Síða 1 af 1
Eru til einhver tölvupóst forrit sem geta sent á fullt af netföngum í einu
Sent: Sun 26. Mar 2017 22:05
af dbox
Ég er þá aðalalega að hugsa um auglýsingapósta sem lenda ekki í spam.
Ég er að hugsa um t.d að geta sent 100 pósta í einu.
Re: Eru til einhver tölvupóst forrit sem geta sent á fullt af netföngum í einu
Sent: Sun 26. Mar 2017 22:13
af dori
Mailchimp er mjög gott til halda utan um og senda tölvupóstherferðir.
SendGrid á líka að vera eitthvað svipað. Ef þú þarft bara að senda póstinn þá gæti eitthvað eins og
mailgun verið nær því sem þú þarft.
Re: Eru til einhver tölvupóst forrit sem geta sent á fullt af netföngum í einu
Sent: Mið 29. Mar 2017 10:57
af dbox
Þakka fyrir góð svör.
Veit einhver hvaða fyrirtæki eru með stóra netfangalista til sölu er búinn að leita víða á netinu finn ekkert.
Re: Eru til einhver tölvupóst forrit sem geta sent á fullt af netföngum í einu
Sent: Mið 29. Mar 2017 11:06
af upg8
Það getur varla verið löglegt
Re: Eru til einhver tölvupóst forrit sem geta sent á fullt af netföngum í einu
Sent: Mið 29. Mar 2017 11:10
af rapport
dbox skrifaði:Þakka fyrir góð svör.
Veit einhver hvaða fyrirtæki eru með stóra netfangalista til sölu er búinn að leita víða á netinu finn ekkert.
http://wwwtest.skra.is/thjodskra/urtok- ... a-kannana/
Alveg örugglega einhver með póstlista
Re: Eru til einhver tölvupóst forrit sem geta sent á fullt af netföngum í einu
Sent: Mið 29. Mar 2017 11:30
af dori
dbox skrifaði:Þakka fyrir góð svör.
Veit einhver hvaða fyrirtæki eru með stóra netfangalista til sölu er búinn að leita víða á netinu finn ekkert.
Þó svo að þessi fyrirtæki séu rosalega góð í að senda pósta sem fara ekki í spam loka þau á þig á stundinni ef þú ferð að senda spam.
Basic regla að senda ekki fólki póst sem hefur ekki beðið um hann eða verið í viðskiptum við þig.
Re: Eru til einhver tölvupóst forrit sem geta sent á fullt af netföngum í einu
Sent: Mið 29. Mar 2017 11:45
af gissur1
Zenter eru góðir í svona málum -
https://www.zenter.is/is
Re: Eru til einhver tölvupóst forrit sem geta sent á fullt af netföngum í einu
Sent: Mið 29. Mar 2017 16:17
af jonsig
Merkilegt að þetta sé eitthvað í lagi.
Re: Eru til einhver tölvupóst forrit sem geta sent á fullt af netföngum í einu
Sent: Mið 29. Mar 2017 16:51
af gissur1
jonsig skrifaði:Merkilegt að þetta sé eitthvað í lagi.
Já ég er nokkuð sammála þér en þetta er bara eins og með hverja aðra leið til að hafa samband við fólk, þessar leiðir eru flestar opinberar á einhvern hátt, sama hvort það sé símanúmerið þitt í símaskránni eða tölvupóstfangið þitt á einhverri spjallsíðu einhverstaðar á netinu eða þessvegna heimilisfangið þitt í þjóðskrá.
Spurningin er bara hvort að fyrirtæki nýti sér þessar upplýsingar á góðan og skilvirkan hátt sem skila viðskiptum sem báðir aðilar eru sáttir með eða að þau fæli fólk burt frá viðskiptum við sig og minnki traust og trúverðuleika með því að senda þér óviðeigandi upplýsingar, t.d. hef ég marg oft fengið markpósta frá icelandair þar sem þau reyna að selja mér golf ferðir eða kanarí 60+ ferðir... og ekki er ég orðinn sextugur og ég hef aldrei á ævinni gengið inn á golfvöll.
Fyrirtæki verða virkilega að passa sig á þessu þar sem orðspor þeirra er í húfi auk þess sem að flestir eru búnir að blokka þessa pósta áður en þau loksins hefðu fengið raunverulega viðeigandi póst sem hefði mögulega skilað viðskiptum.
Re: Eru til einhver tölvupóst forrit sem geta sent á fullt af netföngum í einu
Sent: Mið 29. Mar 2017 17:05
af ZiRiuS
Það kom einu sinni upp mál þar sem Heimkaup fékk "lánaðann" póstlista Hópkaups og var það dæmt brot á persónuverndarlögum svo ef þú ert að fara að senda einhverjum tölvupóst ánþess að viðkomandi skráði sig hjá þér ertu að brjóta persónuverndarlög.
