Síða 1 af 1

Flöktandi hiti og volt á örgjörva eftir BIOS uppfærslu

Sent: Sun 26. Mar 2017 15:40
af littli-Jake
Fyrir nokkrum dögum þurfti ég að uppfæra biosinn hjá mér til að fá 1070 kortið mitt til að virka. Var svo að skoða hitatölurnar á kortinu til að stilla fan-speed þegar ég sá að volt og hitatölur flökta ofboðslega mikið. Hitatölurnar eru að flökta upp og niður um 3-4 gráður per refresh á tölunum sem er á sirka sekuntu fresti. Voltin eru frá .965 upp í 1.1 á sek og þetta er bara með browser og HWmonitor í gangi.

Er þetta eitthvað sem ég þarf að hafa áhuigjur af. Man ekki eftir að þetta hafi verið svona fyrir bios uppfærslu

Re: Flöktandi hiti og volt á örgjörva eftir BIOS uppfærslu

Sent: Sun 26. Mar 2017 16:18
af methylman
Reyndu að googla til að fá einhver svör um þetta, þetta er flókið og getur verið allt mögulegt þó að mér detti í hug fyrst að BIOS uppfærslan "lesi" hitann og voltin oftar en gamli BIOS-inn gerði. Uppdate HWmonitor lika það kom nýr út fyrir helgi ;-)