Síða 1 af 1
Hlutir sem þú þolir ekki...
Sent: Fös 31. Mar 2017 22:38
af appel
Einstaka sinnum þarf maður að geta röflað, kvarta og kveina yfir hinu og þessu... ég ætla að nýta þennan fyrsta póst í að kveina yfir eftirfarandi:
ÉG ÞOLI EKKI þegar vídjó playerar á vefnum eru hættir að vera með volume stillingu, það er bara mute/unmute toggle hnappur. T.d. er facebook video gott dæmi um það, en maður er byrjaður að taka eftir þessari þróun víða í þessa átt.
Málið er að maður vill geta stjórnað volume leveli á hinum og þessum vídjóum án þess að þurfa að lækka í sjálfum magnaranum/hátölurunum, því oft kemur þetta audio á full blast algjörlega un-normamalizað, ótrúlega pirrandi.
</kvartogkvein>
Re: Hlutir sem þú þolir ekki...
Sent: Fös 31. Mar 2017 22:56
af svanur08
Ég þoli ekki auglýsingar sem koma oft upp þegar maður er að spila myndband á youtube.
Re: Hlutir sem þú þolir ekki...
Sent: Fös 31. Mar 2017 23:08
af jonsig
Youtube lærðir vitringar á vaktinni. Kaupa eitthvað sample af græju á 5þúsund kall og verða við það eitthvað linustechtips
Svo ef einhver veit betur sem gerist oft. þá eru það bezzerwisserar og talaðir niður á ómálefnalegan hátt sem lýsir þessu liði best.
Re: Hlutir sem þú þolir ekki...
Sent: Fös 31. Mar 2017 23:10
af Moldvarpan
Þoli ekki þegar tónlist er mikið hærra en talið.
Hvort sem það er frá torrenti, í sjónvarpi eða útvarpi!!
Re: Hlutir sem þú þolir ekki...
Sent: Fös 31. Mar 2017 23:12
af appel
Þoli ekki kvikmyndir sem eru með sprengingahljóðin og byssuhljóðin svona 3-4x hærri en talið, maður þarf að vera með hendina á fjarstýringunni, hækkandi og lækkandi.
Re: Hlutir sem þú þolir ekki...
Sent: Fös 31. Mar 2017 23:14
af kizi86
bezzerwizzerar á spjallborðum fyrir tölvunörda
Re: Hlutir sem þú þolir ekki...
Sent: Fös 31. Mar 2017 23:16
af Glazier
Ég loggaði mig inn sérstaklega fyrir þennan þráð!
Vinn við að keyra 20 og 40ft gáma og fleti um höfuðborgarsvæðið, og slagar bíllinn oft yfir 45 tonn í heildar þyngd.
Það sem ég þoli ekki er fólk í umferðinni sem áttar sig ekki á að svona stórir bílar þurfa smá pláss, bæði í beygjur, hringtorg og til að bremsa, ég reyni eins og ég get að stoppa ekki alveg, t.d. þegar ég kem að hringtorgum eða gatnamótum og þoli því ekki fólk sem gefur ekki stefnuljós út úr hringtorgi eða treður sér fyrir framan mig til að vera fremsti bíll á rauðu ljósi sem gerir það að verkum að ég neyðist til að stoppa og taka svo af stað aftur !
Það getur gjörsamlega soðið á mér þegar ég sé hvað íslendingar eru fatlaðir þegar kemur að umferð, EKKI fara framfyrir trukk í ártúnsbrekku og hægja svo á þér áður en þú skiptir um akrein !!!
Re: Hlutir sem þú þolir ekki...
Sent: Fös 31. Mar 2017 23:26
af Gunnar
Re: Hlutir sem þú þolir ekki...
Sent: Fös 31. Mar 2017 23:35
af gutti
hata að reyna fixa powerline draslið sem ég keypti í dag !!
Re: Hlutir sem þú þolir ekki...
Sent: Fös 31. Mar 2017 23:50
af Moldvarpan
Gunnar skrifaði:
Neeeiii... Ég gæti ekki lifað án Irony!
Re: Hlutir sem þú þolir ekki...
Sent: Lau 01. Apr 2017 00:05
af grimurkolbeins
Nöldur
Re: Hlutir sem þú þolir ekki...
Sent: Lau 01. Apr 2017 00:06
af appel
grimurkolbeins skrifaði:Nöldur
Mér finnst nöldur einstaklega skemmtilegt. Það að geta nöldrað yfir hlutum þýðir að heilabúið er í góðu lagi
Re: Hlutir sem þú þolir ekki...
