Síða 1 af 1

Stutter og FPS drop í GTA V

Sent: Mán 17. Apr 2017 22:43
af agnarkb
Setti upp aftur GTA V svona til gamans til þess að grípa aðeins í af og til. Mundi síðan eftir því að þegar ég renndi í gegnum hann fyrst þá var ég oft að fá smá lagg í nokkrar sekúndur þar sem að FPS fór niður í 20-30 og ramminn "fraus" í kannski eina sekúndu. Ekkert mikið en maður tekur mjög vel eftir þessu sérstaklega þegar ég er að keyra. Er með allar stillingar í max og er að fá alveg á milli 50-80 fps þegar allt er eins og það á að vera. Búinn að prófa helling að stillingum alveg niður í low sem er verra og svo skala resolutionið eins hátt og GPU leyfir en það virðist virka betur. Svo er hann varla spilanlegur með v-sync off en það virðist vera þekkt vandamál. Rakst á nokkur vídeo frá Gamers Nexus sem fjallar um micro stutter í GTA V með i5 örgjörvum og svo eitthvað aðeins frá Wendell líka sem i7 var nefndur líka.

Eru einhverjir aðrir hér sem hafa lent í svipuðu? Er eitthvað fix?

Speccar í undirskrift

Re: Stutter og FPS drop í GTA V

Sent: Þri 18. Apr 2017 04:09
af slapi
Þessi hik sem Gamer Nexus var að tala um gerist þegar þú spilar á lágri upplausn með frekar léleg gæði líka og ert að ná í eitthvað FPS þak (187.5 fps) Leikurinn er víst ekki mjög optimized fyrir svoleiðis aðstæður. Sé ekki að það sé endilega vandamálið þitt hérna.

Re: Stutter og FPS drop í GTA V

Sent: Þri 18. Apr 2017 11:52
af upg8
Prófaðu að kveikja á Game Mode að því gefnu að þú sért með nýjustu útgáfuna af Windows. Prófaðu líka að nota nVidia profile inspector en þar getur þú fínpússað sync stillingarnar og sett þak á FPS svo þetta haldist stöðugara

Re: Stutter og FPS drop í GTA V

Sent: Þri 18. Apr 2017 19:50
af agnarkb
Er með Game Mode í gangi. Já ég er ekki með það vandamál sem GN voru að tala um, ég er að ná svona 80 FPS tops með allt í botni á 1080p. Eftir smá gúggl og fleira þá eru nokkuð margir í þessum vandræðum, bæði með i5 og i7 hvort sem þeir eru nýjir eða gamlir og almennt bara sagt að leikurinn er ekkert mjög vel optimized fyrir PC, flott console port en vantar eitthvað upp á optimize. Ég tók hann alveg út, set hann upp alveg frá bytjun aftur einhvert kvöldið og sé hvort ég nái að laga þetta eitthvað.

Re: Stutter og FPS drop í GTA V

Sent: Þri 18. Apr 2017 20:14
af upg8
Búin að prófa nVIDIA Profile Inspector? Hann býður uppá miklu meiri stjórn yfir öllu en nVIDIA Control Panel

Re: Stutter og FPS drop í GTA V

Sent: Þri 18. Apr 2017 20:57
af agnarkb
upg8 skrifaði:Búin að prófa nVIDIA Profile Inspector? Hann býður uppá miklu meiri stjórn yfir öllu en nVIDIA Control Panel
Já, ég prófaði hann stuttu eftir að ég bytjaði að spila leikinn til þess að athuga hvort eitthvað þar gæti lagað vandamálið. Hef notað hann mikið fyrir Flight Sim

Re: Stutter og FPS drop í GTA V

Sent: Þri 18. Apr 2017 22:34
af Tish
Hef lent í þessu með leiki og þá var það OS diskurinn sem var að stríða mér. Eftir að ég gerði chkdsk /r í command prompt með admin réttindi og reboot þá fór allt að virka betur. Þetta var að gerast á kannski 1 - 5 mín fresti hjá mér. Þá voru þetta villur á disknum sem chkdsk lagaði. Veit ekki hvort það sé það í þínu tilfelli en þú gætir prófað þetta.