Síða 1 af 1

NVMe bootar ekki á m.2 slot Fólk með heila óskast!

Sent: Sun 05. Mar 2017 13:10
af jonsig
Sælir,
Græjurnar Gigabyte GA-Z270/Samsung 960 m.2/kaby lake 7700k/gtx1070 sli

Af hverju get ég ekki notað NVMe lengur á m.2 ? hann gerði það fyrst nema hann varð stundum "ósýnilegur" í bios, en núna er hann varanlega "ósýnilegur"

búinn að resetta bios, NVMe virkar perfect með adapter í pci-rauf en ég vill ekki fórna pci rauf þar sem ég þarf að hafa GTX1070 sli.


Er að pæla hvort móbóið sé eitthvað insane. Þar sem hitinn á CPU hoppar upp og niður um 30°c+ við load. Hefur farið úr 30c° yfir í 80°c á sekúntu og á sama hraða aftur niður í 30c°. Ég setti massívari kælingu þá minnkaði þessi sveifla eitthvað kannski 30c°yfir í 60c°. Fleirri hafa þetta vandamál , eitthvað sambandi við hitarýmdina í þessum CPU

Getið séð á myndinni þessa "hita toppa" sem vara í 2-3 sekúntur og detta svo aftur í 30c° úr 60c° eða meira

Mynd

Re: NVMe bootar ekki á m.2 slot

Sent: Sun 05. Mar 2017 13:16
af chaplin
Ertu með nýjasta BIOS-inn?

Búinn að ath. hvort hann sitji næginlega vel í raufinni?

Er hægt að stilla raufina sem hann situr í frá auto í m.2?

Varðandi hittan, hvað færðu í CPU stress testi? Búinn að prufa að festa cpu voltage í 1.2v?

Re: NVMe bootar ekki á m.2 slot

Sent: Sun 05. Mar 2017 14:27
af rbe
kíkti á þessi GA-Z270 borð það eru nokkrar útgáfur.
ertu með stýrikerfið á NVMe disknum ?
hvað eru margar pci-expess raufar á borðinu hjá þér
virkaði NVMe áður en þú settir upp 1070 sli ?
það er allaveg þannig hjá mér á x99 borðinu að þegar ég nota m.2 slot
þá er ein pci express raufin upptekin fyrir þá vinnslu .(pci 5)
þýðir lítið að setja í þá rauf hún er óvirk.

z270 borðin virðast vera með shared bandwith á pci 4 ? fyrir m.2

Re: NVMe bootar ekki á m.2 slot

Sent: Sun 05. Mar 2017 15:14
af jonsig
chaplin skrifaði:Ertu með nýjasta BIOS-inn?

Búinn að ath. hvort hann sitji næginlega vel í raufinni?

Er hægt að stilla raufina sem hann situr í frá auto í m.2?

Varðandi hittan, hvað færðu í CPU stress testi? Búinn að prufa að festa cpu voltage í 1.2v?

já nýjasta bios. Hann er ekkert heitur við að spila amk fallout 4 í ultra 2k


Nvme hætti aftur að virka ! tölvan komst ekki í bios! kom bara "entering bios" og ekkert gerðist.

Ég tók allt í sundur , double chekkaði allt væri rétt tengt og sýnist vera nóg gums undir kæliviftunni.
Eftir það virkar tölvan í bili .....

Það er ekkert að virkninni, þetta er svakaleg hakkavél. En mér finnst þessir hita spækar ekki mjög traustvekjandi

Eftir stutt googl þá virðist ég ekki vera einn um þetta heat spiking dæmi.

https://www.reddit.com/r/techsupport/co ... ikes_help/
http://www.tomshardware.co.uk/answers/i ... temps.html

Re: NVMe bootar ekki á m.2 slot

Sent: Sun 05. Mar 2017 20:53
af jonsig
Það sem ég hef komist að með NVMe er memory lane vesen með bios. Ekki hugmynd hvort það verði lagað. Þetta er kannski fylgifiskur þess að þurfa hafa allt eitthvað uber.

Re: NVMe bootar ekki á m.2 slot

Sent: Mán 06. Mar 2017 16:01
af jonsig
Snýnist líka að 7700k eigi að gefa hita spæka, þar sem hann er yfirklukkaður skylake.

