Síða 1 af 1

Gamall harðurdiskur og laus tími í vinnunni

Sent: Mán 13. Feb 2017 18:46
af einarbjorn
Við tiltekt heima fyrir gróf ég upp gamlan harðan disk og fór að velta fyrir mér mögulegu notagildi hans og eftir smá google tíma þá datt ég inná nokkrar lausnir þar sem harður diskur kemur við sögu t.d. Pizzaskeri, rafmagns juðari (límir sandpappir á diskinn og lætur hann snúast) en ég ákvað að fara í þessa lausn.

Mynd

ég reyndi reyndar að hafa diskinn baklýstan með 3 rauðum díóðum en birtan frá þeim var mjög lítill svo ég sleppti því

kv
Einar

Re: Gamall harðurdiskur og laus tími í vinnunni

Sent: Mán 13. Feb 2017 19:06
af Dúlli
Cool, ertu með myndir sem sýna hvernig þú fórst að þessu og virkar þetta ?

Re: Gamall harðurdiskur og laus tími í vinnunni

Sent: Mán 13. Feb 2017 19:08
af worghal
þetta er frekar cool :happy

Re: Gamall harðurdiskur og laus tími í vinnunni

Sent: Mán 13. Feb 2017 19:27
af einarbjorn
Dúlli skrifaði:Cool, ertu með myndir sem sýna hvernig þú fórst að þessu og virkar þetta ?
það eru svo mörg video á youtube en ég fór aðallega eftir þessu videoi
https://youtu.be/xaL4Cqu8DAs

en diskarnir eru misjafnlega smíðaðir þannig það er ekki hægt að fara beint eftir þessu vídeo en svo keypti ég gangverk í handverkshorninu sem er staðsett í sama húsi og kostur og þar er hægt að kaupa gangverk með mislöngum spindlum og mismunandi vísum þ.e.a.s. stærð og lit. og efniskostnaðurinn var undir 2500 kr

já og klukkan virkar en harðidiskurinn virkar ekki :D

kv
Einar

Re: Gamall harðurdiskur og laus tími í vinnunni

Sent: Mán 13. Feb 2017 21:16
af Dúlli
Vel gert þetta er mjög flott.