Síða 1 af 1

7700k Delid

Sent: Fim 30. Mar 2017 21:49
af jonsig
Fyrir delid :)
Mynd

Eftir delid, Intel tim er eins og leir.. svo við delid minnkar bilið umtalsvert frá die yfir í cpu hattinn
Mynd
Límið þrifið af..
Mynd
"skapalón" notað til að geta stillt cpu hattinn af nákvæmlega eins og hann var og getað komið smá lími á milli svo cpu hattur liggji ekki alveg 100% klesstur við die
Mynd
Ooog muna eftir ESD wrist strappinnu.... annað er heimskulegt.
Mynd
Og síðasta en það besta... hálfnaður með 30min stress test og hitinn er á rólinu 50-60c° í stað 70-80°c "þorði ekki lengra en 10 min stress testi"
Mynd

Re: 7700k Delid

Sent: Fös 31. Mar 2017 00:38
af agust1337
Væri næs að fá að vita hvar þú fékkst þetta allt, er með sama cpu

Re: 7700k Delid

Sent: Fös 31. Mar 2017 08:14
af jojoharalds
agust1337 skrifaði:Væri næs að fá að vita hvar þú fékkst þetta allt, er með sama cpu
Til að svara spurninguna þína þá mæli ég með þetta,
er sjálfur búin að nota þetta á nokkra.

https://www.highflow.nl/watercooling/ex ... te-v2.html

Re: 7700k Delid

Sent: Fös 31. Mar 2017 08:19
af jonsig
Þessi er Rockit 88

Re: 7700k Delid

Sent: Fös 31. Mar 2017 18:25
af teitan
Hvernig er hitastigið hjá þér idle fyrir og eftir?

Re: 7700k Delid

Sent: Fös 31. Mar 2017 18:54
af jonsig
Bara eins og fullyrðingarnar á netinu sega til um. Þetta er stærsta drop sem ég hef séð á hitastigi. Var fyrst með arctic freezer i11 og fékk kannski 10-12c°drop við að fara í noctua d15. En að delidda var auðvelt 18°drop við vinnslu og hitinn er MIKLU söðugri.

þú sérð hvað hann er stable á myndinni hérna uppi, fyrir delid var hitinn að rjúka upp og niður endalaust og þar sem vifturnar í kassanum eru linkaðar við hitastigið þá voru þær alltaf að keyra sig upp og niður endalaust og gera mann brjálaðann.


Hiti í idle á noctua nh-d15. Einhverjir random 70c°toppar við að opna browser ?!
Mynd

Hiti í idle á freezer i11.
Mynd

Ath að þessir skalar eru á sitthvorum tímaramma, en það sést ágætlega að þessir random 70c°+ toppar eru mera nazty án nh-d15 en samt til staðar eftir upgrade.

Re: 7700k Delid

Sent: Fös 31. Mar 2017 20:23
af teitan
Ertu eitthvað búinn að fikta í voltunum á cpu? Ég náði hitanum helling niður með að lækka þau... Á þessu móðurborði sem ég er með þá eru þau default 1.35 minnir mig en eftir að hafa googlað smá þá fann ég review þar sem þeir töluðu um að þetta væru óþarflega há volt til að keyra örgjörvann á stock stillingum og eftir að ég prófaði að lækka þau eins og ég gat þá náði ég hitanum niður í max 68 gráður í sama stresstesti og þú notaðir. Þannig að ég hugsa að þú ættir að ná hitanum ennþá neðar ef þú tweakar voltin.

Re: 7700k Delid

Sent: Fös 31. Mar 2017 21:01
af jonsig
Þetta er bara yfirklukkaður skylake cpu"1.25V"

Re: 7700k Delid

Sent: Lau 01. Apr 2017 00:39
af Emarki
Hvaða lím var notað ?

Re: 7700k Delid

Sent: Lau 01. Apr 2017 15:42
af jonsig
Notaði bara rétt í hornin 300°c silicon gasket adhesive með engum solvents. (skemmir solder maskið á örgjörvanum) færð svona túbú í ab varahlutum

Það er ekkert vitlaust að hafa smá gap milli die og cpu hjálmsins, til að það komi ekki einhver pressa á die ef viftan kemur skökk á.

Re: 7700k Delid

Sent: Fim 13. Apr 2017 23:05
af jonsig
Allt annar örgjörvi

Re: 7700k Delid

Sent: Fös 14. Apr 2017 15:04
af kjartanbj
Hvað ertu að keyra hann í?

Re: 7700k Delid

Sent: Fös 14. Apr 2017 19:25
af jonsig
ég er bara með hann venjulegan með turbo boost on. Engir hitaspælar að keyra upp hraðann upp og niður á viftunum hjá mér.

Re: 7700k Delid

Sent: Fös 14. Apr 2017 23:22
af kjartanbj
Ok. ég er með minn í 5Ghz og keyrir fint þannig með H100i V2 , vifturnar ekkert að angra mig

Re: 7700k Delid

Sent: Fös 14. Apr 2017 23:52
af jonsig
Það myndi veita þér ánægju tilfinningu ef þú gætir lækkað hitann um 20c°+ og bara uppá endinguna á örgjörvanum.

Maður hefur aldrei séð annað eins upgrade, að fara úr garbage freezer i11 yfir í noctua nh-d15 var Ekkert á við þetta !

Re: 7700k Delid

Sent: Lau 15. Apr 2017 00:09
af kjartanbj
Já, ef ég ætti delid tool

Re: 7700k Delid

Sent: Lau 15. Apr 2017 00:15
af jonsig
Skal selja þér þennan á kostnaðarverði - skatturinn.
https://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=11&t=72392

Re: 7700k Delid

Sent: Lau 15. Apr 2017 00:20
af jonsig
Delid-temp "idle"

Hérna er maður að installa C&C tiberium wars og hlusta á útvarpið, ekki alveg 100% idle eins og á hinum myndunum en þetta er MUUn skárra. Með 43°c spækum en ekki 63-70c°random spækum.

Mynd

Re: 7700k Delid

Sent: Lau 15. Apr 2017 00:58
af Emarki
Hvaða TIM ertu að nota milli die og hatts.

Re: 7700k Delid

Sent: Lau 15. Apr 2017 12:08
af kjartanbj
jonsig skrifaði:Skal selja þér þennan á kostnaðarverði - skatturinn.
https://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=11&t=72392
alveg til í að skoða það, ertu í bænum

Re: 7700k Delid

Sent: Lau 15. Apr 2017 14:50
af jonsig
1. Coolablratory liqid pro

2. Já ég er í bænum