Síða 1 af 1
Fartölva - almenn notkun + leikjaspilun annað slagið
Sent: Þri 07. Mar 2017 10:42
af Rumpituski
Sælir Vaktarar
Ég vil endilega fá að heyra ykkar sérfræðiálit á fartölvum fyrir litla til miðlungs leikjaspilun og hversu öflugan vélbúnað er þörf á. Budget er top 200 þús. kr.
Ég hef ávallt haft efasemdir um að fartölvur séu rétti vélbúnaðurinn fyrir leikjaspilun, lítið sem ekkert hægt að uppfæra eða breyta samhliða auknum kröfum nýrri leikja. Verðið hefur einnig staðið í mér, hvernig er hægt að réttlæta 400-500 þús. kr. fyrir fartölvu þar sem upplifunin af leikjaspilun er verri en í 150 þús. kr. borðtölvu.
En með fleiri árum á bakinu og minni tíma til aflögu þá hafa kröfurnar minnkað og mér sýnist" að verðið hafi minnkað og gæði vélbúnaðar hafi aukist.
Leikir sem ég spila, stundum, eru
*Fallout 4 - Vegas, 3, 2 og 1.
*Pillars of Eternity - baldurs gate, Icewind dale etc..
*Skyrim
Witcher 1 og 2
*Mass effect 3 og mun kaupa mér nýja þegar hann kemur.
*Darkest Dungeon.
Önnur notkun er tölfræðivinna í Excel og almenn notkun eins og vefráp og videogláp.
Tölvur sem ég hef verið að skoða eru Acer Aspire VX5-591G og þá hvort ég þurfi i5 eða i7 örgjörva og hvort ég þurfi GTX 1050 eða GTX 1050ti skjákort. Og eru þetta yfirleitt traustar tölvur? Þessi týpa og Acer yfirleitt?
https://www.tl.is/product/aspire-vx5-59 ... gtx-1050ti
https://tl.is/product/aspire-vx5-591g-i ... gtx-1050ti
https://tl.is/product/aspire-vx5-591g-i ... d-gtx-1050
Bestu þakkir
Rumpituski ..
Re: Fartölva - almenn notkun + leikjaspilun annað slagið
Sent: Þri 07. Mar 2017 15:04
af Klemmi
Það er spurning hversu mikin mun, ef einhvern, þú myndir finna á milli i5 og i7 örgjörva í leikjum. Hins vegar er það engin spurning að Ti kortið myndi skila þér betri afköstum heldur en non-Ti, en það er spurning hvað þú ættir að vera tilbúinn til að borga mikið fyrir það.
Almennt er ég hrifnari af Lenovo heldur en Acer, myndi því vilja benda á þessa vél, i5 og GTX1050 (ekki Ti), en er með 1TB "auka"disk.
https://www.netverslun.is/T%C3%B6lvur-o ... 805.action
Annars er þetta alveg pæling, ef ég vil spila og njóta leikja, þá get ég ekki gert það í fartölvu. Einnig, ef þú vilt leikjafartölvu, þá er það nokkurn vegin ávísun á að vera með stóra og þunga fartölvu... sjálfur vel ég sæmilega öfluga borðtölvu fyrir leiki og svo netta og létta fartölvu til að hafa á flakkinu/skólanum/fríinu.
T.d. eitthvað á þessa leið, ásamt notaðri leikjaborðtölvu + aukahlutir, ef vel ert fylgst með því sem kemur í sölu þá ætti það að sleppa undir 200þús
https://www.netverslun.is/T%C3%B6lvur-o ... 142.action
Re: Fartölva - almenn notkun + leikjaspilun annað slagið
Sent: Þri 07. Mar 2017 20:32
af Rumpituski
Takk fyrir svarið Klemmi!
Ég einmitt á borðtölvu með i5 2500 sandy bridge, 8GB ddr3 og Asus GTX 970 strix skjákorti, eina vandamálið með hana er að hún hitnar við ákveðið álag (illa skipulagður kassinn). Eini staðurinn fyrir borðtölvuna núna hins vegar er við sjónvarpið og ég held að hún myndi ekki endast lengi þar með tvo stráka á leikskólaaldri hlaupandi út um allt
Ég er sammála þér með Lenovo, er með Lenovo T460s með i7 frá vinnunni og hún er frábær í alla staði. Ég ætla að skoða þessa fartölvu sem þú leggur til og sjá líka hvort þeir í nýherja eigi jafnvel von á samskonar með 1050ti skjákorti innan skamms.
Re: Fartölva - almenn notkun + leikjaspilun annað slagið
Sent: Þri 07. Mar 2017 21:58
af Klemmi
Svo ég haldi auðvitað áfram að pimpa síðuna mína... á
www.laptop.is geturðu séð gott sem allar fartölvur sem eru til sölu hérlendis, síað niður eftir eiginleikum o.s.frv
Re: Fartölva - almenn notkun + leikjaspilun annað slagið
Sent: Þri 07. Mar 2017 22:27
af Rumpituski
Hjó eftir tenglinum, búinn að liggja á henni, flott framtak!