Re: NVMe bootar ekki á m.2 slot

Sent: Fim 09. Mar 2017 22:52
af loner
búinn að prufa Power cycle aðferðina á NVMe diskinn.

Re: NVMe bootar ekki á m.2 slot

Sent: Fös 10. Mar 2017 12:40
af jonsig
Já, þetta er eitthvað sniðugt í gangi.

Þegar hún er biluð þá er bara tölvan föst á Bios screen.Og stundum kemst maður í bios og þá eru allir SSD horfnir (samsung 960 & 840).

Hinsvegar ef maður leyfir psu að tæmast og móðurborð er rafmagnslaust í 1 min eða svo þá getur maður bootað eðlilega fyrir utan glugga sem birtist
"bios has been reset! do you wish to enter bios?" Ok eða cancel. Þá virkar hún eðlilega þangað til maður fer í shut down og tekur ekki psu úr sambandi.
Svo fattaði ég reyndar ef ég hef tölvuna idle í klukkutíma eða svo, þá kemur bara svartur skjár og ballið byrjar aftur. Hef hinsvegar aldrei lent í neinu þegar ég er að nota tölvuna nema kannski lyklaborðið detti út einu sinni.

Ég er með nýjasta bios samt, fór úr F2 í F5 sem breytti engu. Mér sýndist á diagnostic perunni á móbóinu að DDR svarar ekki, ætla prufa setja annað DDR. Ætlaði hvort sem er að kaupa annað 8gb module.

Re: NVMe bootar ekki á m.2 slot

Sent: Lau 11. Mar 2017 00:10
af loner
Fyrsta sem mér dettur í hug er að það sé vandamál með PSU-inn hjá þér, þ.e.a.s. lágspennan sem vakir yfir móðurborðinu.

Re: NVMe bootar ekki á m.2 slot

Sent: Lau 11. Mar 2017 00:27
af jonsig
Ég ætla að vona að það sé ekki 50-1000VAC (lágspenna) á móðurborð :) . Ég er búinn að prufa að nota gamla góða 770W psu´ið með sömu útkomu :(

Re: NVMe bootar ekki á m.2 slot

Sent: Lau 11. Mar 2017 00:56
af loner
Orðið lágspenna hefur víðtæka merkingu!, 220 volt köllum við lágspennu miðað við 10K háspennu.
Lika 3,3v miðað við 12v, og það er bara ein spenna sem vakir yfir móbóinu eins og þú veist :D
en þekkt er að NVMe diskar eiga að vera til vandræða með bios, rétt eins og þegar ssd diskarnir komu fyrst á markaðinn.
en að móðurborðið hjá þér sé að valda vandræðum, semsé BIOS, minni, er eins og draugur sem erfitt er að kveða niður.
Vandræðin geta verið útaf BIOS eins og þekkt er, og móðurborð ,eða vegna yfirklukkunar, skemmdir af völdum hennar.

Re: NVMe bootar ekki á m.2 slot

Sent: Lau 11. Mar 2017 11:17
af jonsig
tölvan ræsir alltaf þegar ég ýti á pwr takkan. Hún hefur verið að haga sér svona frá fyrsta degi, ég hef aldrei yfirklukkað þetta.
Já ég hef verið að lesa vandamál með 960, en bios ætti samt ekki að frjósa á bios screen ?

Re: NVMe bootar ekki á m.2 slot

Sent: Lau 11. Mar 2017 17:31
af jonsig
Setti noctua d15 í staðinn fyrir Freezer i11 dót og þetta lýtur allt mun betur út amk með þessa hita spæka með sama kælikrem .

ég hef séð hitann fara mest uppí 70c° í stað 9x c°.

Mynd

Re: NVMe bootar ekki á m.2 slot

Sent: Mán 13. Mar 2017 18:25
af jonsig
Okey þetta er undarlegra heldur en ýmislegt annað ! Tölvan er ekki með neitt boot vesen í vinnunni! Eina sem breytist er önnur mús og annar skjár :/

Re: NVMe bootar ekki á m.2 slot

Sent: Mán 13. Mar 2017 19:48
af jonsig
Sama vesen með aðra mús! tölvan hættir að boota eðlilega eftir að ég kom með hana úr vinnunni ! Ég er búinn að restarta henni svona 10x þar án þess að neitt vesen komi upp! Og um leið og ég kom heim þurfti ég að power cycla 2x!

