Síða 1 af 1

Hvernig er SLI að virka í dag?

Sent: Fim 16. Mar 2017 18:43
af oskar9
Sælir vaktarar, þannig er mál með vexti að mitt frábæra GTX 770 kort sem hefur staðið sig ótrúlega vel síðustu ár er farið að svitna hrikalega þegar ég hendi nýjustu leikjunum í það.
Ég fer í 1070 kort í júní eða júli en mig langar svo að spila Mass effect: Andromeda í betri gæðum en medium.

Er eitthvað vit í því að fá annað 770 kort í SLI, Hvernig er support fyrir SLI nú til dags, man eftir umræðu um "micro-stuttering" hér áður fyrr og compatabilty issue með suma leiki.

Er ég að græða eitthvað á þessu comboi í dag, þessi kort eru bara með 2gb minni sem virðist vera algjört lágmark fyrir nýjustu titlana.
Sá annars review um 770 SLI frá 2013 og þá fékkst 30-40% aukning í FPS umfram stakt kort í þeim leikjum sem voru flottastir þá.

Mass Effect Andromeda keyrir á Frostbite vélinni, veit ekki hvort hún eigi eitthvað sameiginlegt með vélinni sem keyrði Battlefield 3 en sá leikur kom vel út með SLI.

Mynd

Re: Hvernig er SLI að virka í dag?

Sent: Fim 16. Mar 2017 20:46
af Danni V8
Ég er með 770 4gb SLI. Virkar fínt ennþá. Er búinn að vera með þetta svona í rúmlega 2 ár sennilega 2 og hálft og þetta er að gefa mér gott performance. En hef ekkert verið að kaupa mér nýjustu leikina uppá síðkastið. Þyngsti leikurinn sem ég spila er GTA V og hann er í ca 70 fps average. 1920x1080 og mest allt í High eða Very High.

En eftir þetta mun ég ekki fara í SLI aftur. Performancið er flott í sumum leikjum, en slæmt í öðrum. Kortin keyra alveg svakalega heitt svona. Ég þurfti að modda viftu á hliðina hjá mér til að geta keyrt tölvuna lokaða.

Ætla bráðlega að far að selja 770 kortin og fá mér stakt 1080.. vonandi Ti ef fjármagn leyfir!
Verst hvað það fæst lítið fyrir þetta nú til dags...

Re: Hvernig er SLI að virka í dag?

Sent: Fös 17. Mar 2017 17:48
af oskar9
Já, þín kort eru náttúrlega 4gb meðan mitt er 2gb,4gb kortið hefur mikla yfirburði þar svo mörg textures eru farin að krefjast 3-6gb VRAM, ég sleppi þá sennilega þessari SLI pælingu og fer í 1070 kort, eða Vega..