Re: Fartölva - almenn notkun + leikjaspilun annað slagið
Sent: Þri 07. Mar 2017 22:30
af Klemmi
Var að keyra scraperinn og hvað heldurðu, Nýherji var að bæta við vél með GTX1050Ti... og i7 + 512GB SSD... kostar smá en er rosaleg.
https://www.netverslun.is/T%C3%B6lvur-o ... 857.action
Re: Fartölva - almenn notkun + leikjaspilun annað slagið
Sent: Þri 07. Mar 2017 23:02
af Rumpituski
Hah! Þetta er tölvan, kaupi þessa
Borgar sig alltaf að fara á vaktina.
Ég vil líka koma því á framfæri að ég tel að vaktin sé alltaf að festa sig meira og meira í sessi sem áhrifavaldur með tilliti til hvaða vöru á að kaupa, verð, þjónustu og orðspor fyrirtækja. Og ég veit að ég er ekki einn um þá skoðun.
Takk fyrir mig!
Re: Fartölva - almenn notkun + leikjaspilun annað slagið
Sent: Þri 07. Mar 2017 23:03
af Minuz1
Ég myndi taka cheap as fuck laptop og uppfæra desktopið.
En það er bara ég...þú ert að eyða 100 þús aukalega í að fá laptop sem getur uppfyllt þínar kröfur í staðinn fyrir að kaupa skjákortið í kassann sem þú átt og laptop sem getur sinnt því sem þú þarft.
Re: Fartölva - almenn notkun + leikjaspilun annað slagið
Sent: Þri 07. Mar 2017 23:10
af Rumpituski
Ah en Minuz1 , þá þyrfti ég nýjan kassa sem kæmist helst inn í sjónvarpsskenkinn með tilheyrandi óvissu með kælingu, hægindastól (sem er ekki pláss fyrir) því sófinn er það langt frá sjónvarpinu að ég sé ekki textann og leyfi frá konunni fyrir hægindastólnum
Með tilliti til þess þá er 100 þús aukalega ásættanlegur fórnarkostnaður fyrir mig..
Re: Fartölva - almenn notkun + leikjaspilun annað slagið
Sent: Þri 07. Mar 2017 23:26
af Risadvergur
Hugsa út fyeir kassann aðeins hérna en miðað við flesta leikina sem þú telur upp er þá ekki bara leikjatölva máluð fyrir leikina. Flestir sru fáanlegir á ps eða xbox og síðan er náttúrulega alltaf steam console.
Re: Fartölva - almenn notkun + leikjaspilun annað slagið
Sent: Mið 08. Mar 2017 09:22
af linenoise
Ættir að geta sett saman litla leikjatölvu fyrir lítin pening.
Coolermaster RC 130 13K
https://www.computer.is/is/product/tolv ... 1-mini-itx,
itx mobo
https://kisildalur.is/?p=2&id=3277 24K,
i3-6100 (hann heldur alveg í við 2500 og er betri en ansi margir fartölvu örgjörvar. Klikkað single thread score) 17K,
minni á 10K,
nýr aflgjafi ef þú þarft 10-25K,
skjákortið úr gömlu.
6100 hitnar mjög lítið, þarft í raun bara smá loftflæði gegnum kassann og stock cooling.
Kostnaður ca. 70-80K og mun minna ef gamli aflgjafinn er nothæfur.
Afköstin ekki verri en það sem þú ert með núna og miklu betra en clunky fartölva sem þú þarft að burðast með að eilífu. Það hlýtur að vera hægt að koma nýju tölvunni fyrir bak við sjónvarpið og svo siturðu bara á gólfinu eins og góðu börnin.
Re: Fartölva - almenn notkun + leikjaspilun annað slagið
Sent: Mið 08. Mar 2017 09:33
af Halli25
linenoise skrifaði:Ættir að geta sett saman litla leikjatölvu fyrir lítin pening.
Coolermaster RC 130 13K
https://www.computer.is/is/product/tolv ... 1-mini-itx,
itx mobo
https://kisildalur.is/?p=2&id=3277 24K,
i3-6100 (hann heldur alveg í við 2500 og er betri en ansi margir fartölvu örgjörvar. Klikkað single thread score) 17K,
minni á 10K,
nýr aflgjafi ef þú þarft 10-25K,
skjákortið úr gömlu.
6100 hitnar mjög lítið, þarft í raun bara smá loftflæði gegnum kassann og stock cooling.
Kostnaður ca. 70-80K og mun minna ef gamli aflgjafinn er nothæfur.
Afköstin ekki verri en það sem þú ert með núna og miklu betra en clunky fartölva sem þú þarft að burðast með að eilífu. Það hlýtur að vera hægt að koma nýju tölvunni fyrir bak við sjónvarpið og svo siturðu bara á gólfinu eins og góðu börnin.
Myndi frekar fara í i3-7100, ætti að vera á sama verði og 6100 en betri
Re: Fartölva - almenn notkun + leikjaspilun annað slagið
Sent: Mið 08. Mar 2017 09:46
af linenoise
Halli25 skrifaði:
Myndi frekar fara í i3-7100, ætti að vera á sama verði og 6100 en betri
Ah, vissi ekki af þessum. Er ekkert vesen að finna ITX mobo sem hentar?
Annað í þessu, þessir nýju örgjörvar eyða svo litlu að það mætti jafnvel íhuga að færa sig í i5 án þess að þetta breytist í einhverja hávaðamaskínu.