerist ekkert í nokkra daga, ekki fyrr en 18-19 apríl sem pakkarnir bárust á póstmiðstöðina til dreifingar..
Re: Forsala á Galaxy8+ hjá Símanum í ruglinu
Sent: Lau 22. Apr 2017 12:23
af emmi
Veit um nokkra í Reykjanesbæ sem fengu sinn í gær.
Re: Forsala á Galaxy8+ hjá Símanum í ruglinu
Sent: Lau 22. Apr 2017 13:00
af Olafurhrafn
Ertu á höfuðborgarsvæðinu? Ef svo er þá skil ég ekki afhverju það er verið að standa í því að senda þetta heim, alltaf bara betra að fara í símann og sækja þetta bara.
Re: Forsala á Galaxy8+ hjá Símanum í ruglinu
Sent: Lau 22. Apr 2017 16:29
af roadwarrior
Ok fór á netið og fann "archived" útgáfu frá símanum og þar stendur reyndar í smáa letrinu:
"*Áætlaður afhendingar tími miðað við vöruafhendingu frá birgja"
Gæti hafað spilað inní. En þá hefði verið skemtilegra að fá póst frá símanum þar sem þeir hefðu afsakað sig og látið vita að það yrði töf á afhendingu. Reyndar lyktar þetta af því að þeir hafi dömpað öllu á póstinn og pósturinn svo gert dodo en það hefði mátt bjóða uppá að sæka í eitthvað fyrirframákveðna Símaverslun td í dag. Þar hefðu símarnir verið merktir viðtakanda sem hefði svo getað nálgast hann þar.
Svo virðst reyndar að sumir aðrir söluaðilar hafi náð að koma þeim í dreifingu nógu snemma á miðvikudaginn til að þeir skili sér til viðskiftavina í gær
Læt snapshot af auglýsingunni fylgja með til gamans hér fyrir neðan
- Siminn.JPG (127.39 KiB) Skoðað 1100 sinnum
Re: Forsala á Galaxy8+ hjá Símanum í ruglinu
Sent: Lau 22. Apr 2017 20:55
af rbe
númer eitt að hafa greiðan aðgang að slökkvitækinu !
Re: Forsala á Galaxy8+ hjá Símanum í ruglinu
Sent: Lau 22. Apr 2017 22:12
af brynjarbergs
Samsung úti bönnuðu afhendingu í verslun á forsölusímum. Only by mail.
Skv. mínum heimildum voru símafélögin með símtækin á lager og á þeirra ábyrgð að koma þeim í póst á miðvikudaginn.
Ég fékk minn S8+ í gær frá Vodafone (í gegnum vinnuna).
roadwarrior skrifaði:Ok fór á netið og fann "archived" útgáfu frá símanum og þar stendur reyndar í smáa letrinu:
"*Áætlaður afhendingar tími miðað við vöruafhendingu frá birgja"
Gæti hafað spilað inní. En þá hefði verið skemtilegra að fá póst frá símanum þar sem þeir hefðu afsakað sig og látið vita að það yrði töf á afhendingu. Reyndar lyktar þetta af því að þeir hafi dömpað öllu á póstinn og pósturinn svo gert dodo en það hefði mátt bjóða uppá að sæka í eitthvað fyrirframákveðna Símaverslun td í dag. Þar hefðu símarnir verið merktir viðtakanda sem hefði svo getað nálgast hann þar.
Svo virðst reyndar að sumir aðrir söluaðilar hafi náð að koma þeim í dreifingu nógu snemma á miðvikudaginn til að þeir skili sér til viðskiftavina í gær
Læt snapshot af auglýsingunni fylgja með til gamans hér fyrir neðan
Siminn.JPG
Re: Forsala á Galaxy8+ hjá Símanum í ruglinu
Sent: Lau 22. Apr 2017 23:43
af BugsyB
Ég sótti minn bara til Símans og ekkert mál - treysti ekki póstinum til að standa við sitt - þeir eru að drukkna í sendinum frá kína
Re: Forsala á Galaxy8+ hjá Símanum í ruglinu
Sent: Sun 23. Apr 2017 00:58
af brynjarbergs
... þú vinnur þar?
BugsyB skrifaði:Ég sótti minn bara til Símans og ekkert mál - treysti ekki póstinum til að standa við sitt - þeir eru að drukkna í sendinum frá kína
Re: Forsala á Galaxy8+ hjá Símanum í ruglinu
Sent: Sun 23. Apr 2017 01:17
af mercury
ég vildi fá að sækja minn til nova en það var ekki í boði.