Úrskurðurinn:
https://www.personuvernd.is/efst-a-baug ... ar/nr/1820
Re: Eru til einhver tölvupóst forrit sem geta sent á fullt af netföngum í einu
Sent: Mið 29. Mar 2017 18:33
af jonsig
Sama concept og nígeríu svindl. Að dreifa nógu mörgum önglum og vona að einhver bíti á. Að því leiti að þetta er helv. ágangur. Og gefið kúk í friðhelgi einkalífs í leiðinni
Í fullkomnum heimi eru engar auglýsingar, bara gott orðspor sem selur.þar sem jú við borgum allan þennan auglýsinga hernað. En það er ekki hægt á dögum yfirdráttarvaxta, það þarf 500% hagnað asap og verða ríkur.
Re: Eru til einhver tölvupóst forrit sem geta sent á fullt af netföngum í einu
Sent: Mið 29. Mar 2017 21:27
af Fungus
Það sé ólöglegt að senda auglýsingapóst á netfang sem hefur ekki skráð sig á póstlista.
Góð lesning:
https://www.pfs.is/neytendur/oumbedin-f ... lur-gilda/
Óheimilt er að nota óumbeðin fjarskipti í markaðslegum tilgangi nema viðtakandi hafi gefið fyrirfram samþykki sitt fyrir að taka á móti slíkum sendingum.
Samþykki hefur verið skilgreint með eftirfarandi hætti:
„Sérstök, ótvíræð yfirlýsing sem einstaklingur gefur af fúsum og frjálsum vilja um að hann sé samþykkur vinnslu tiltekinna upplýsinga um sig og að honum sé kunnugt um tilgang hennar, hvernig hún fer fram, hvernig persónuvernd er tryggð, um að honum sé heimilt að afturkalla samþykki sitt o.s.frv.“
Re: Eru til einhver tölvupóst forrit sem geta sent á fullt af netföngum í einu
Sent: Mið 29. Mar 2017 23:03
af rbe
þessi þráður var til þess að ég fór að skoða þetta.
http://wwwtest.skra.is/thjodskra/urtok- ... a-kannana/
síðan er meingölluð hjá þeim. bannlista linkurinn virkar ekki.
ekki annarsstaðar heldur á síðunni.
prófaði að skrá mig inn með rafrænum skilríkjum.
það gekk ekki vel , loggaðist ekki inn og fór á http síðu ? virkaði fínt um daginn þegar ég skipti um trúfélag.
sendi þeim email um þetta.
en varðandi svona auglýsingapóst. þá er þetta spam að skemma meira fyrir en gera gagn ?
fólk verður bara pirrað, nema það hafi skráð sig á t.d netklúbb.
fæ ekkert svona nema frá vodafone . þeir senda á gmail adressuna ekki internet.is emailin ?
hef aldrei gefið þeim gmail adressuna mína að mér vitandi ?
eða gefið þeim leyfi til að senda mér póst ?
Re: Eru til einhver tölvupóst forrit sem geta sent á fullt af netföngum í einu
Sent: Mið 29. Mar 2017 23:53
af hagur
rbe skrifaði:þessi þráður var til þess að ég fór að skoða þetta.
http://wwwtest.skra.is/thjodskra/urtok- ... a-kannana/
síðan er meingölluð hjá þeim. bannlista linkurinn virkar ekki.
ekki annarsstaðar heldur á síðunni.
prófaði að skrá mig inn með rafrænum skilríkjum.
það gekk ekki vel , loggaðist ekki inn og fór á http síðu ? virkaði fínt um daginn þegar ég skipti um trúfélag.
sendi þeim email um þetta.
en varðandi svona auglýsingapóst. þá er þetta spam að skemma meira fyrir en gera gagn ?
fólk verður bara pirrað, nema það hafi skráð sig á t.d netklúbb.
fæ ekkert svona nema frá vodafone . þeir senda á gmail adressuna ekki internet.is emailin ?
hef aldrei gefið þeim gmail adressuna mína að mér vitandi ?
eða gefið þeim leyfi til að senda mér póst ?
Þú ert á
http://wwwtest.skra.is ....
Farðu á
https://www.skra.is
https://www.skra.is/einstaklingar/eg-og ... taklingum/
Re: Eru til einhver tölvupóst forrit sem geta sent á fullt af netföngum í einu
Sent: Fim 30. Mar 2017 00:04
af rapport
https://www.zenter.is/is/kerfid#tolvupostur
Vísa á 46.gr laga um fjarskipti
Lög um Fjarskipti skrifaði: 46. gr. Óumbeðin fjarskipti.