Sent: Lau 01. Apr 2017 00:56
af rbe
Sjálfstæðisflokkinn.
ég held að það þurfi engra röksemdar færslu eða útskýringa við ?
Re: Hlutir sem þú þolir ekki...
Sent: Lau 01. Apr 2017 02:03
af worghal
fólk sem leggur á gangstéttum.
Re: Hlutir sem þú þolir ekki...
Sent: Lau 01. Apr 2017 02:09
af appel
Hundakúkur meðfram gangstéttum.
Re: Hlutir sem þú þolir ekki...
Sent: Lau 01. Apr 2017 08:25
af urban
Glazier skrifaði:Ég loggaði mig inn sérstaklega fyrir þennan þráð!
Vinn við að keyra 20 og 40ft gáma og fleti um höfuðborgarsvæðið, og slagar bíllinn oft yfir 45 tonn í heildar þyngd.
Það sem ég þoli ekki er fólk í umferðinni sem áttar sig ekki á að svona stórir bílar þurfa smá pláss, bæði í beygjur, hringtorg og til að bremsa, ég reyni eins og ég get að stoppa ekki alveg, t.d. þegar ég kem að hringtorgum eða gatnamótum og þoli því ekki fólk sem gefur ekki stefnuljós út úr hringtorgi eða treður sér fyrir framan mig til að vera fremsti bíll á rauðu ljósi sem gerir það að verkum að ég neyðist til að stoppa og taka svo af stað aftur !
Það getur gjörsamlega soðið á mér þegar ég sé hvað íslendingar eru fatlaðir þegar kemur að umferð, EKKI fara framfyrir trukk í ártúnsbrekku og hægja svo á þér áður en þú skiptir um akrein !!!
Hey þú vilt miklu frekar láta svína fyrir þig í ártúnsbrekkunni en annar staðar, t.d. komandi að ljósum.
Ég vil láta breyta umferðarlögunum hérna.
Þú færð ekki bílpróf fyrr en þú hefur keyrt 44 tonna æki um göturnar og áttað þig á plássinu sem að þú þarft, skella því bara beint inní bílprófið, ökuskóli 2 væri flottur vettvangur.
Það þarf bara 1 tíma undir stýri á trailer í fullri þyngd, þá fær það lang flesta til þess að keyra betur, restin fær síðan ekki prófið
Re: Hlutir sem þú þolir ekki...
Sent: Sun 02. Apr 2017 09:44
af Hargo
Kommentakerfi við fréttaveitur
Re: Hlutir sem þú þolir ekki...
Sent: Sun 02. Apr 2017 10:50
af Squinchy
Tvísköttun. AKA Virðisaukaskattur
Re: Hlutir sem þú þolir ekki...
Sent: Sun 02. Apr 2017 12:39
af ZiRiuS
Glazier skrifaði:Ég loggaði mig inn sérstaklega fyrir þennan þráð!
Vinn við að keyra 20 og 40ft gáma og fleti um höfuðborgarsvæðið, og slagar bíllinn oft yfir 45 tonn í heildar þyngd.
Það sem ég þoli ekki er fólk í umferðinni sem áttar sig ekki á að svona stórir bílar þurfa smá pláss, bæði í beygjur, hringtorg og til að bremsa, ég reyni eins og ég get að stoppa ekki alveg, t.d. þegar ég kem að hringtorgum eða gatnamótum og þoli því ekki fólk sem gefur ekki stefnuljós út úr hringtorgi eða treður sér fyrir framan mig til að vera fremsti bíll á rauðu ljósi sem gerir það að verkum að ég neyðist til að stoppa og taka svo af stað aftur !
Það getur gjörsamlega soðið á mér þegar ég sé hvað íslendingar eru fatlaðir þegar kemur að umferð, EKKI fara framfyrir trukk í ártúnsbrekku og hægja svo á þér áður en þú skiptir um akrein !!!
Ég þoli ekki fólk sem notar orðið "fatlaðir" í heimskulegum og neikvæðum tilgangi. Ekki myndi ég bögga þig í umferðinni...
Re: Hlutir sem þú þolir ekki...
Sent: Sun 02. Apr 2017 14:02
af kjartanbj
urban skrifaði:Glazier skrifaði:Ég loggaði mig inn sérstaklega fyrir þennan þráð!
Vinn við að keyra 20 og 40ft gáma og fleti um höfuðborgarsvæðið, og slagar bíllinn oft yfir 45 tonn í heildar þyngd.
