Síða 1 af 1

Custom loop vs AIO?

Sent: Fös 03. Mar 2017 21:01
af agust15
Sælir nördar

Er að fara fjárfesta mér í Vatnskælingu fyrir örran þar sem kassinn minn styður ekki stóran turnkælir og vatnskæling er bara hreint út sagt svalari.


Hvernig er það,, er búinn að ráfa mikið á veraldarvefnum og finn ekki mikið af samanburðum hvort performar betur í noise/temp levels?


Blokkin sem ég væri að spá í væri EKWB Supremacy EVO með þá 280x2 radiators á móti NZXT Kraken x62 að öllum líkindum, lítur best út+ sýnist þeir vera hljóðlátastir+besta kælingin
Í framtíðinni ef ég myndi fara í custom myndi ég líklegast setja blokk á GPU líka en þá erum við að tala um 5-700$ á móti 1-200 $ fyrir AIO

Hvað segjið þið um þetta, hvort mynduð þið velja performance/$ wise?


M.b.k
Ágúst!

Re: Custom loop vs AIO?

Sent: Fös 03. Mar 2017 22:26
af Njall_L
Ég stórefast að þú munir sjá mikinn hitamun á þessum tveimur kælingum en custom loop gæti verið aðeins kaldari ef farið er rétt að.
Persónulega myndi ég frekar kaupa NZXT Kraken gæjann og geta smellt honum í og ekki þurft að pæla í því, en þitt er valið. Ég átti Kraken X52 með 2x 140mm Noctua viftum og hún var dead silent og keyrði mjög köld. Svo fynnst mér Kraken kælingarnar fallegri heldur en margar custom loop.

Re: Custom loop vs AIO?

Sent: Lau 04. Mar 2017 09:04
af jojoharalds
mæli með NZXT kælinguna ;)

NZXT (ca 26.000 kr) vs EK 280mm Kit 50.000 kr

Re: Custom loop vs AIO?

Sent: Lau 04. Mar 2017 11:38
af linenoise
Ég held að staðan núna sé að þú gerir custom loop bara ef þú dýrkar lookið eða hefur það hreinlega að áhugamáli að kreista seinasta dropann úr örgjörvum. Það er reyndar líka kostur við custom að ef þú ert snjall, geturðu gert hana hljóðlátari og hugsanlega fittað henni í box sem væri erfitt að fitta AIO (tel það samt hæpið).

Mitt viðhorf er að þetta sé peningur sem væri hægt að nýta í nánast hvað sem er annað sem myndi skila meiru í hraða, þangað til þú ert kominn að endimörkum.

Re: Custom loop vs AIO?

Sent: Fös 23. Jún 2017 15:53
af Aimar
Er kraken 62 ti islandi

Re: Custom loop vs AIO?

Sent: Fös 23. Jún 2017 18:22
af snakkop
ég mundi setja custom enda er það mun skemdilegra að setja það saman ég náði að setja eina á um 70 þusund hún er með hard tube dýrasti hluturinn var blockinn EK-Supremacy EVO Elite Edition - Intel 2011

Re: Custom loop vs AIO?

Sent: Lau 24. Jún 2017 01:36
af Emarki
Custom loop er betra að sjálfsögðu, enn það þarfnast náttúrulega viðhalds. Skipta um vökva, skipta um slöngur og skola út kerfið 1 sinni á ári.

Það eru komnir margir spennandi pakkar frá EK sem eru tilbúnir með öllu sem maður þarf.

https://www.ekfluidgaming.com/ <--- Þetta er ný lína sem er mun ódýrari og nær verðinu á AIO lausnum sem eru á markaðnum.

https://www.ekwb.com/shop/ <--- Kíktu á " Kits " þá sérðu hvað er í boði.

Ég mæli persónulega með að panta af Overclockers.co.uk, þar færðu VAT-inn af þegar þú pantar til ísland og þeir senda með DHL á ágætisverði. Þetta kemur mjög fljótt til landsins, 3-5 dagar.