Síða 1 af 1

Vantar hugmyndir um prentarakaup

Sent: Fim 02. Mar 2017 08:55
af Hizzman
Getið þið stungið upp á prentara?

Þarf að vera litalaser með duplex og wifi. Er til létta heimilisnota. Þarf einnig að vera hagstæður í rekstri, má einnig ekki vera stór eða mjög þungur..

Re: Vantar hugmyndir um prentarakaup

Sent: Fim 02. Mar 2017 09:07
af Njall_L
Myndi skoða þessa hérna tvo:
https://tolvutek.is/vara/brother-dcp-j5 ... taeki-wifi
https://tolvutek.is/vara/brother-dcp-j4 ... taeki-wifi

EDIT: Sá ekki Litalaser, þessir koma ekki til greina

Re: Vantar hugmyndir um prentarakaup

Sent: Fim 02. Mar 2017 09:16
af Klemmi
Þetta eru engar smá kröfur, litalaser með duplex sem má ekki vera stór eða þungur?

Veit ekki hvort slík græja er til. Annars hafa bleksprauturnar verið að koma sterkar inn í hagkvæmni ef ekki er verið að prenta rosalegt magn, en þær eru sjaldnast duplex.

Re: Vantar hugmyndir um prentarakaup

Sent: Fim 02. Mar 2017 09:48
af Hizzman
Klemmi skrifaði:Þetta eru engar smá kröfur, litalaser með duplex sem má ekki vera stór eða þungur?

Veit ekki hvort slík græja er til. Annars hafa bleksprauturnar verið að koma sterkar inn í hagkvæmni ef ekki er verið að prenta rosalegt magn, en þær eru sjaldnast duplex.
já ég veit, ég er að meta hvort ég á að fara í svona, eða bara lítinn einfaldan laser, eina ósveigjanlega krafan er wifi

Re: Vantar hugmyndir um prentarakaup

Sent: Fim 02. Mar 2017 15:42
af Halli25
Hizzman skrifaði:
Klemmi skrifaði:Þetta eru engar smá kröfur, litalaser með duplex sem má ekki vera stór eða þungur?

Veit ekki hvort slík græja er til. Annars hafa bleksprauturnar verið að koma sterkar inn í hagkvæmni ef ekki er verið að prenta rosalegt magn, en þær eru sjaldnast duplex.
já ég veit, ég er að meta hvort ég á að fara í svona, eða bara lítinn einfaldan laser, eina ósveigjanlega krafan er wifi
Tek undir með Klemma, myndi skoða Epson WorkForce t.d.

Re: Vantar hugmyndir um prentarakaup

Sent: Fim 02. Mar 2017 22:19
af nidur
Þessi hérna er yfirleitt sá vinsælasti í könnunum hjá Lifehacker t.d.

Hætti með bleksprautu og fór í þennan sé ekki eftir því, virkar alltaf þegar ég ýti á prent, alveg sama hvað er langt á milli prentana.

Hann er líka með sæmilega stóru tray, og tónerinn er ekkert hrikalega dýr í hann.

https://tolvutek.is/vara/brother-hl-l23 ... ntari-wifi

Re: Vantar hugmyndir um prentarakaup

Sent: Fim 02. Mar 2017 23:02
af rapport
http://optima.is/product/ricoh-sp-c340d ... tari-litur

Þessi tekur líka 500 blöð í skúffuna = heilan pakka = minna umstang að geyma blöð.

Held að þetta sé þrusu prentari m.v. verð.

Fyrir 10þ. minna = https://okbeint.is/hpbeint/ui/vorur/view.do?id=B4A22A

Re: Vantar hugmyndir um prentarakaup

Sent: Fös 03. Mar 2017 09:44
af Hizzman
er jafnvel farinn að slaka á kröfunni um að þetta verði að vera laser.
wifi, duplex og litur skal það samt vera
sumir af bleksprautuprenturunum virðast geta verið þokkalega hagstæðir í rekstri. sérstaklega ef það er mögulegt að nota 3.party blek
Þeir eru einnig minni, léttari og ódýrari

Hvað segja menn um Canon eða Brother?