Það sem ég þoli ekki er fólk í umferðinni sem áttar sig ekki á að svona stórir bílar þurfa smá pláss, bæði í beygjur, hringtorg og til að bremsa, ég reyni eins og ég get að stoppa ekki alveg, t.d. þegar ég kem að hringtorgum eða gatnamótum og þoli því ekki fólk sem gefur ekki stefnuljós út úr hringtorgi eða treður sér fyrir framan mig til að vera fremsti bíll á rauðu ljósi sem gerir það að verkum að ég neyðist til að stoppa og taka svo af stað aftur !
Það getur gjörsamlega soðið á mér þegar ég sé hvað íslendingar eru fatlaðir þegar kemur að umferð, EKKI fara framfyrir trukk í ártúnsbrekku og hægja svo á þér áður en þú skiptir um akrein !!!
Hey þú vilt miklu frekar láta svína fyrir þig í ártúnsbrekkunni en annar staðar, t.d. komandi að ljósum.
Ég vil láta breyta umferðarlögunum hérna.
Þú færð ekki bílpróf fyrr en þú hefur keyrt 44 tonna æki um göturnar og áttað þig á plássinu sem að þú þarft, skella því bara beint inní bílprófið, ökuskóli 2 væri flottur vettvangur.
Það þarf bara 1 tíma undir stýri á trailer í fullri þyngd, þá fær það lang flesta til þess að keyra betur, restin fær síðan ekki prófið
Það er líka eitt sem fólk hefur ekki hugmynd um í dag sem getur verið stórhættulegt, það er að allir nýir bílar yfir 7.5 tonnum í dag frá áramo´tunum 2015/2016 þurfa vera með Automatic Emergency Braking system, og við það að fara svona framfyrir trukka eða rútur og bremsa getur valdið því að trukkurinn eða rútan nauðhemli ef kerfið skynjar möguleika á árekstri , það getur valdið því að sá sem keyrir síðan fyrir aftan stóra ökutækið keyri aftan á , eða farþegar í rútunni slasist, eða farmur trukks geti losnað og það hefur gerst
Re: Hlutir sem þú þolir ekki...
Sent: Sun 02. Apr 2017 16:39
af DJOli
1. Þeir sem kunna ekki að keyra með umferð.
2. Þeir sem kunna ekki að vera á sinni akrein, og drulla sér frá þegar maður er að reyna að komast einhvert 5-10km/h hraðar en restin af umferðinni (þá er ég keyrandi á innstu vinstri akrein).
3. Þeir sem nota snjallsímana sína undir stýri.
4. Auglýsingar á internetinu.
5. Að á árinu 2017 vera ekki kominn með ljósleiðara þrátt fyrir að vera tæplega 1,4km frá símstöð.
6. Að heyra að bakbein í íslenskum netkerfum sé ekki nógu kraftmikið til að geta flutt alla þá umferð sem getur (in theory) og er (constantly) í gangi. Srsly! Get with the program!!!.
7. Að hafa komist að því að þurfa að sækja um sérstaka niðurgreiðslu á lyfjunum mínum við athyglisbrest og ofvirkni vegna þess að sjúkratrygginar ákváðu að breyta því hvaða lyf þeir niðurgreiða "by default". Ég borgaði þarsíðast 26.000 fyrir 3 mánaða skammt. Núna um daginn heyrði ég af konu sem borgaði 29.000 fyrir eins mánaðar skammt. Skítt með kerfið.
Re: Hlutir sem þú þolir ekki...
Sent: Sun 02. Apr 2017 18:34
af HalistaX
Gæjinn á Yarisnum sem gefur mér puttann er hann tekur fram úr mér þegar ég er á 90, innanbæjar, á vinstri akrein þar sem hámarkshraði er 80.
Það er eitthvað við vinstri akreinina sem fær fólk til þess að halda að hún sé ótakmörkuð...
Og svo náttúrulega Kleppur and its lack of wifi.
Re: Hlutir sem þú þolir ekki...
Sent: Sun 02. Apr 2017 19:24
af asgeirbjarnason
appel skrifaði:Þoli ekki kvikmyndir sem eru með sprengingahljóðin og byssuhljóðin svona 3-4x hærri en talið, maður þarf að vera með hendina á fjarstýringunni, hækkandi og lækkandi.
Ef þú ert að spila sprengingahljóðin og byssuhlóðin í VLC þá er til lausn við þessu:
http://www.geekality.net/2013/11/01/set ... mpression/. Líka hægt að finna þessa stillingu í mörgum öðrum spilurum, undir „dynamic range compression“ eða álíka.
Re: Hlutir sem þú þolir ekki...
Sent: Sun 02. Apr 2017 21:17
af Lunesta
Vídjó playerar sem fela ekki músina eftir að hún hefur ekki verið færð í smá tíma.