Whata fak. Skjárinn ?!?????????????????????????

OG tölvan sem ég taldi dauða ,, forveri þessarar LIFNAÐI VIÐ Í VINNUNNI !!

Búinn að prufa að skipa út ÖLLU þmt psu ,,, nema móðurborð og örgjörva.

Er fainn að vera virkilega forvitinn.

Re: NVMe bootar ekki á m.2 slot Fólk með heila óskast!

Sent: Mán 13. Mar 2017 20:04
af Haflidi85
hmm, veit það er langsótt, en hef einhverntíman heyrt um svona rugl sem var síðan tengt fjöltengi eða rafmagnskló eða álíka. Væri allavega þess virði að prófa eitthvað slíkt.

Re: NVMe bootar ekki á m.2 slot Fólk með heila óskast!

Sent: Mán 13. Mar 2017 20:07
af emmi
Ég er með MSI Z270 Gaming 7 og Samsung M.2 960 Pro 512GB og hef aldrei lent í þessu. Ef ég ætti að giska á eitthvað þá væri það móðurborðið.

Re: NVMe bootar ekki á m.2 slot Fólk með heila óskast!

Sent: Mán 13. Mar 2017 20:15
af jonsig
emmi skrifaði:Ég er með MSI Z270 Gaming 7 og Samsung M.2 960 Pro 512GB og hef aldrei lent í þessu. Ef ég ætti að giska á eitthvað þá væri það móðurborðið.
VIRKAÐI ALLAN DAGINN í vinnunni.... hefur verið pain in the ass frá fyrsta degi. Núna t.d. neitar hún að boota.

Gamli örri+móðurborð virkaði í vinnunni... ég var/er búinn að reyna ALLT nema helvítins 4k samsung skjáinn í burt.

Re: NVMe bootar ekki á m.2 slot Fólk með heila óskast!

Sent: Mán 13. Mar 2017 21:07
af Prox
Mig minnir að m.2 raufin deili resources með Pci-express raufunum. Ég lenti í veseni með m.2 x4 og netkort sem var í pci-e, fékk það ekki til að virka nema taka netkorið úr.

Re: NVMe bootar ekki á m.2 slot Fólk með heila óskast!

Sent: Mán 13. Mar 2017 21:17
af Revenant
Er tölvan vel jarðtengd heima hjá þér eða er power kapallinn sem þú notar orðin mjög gamall?
Prófaðu að nota annan power kapal og setja í jarðtengda kló (ekki fjöltengi).

Re: NVMe bootar ekki á m.2 slot Fólk með heila óskast!

Sent: Mán 13. Mar 2017 21:25
af jonsig
Ertu að jóka?

Allavegana hookaði skjáinn við laptop .m jörð. Þegar hún var ekki tengd hleðslutæki var hún flott. En þegar ég pluggaði henni í samband við 230V fór hún að verða eitthvað funky.

Ætla taka psu'ið fyrir skjáinn í vinnuna á mrg. Ekki í fyrsta skiptið sem smps er að rugla tölvubúnað.

Re: NVMe bootar ekki á m.2 slot Fólk með heila óskast!

Sent: Mán 13. Mar 2017 21:42
af jonsig
Þetta er SOLVED held ég :)

Setti PC í Ójarðtengda innstungu. Greinilega er aflgjafinn á tölvuskjánnum að gefa sig, hann hefur amk ekki lengur return path til jarðar gegnum skerminguna á Display port eða hdmi kaplinum (báðir vesen)

Re: NVMe bootar ekki á m.2 slot Fólk með heila óskast!

Sent: Fös 07. Apr 2017 20:55
af jonsig
ÞETTA ER HELVÍTINS ÚTLEIÐSLA Í SKJÁNNUM, SAMSUNG déskotans 4K! Nýr utanáliggjandi psu hjálpaði ekki.