Síða 1 af 1
Stilla port á Trendnet TEW-818DRU
Sent: Fös 21. Apr 2017 21:25
af forsyth
Góða kvöldið vaktarar.
Ég er með AC1900 Dual Band Wireless Router - TEW-818DRU sem er ljósleiðararouter. Ég er með ljósleiðara frá Rangárljós og er með þjónustu frá Vodafone. Ljósleiðaraboxið er tengt við WAN á routernum og myndlykillinn í port 4.
Ég er semsagt að reyna að stilla port 4 þannig að ég geti sett myndlykilinn við það. Ég er búinn að tagga port 4 á VLAN 44. Er það eitthvað fleira sem ég þarf að gera til að ná þessu inn? Þetta er ekki að detta inn svona og þegar ég restarta myndlyklinum þá festist hann á "Myndlykill ræsir sig" (væntanlega ekki að fá rétt merki). Sjá viðhengi með stillingum.
Með von um hjálp.
Re: Stilla port á Trendnet TEW-818DRU
Sent: Fös 21. Apr 2017 22:29
af Semboy
hvernig ljósleiðarabox er þetta?
-hvað stendur á honum?
Re: Stilla port á Trendnet TEW-818DRU
Sent: Fös 21. Apr 2017 22:38
af forsyth
Semboy skrifaði:hvernig ljósleiðarabox er þetta?
-hvað stendur á honum?
Þetta er svona box, sennilega ljósbreytir?
Re: Stilla port á Trendnet TEW-818DRU
Sent: Fös 21. Apr 2017 22:40
af forsyth
Ég er með router frá Vodafone líka og myndlykillinn virkar fínt á honum. Þar eru stillingarnar þessar sem eru á myndinni í viðhengi.
Re: Stilla port á Trendnet TEW-818DRU
Sent: Fös 21. Apr 2017 22:50
af Xovius
forsyth skrifaði:Ég er með router frá Vodafone líka og myndlykillinn virkar fínt á honum. Þar eru stillingarnar þessar sem eru á myndinni í viðhengi.
Þetta er einmitt það sem þarf. Á að vera bridged, VLAN 44 - 802.1p 4
Fann virtual viðmót fyrir routerinn hjá þér en spotta samt ekki hvar þú gætir sett þetta inn.
https://www.trendnet.com/emulators/TEW- ... t/vlan.htm
Re: Stilla port á Trendnet TEW-818DRU
Sent: Fös 21. Apr 2017 23:04
af forsyth
Xovius skrifaði:forsyth skrifaði:Ég er með router frá Vodafone líka og myndlykillinn virkar fínt á honum. Þar eru stillingarnar þessar sem eru á myndinni í viðhengi.
Þetta er einmitt það sem þarf. Á að vera bridged, VLAN 44 - 802.1p 4
Fann virtual viðmót fyrir routerinn hjá þér en spotta samt ekki hvar þú gætir sett þetta inn.
https://www.trendnet.com/emulators/TEW- ... t/vlan.htm
Dautt mál þá?
Re: Stilla port á Trendnet TEW-818DRU
Sent: Lau 22. Apr 2017 13:32
af einarth
Þú þarft að leyfa vlan 44 á Wan líka.. Ekki bara á porti 4.
Sent from my SM-G935F using Tapatalk
Re: Stilla port á Trendnet TEW-818DRU
Sent: Lau 22. Apr 2017 13:33
af einarth
Já og svo á það að vera tagged á Wan, en untagged á porti 4.
Sent from my SM-G935F using Tapatalk
Re: Stilla port á Trendnet TEW-818DRU
Sent: Lau 22. Apr 2017 14:00
af forsyth
Takk fyrir svörin. Fæ ekkert internet access á wireless tölvur ef ég enable-a VLAN 44 á WAN portinu og hef það tagged. Einhver ráð?
Sjá viðhengi:
Re: Stilla port á Trendnet TEW-818DRU
Sent: Lau 22. Apr 2017 18:22
af Sallarólegur
Þú þarft að hafa dálítið mikla kunnáttu til að stilla router fyrir IPTV, svo getur vel verið að ISP bjóði ekki upp á það eða að þú þurfir að fara í miklar krókaleiðir eða MAC address spoofing til að fá TV inn.
Einfaldast er að nota Vodafone routerinn og bæta við góðum Access Point, eins og Unifi AP AC Lite, fæst hjá Símafélaginu.