Notkun sjálfvirkra uppkallskerfa, símbréfa eða tölvupósts, [þ.m.t. hvers konar rafrænna skilaboða (SMS og MMS)], 1) fyrir beina markaðssetningu er einungis heimil þegar áskrifandi hefur veitt samþykki sitt fyrir fram.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er heimilt að nota tölvupóstfang við sölu á vörum eða þjónustu fyrir beina markaðssetningu á eigin vörum eða þjónustu ef viðskiptavinum er gefinn kostur á að andmæla slíkri notkun tölvupóstfanga þeim að kostnaðarlausu þegar skráning á sér stað og sömuleiðis í hvert sinn sem skilaboð eru send hafi viðskiptavinurinn ekki þegar í upphafi hafnað slíkri notkun.
Að öðru leyti en mælt er fyrir í 1. og 2. mgr. eru óumbeðin fjarskipti í formi beinnar markaðssetningar óheimil til þeirra áskrifenda sem óska ekki eftir að taka á móti þeim.
Óheimilt er að senda tölvupóst sem þátt í beinni markaðssetningu þar sem nafn og heimilisfang þess sem stendur að markaðssetningu kemur ekki skýrt fram.
[Þeir sem nota almenna tal- og farsímaþjónustu sem lið í markaðssetningu skulu virða merkingu í símaskrá sem gefur til kynna að viðkomandi áskrifandi vilji ekki slíkar símhringingar í símanúmer sitt. Áskrifandi á rétt á að fá vitneskju um hvaðan þær upplýsingar koma sem liggja úthringingu til grundvallar.] 1)
Re: Eru til einhver tölvupóst forrit sem geta sent á fullt af netföngum í einu
Sent: Fim 30. Mar 2017 00:27
af rbe
ahh minn feill hagur. væntalega eru þetta einhverjar leifar af gömlu síðunni ?
síðan leit svona út þegar ég skipti um trúfélag.
virkilega óaðgengileg að mínu mati.
þessi nýrri er betri.
Re: Eru til einhver tölvupóst forrit sem geta sent á fullt af netföngum í einu
Sent: Fim 30. Mar 2017 00:33
af hagur
Já þetta er gamli vefurinn þeirra. Hefur greinilega verið hafður áfram aðgengilegur á þessu léni, vonandi tímabundið.
Re: Eru til einhver tölvupóst forrit sem geta sent á fullt af netföngum í einu
Sent: Fim 30. Mar 2017 22:06
af Fungus
rapport skrifaði:
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er heimilt að nota tölvupóstfang við sölu á vörum eða þjónustu fyrir beina markaðssetningu á eigin vörum eða þjónustu ef viðskiptavinum er gefinn kostur á að andmæla slíkri notkun tölvupóstfanga þeim að kostnaðarlausu þegar skráning á sér stað og sömuleiðis í hvert sinn sem skilaboð eru send hafi viðskiptavinurinn ekki þegar í upphafi hafnað slíkri notkun.
Hmm, áhugavert. Getur sú vísað mér á hvar þetta er tekið fram í lögunum?
Re: Eru til einhver tölvupóst forrit sem geta sent á fullt af netföngum í einu
Sent: Fim 30. Mar 2017 22:20
af rapport
Fungus skrifaði:rapport skrifaði:
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er heimilt að nota tölvupóstfang við sölu á vörum eða þjónustu fyrir beina markaðssetningu á eigin vörum eða þjónustu ef viðskiptavinum er gefinn kostur á að andmæla slíkri notkun tölvupóstfanga þeim að kostnaðarlausu þegar skráning á sér stað og sömuleiðis í hvert sinn sem skilaboð eru send hafi viðskiptavinurinn ekki þegar í upphafi hafnað slíkri notkun.
Hmm, áhugavert. Getur sú vísað mér á hvar þetta er tekið fram í lögunum?
Þetta "quote" er s.s. beint úr lögunum...
Re: Eru til einhver tölvupóst forrit sem geta sent á fullt af netföngum í einu
Sent: Fim 30. Mar 2017 22:53
af Fungus
Þetta "quote" er s.s. beint úr lögunum...
Dojj, veit ekki hvernig þetta fór fram hjá mér!
Næs samt, takk :-) Vildi ekki hljóma dónalegur, mér finnst bara gaman að brjóta heilann yfir þessu.
Ég skil þetta sem slíkt: Það má senda fólki auglýsingapóst um eigin vörur ef viðskiptavinur afþakkar það ekki við skráningu.
Er ég að skilja þetta rétt?
Það væri þá svoldið eins og þegar maður er að skrá númerið sitt hjá ja.is en er með það bannmerkt, right?
Áhugavert hvernig sem er, takk fyrir að deila þessu :-)